Byrjandi í Baqueira Beret Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2015 07:00 Árlega bíðum við þess að sumarið komi. Árstíðina vor þekkjum við varla. Við bíðum svo lengi eftir vorinu að þegar allir virðast sammála um að það sé komið vor er í raun komið sumar. Ég er ekki frá því að þeir sem tali um að á Íslandi séu í raun aðeins tvær árstíðir hafi mikið til síns máls. Ég var hins vegar svo heppinn að ná að fylla aðeins á D-vítamínstankinn á Spáni í mars. Ferðin var í óvenjulegri kantinum en stórkostleg. Já-maðurinn ákvað að skella sér ásamt á þriðja hundrað blaðamönnum frá öllum heimshornum í smábæinn Baqueira Beret í Pýreneafjöllunum. Já, um „Heimssamtök blaðamanna með áhuga á skíðum“ var að ræða þótt erlent heiti samtakanna sé öllu þjálla. Árlega hittast meðlimir, fara yfir málin og skella sér á skíði. Sem betur fer hef ég örlítinn grunn á snjóbretti, með áherslu á örlítinn, og var einn af sex sem læddust með veggjum; uppreisnarmaður á snjóbretti á meðal skíðafólks. Þótt ég sé mikill keppnismaður leist byrjandanum mér ekkert sérstaklega vel á fyrirhugaða keppni í stórsvigi og skíðagöngu. Flestir gerðu ráð fyrir að Íslendingarnir tveir væru líklegir til afreka enda frá landi íss. Útskýringar okkar á eigin getu var metin sem hógværð. Þegar ég sá Ítalina vaxa skíðin sín nóttina fyrir keppni var mér öllum lokið. Ég skilaði mér auðvitað í mark í stórsviginu, á brettinu reyndar, og sömuleiðis í skíðagöngukeppninni sem ekki var minna látið með. 17. sæti í yngsta flokki karla (fleiri kepptu) varð niðurstaðan og ákvað Svisslendingurinn í 3. sæti að ég skyldi fá verðlaunin sín. Eftir vandræðalegustu umræðu seinni tíma um hvers vegna ég hreinlega gæti það ekki enduðu verðlaunin í tösku minni. Stærstu verðlaunin, fyrir utan að lifa af brekkumetið sem ég setti í byltum þessa vikuna, var þó 15 stiga hitinn og sólin sem hélt brosinu breiðu alla vikuna og stytti hina endalausu bið eftir sumrinu til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun
Árlega bíðum við þess að sumarið komi. Árstíðina vor þekkjum við varla. Við bíðum svo lengi eftir vorinu að þegar allir virðast sammála um að það sé komið vor er í raun komið sumar. Ég er ekki frá því að þeir sem tali um að á Íslandi séu í raun aðeins tvær árstíðir hafi mikið til síns máls. Ég var hins vegar svo heppinn að ná að fylla aðeins á D-vítamínstankinn á Spáni í mars. Ferðin var í óvenjulegri kantinum en stórkostleg. Já-maðurinn ákvað að skella sér ásamt á þriðja hundrað blaðamönnum frá öllum heimshornum í smábæinn Baqueira Beret í Pýreneafjöllunum. Já, um „Heimssamtök blaðamanna með áhuga á skíðum“ var að ræða þótt erlent heiti samtakanna sé öllu þjálla. Árlega hittast meðlimir, fara yfir málin og skella sér á skíði. Sem betur fer hef ég örlítinn grunn á snjóbretti, með áherslu á örlítinn, og var einn af sex sem læddust með veggjum; uppreisnarmaður á snjóbretti á meðal skíðafólks. Þótt ég sé mikill keppnismaður leist byrjandanum mér ekkert sérstaklega vel á fyrirhugaða keppni í stórsvigi og skíðagöngu. Flestir gerðu ráð fyrir að Íslendingarnir tveir væru líklegir til afreka enda frá landi íss. Útskýringar okkar á eigin getu var metin sem hógværð. Þegar ég sá Ítalina vaxa skíðin sín nóttina fyrir keppni var mér öllum lokið. Ég skilaði mér auðvitað í mark í stórsviginu, á brettinu reyndar, og sömuleiðis í skíðagöngukeppninni sem ekki var minna látið með. 17. sæti í yngsta flokki karla (fleiri kepptu) varð niðurstaðan og ákvað Svisslendingurinn í 3. sæti að ég skyldi fá verðlaunin sín. Eftir vandræðalegustu umræðu seinni tíma um hvers vegna ég hreinlega gæti það ekki enduðu verðlaunin í tösku minni. Stærstu verðlaunin, fyrir utan að lifa af brekkumetið sem ég setti í byltum þessa vikuna, var þó 15 stiga hitinn og sólin sem hélt brosinu breiðu alla vikuna og stytti hina endalausu bið eftir sumrinu til muna.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun