Fyndið leikverk en sársaukafullt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2015 11:00 Þær Elma Lísa og Birgitta í hlutverkum sínum. Mynd/Borgarleikhúsið „Hystory er fyndið verk en líka sársaukafullt,“ segir Arndís Hrönn Egilsdóttir um hið splunkunýja leikrit Kristínar Eiríksdóttur sem leikhópurinn Sokkabandið frumsýnir í kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins. Arndís Hrönn segir það fjalla um þrjár fertugar konur sem búi yfir leyndarmáli um hræðilegan atburð. „Þær voru bestu vinkonur til fimmtán ára aldurs en hafa ekki verið í sambandi lengi, tvær þeirra hafa þó stundum nikkað hvor til annarrar. Nú hittast þær kvöldstund og gera tilraun til að horfast í augu við fortíðina. Atburðurinn hefur markað allar konurnar fyrir lífstíð og ein þeirra lifir á jaðri samfélagsins, það er Begga sem ég leik,“ lýsir hún. Auk Arndísar Hrannar eru þær Elma Lísa Gunnarsdóttir og Birgitta Birgisdóttir á sviðinu. Ólafur Egilsson er leikstjóri og tónlist er í höndum Högna Egilssonar og Valdimars Jóhannssonar. Arndís Hrönn hefur mikla trú á Hystory og segir fólk á öllum aldri eiga að geta tengt við sársauka og stjórnleysi unglingsáranna. „Kristín er flott skáld og góð í að búa til beinskeytt samtöl og sterk. Það var mikið hlegið á forsýningunni í gær, enda leiftrandi svartur húmor í verkinu.“ Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Hystory er fyndið verk en líka sársaukafullt,“ segir Arndís Hrönn Egilsdóttir um hið splunkunýja leikrit Kristínar Eiríksdóttur sem leikhópurinn Sokkabandið frumsýnir í kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins. Arndís Hrönn segir það fjalla um þrjár fertugar konur sem búi yfir leyndarmáli um hræðilegan atburð. „Þær voru bestu vinkonur til fimmtán ára aldurs en hafa ekki verið í sambandi lengi, tvær þeirra hafa þó stundum nikkað hvor til annarrar. Nú hittast þær kvöldstund og gera tilraun til að horfast í augu við fortíðina. Atburðurinn hefur markað allar konurnar fyrir lífstíð og ein þeirra lifir á jaðri samfélagsins, það er Begga sem ég leik,“ lýsir hún. Auk Arndísar Hrannar eru þær Elma Lísa Gunnarsdóttir og Birgitta Birgisdóttir á sviðinu. Ólafur Egilsson er leikstjóri og tónlist er í höndum Högna Egilssonar og Valdimars Jóhannssonar. Arndís Hrönn hefur mikla trú á Hystory og segir fólk á öllum aldri eiga að geta tengt við sársauka og stjórnleysi unglingsáranna. „Kristín er flott skáld og góð í að búa til beinskeytt samtöl og sterk. Það var mikið hlegið á forsýningunni í gær, enda leiftrandi svartur húmor í verkinu.“
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira