Breytti lögunum og bætti inn djóki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2015 10:00 „Þetta eru svo skemmtilegir strákar og það hefur verið fáránlega gaman á hverri æfingu,“ segir Halldór sem situr við hljóðfærið. fréttablaðið/GVA Fréttablaðið/GVA „Við verðum á léttum nótum með tónlist sem allir þekkja en ég fékk frjálsar hendur, breytti lögunum dálítið og bætti inn alls konar djóki,“ segir Halldór Smárason tónlistarmaður. Hann leikur með söngvurunum Garðari Thór Cortes, Gissuri Páli Gissurarsyni, Bergþóri Pálssyni og Viðari Gunnarssyni í Salnum á föstudag og laugardag klukkan 20. Þeir kalla sig Sætabrauðsdrengina og þeir sem hlýddu á jólatónleikana þeirra í vetur vita að þar er þéttur hljómur við fjörugar útsetningar í fyrirrúmi. Halldór er að vestan svo ekki kemur á óvart að þar fari fjölhæfur músíkant, enda fæst hann við allt í senn, nútímatónsmíðar, klassík, djassútsetningar og spilamennsku, bæði eftir nótum og eyranu. Hann getur því verið að semja nútímatónlist fyrir einhvern í Manchester einn daginn og spila fyrir dansi á árshátíð næsta dag. En hvar uppgötvuðu Sætabrauðsdrengirnir hann? „Það var hringt í mig þegar ég var 15 eða 16 ára og ég var beðinn að spila með Bergþóri Páls á tónleikum á Hótel Ísafirði. Ég var voða feiminn við það, alger krakki, en sló samt til og árin eftir það spilaði ég nokkrum sinnum með honum, bæði fyrir vestan og meðan ég var við nám í Listaháskólanum. Svo seig ég inn í þetta samstarf við Sætabrauðsdrengina í haust, þá var stefnan tekin á jólaprógramm og við skemmtum okkur alveg konunglega. Það er svipað uppi á teningnum núna nema nú eru það dægurlagatónleikar. Við ákváðum lög og ég dembdi mér í nýjar útsetningar.“ Halldór kveðst eiga von á góðri skemmtun í Salnum miðað við hvernig æfingarferlið hafi verið. „Það stefnir í rosa partí sem getur ekki klikkað. Þetta eru svo skemmtilegir strákar og það hefur verið fáránlega gaman á hverri æfingu. Þó um hellings vinnu hafi verið að ræða þá er þetta aðallega gott hópefli sem endar á því að koma fram og gleðja fólk.“ Halldór Smárason hefur verið í námi frá sex ára aldri. Byrjaði á Ísafirði, fór í BA-nám í tónsmíðum við Listaháskólann, síðan beint í MA-nám í New York í tvö ár og lauk því vorið 2014. Síðan hefur hann unnið sjálfstætt og sjaldan verið uppteknari, að eigin sögn. Hann er á förum til Vínar nú í endaðan mars, fékk styrk til að vinna með svissnesk/austurrísku samtímatónskáldi sem heitir Beat Furrer og í haust stefnir hann á doktorsnám í New York í tónsmíðum og í einkatíma í djasspíanóleik. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við verðum á léttum nótum með tónlist sem allir þekkja en ég fékk frjálsar hendur, breytti lögunum dálítið og bætti inn alls konar djóki,“ segir Halldór Smárason tónlistarmaður. Hann leikur með söngvurunum Garðari Thór Cortes, Gissuri Páli Gissurarsyni, Bergþóri Pálssyni og Viðari Gunnarssyni í Salnum á föstudag og laugardag klukkan 20. Þeir kalla sig Sætabrauðsdrengina og þeir sem hlýddu á jólatónleikana þeirra í vetur vita að þar er þéttur hljómur við fjörugar útsetningar í fyrirrúmi. Halldór er að vestan svo ekki kemur á óvart að þar fari fjölhæfur músíkant, enda fæst hann við allt í senn, nútímatónsmíðar, klassík, djassútsetningar og spilamennsku, bæði eftir nótum og eyranu. Hann getur því verið að semja nútímatónlist fyrir einhvern í Manchester einn daginn og spila fyrir dansi á árshátíð næsta dag. En hvar uppgötvuðu Sætabrauðsdrengirnir hann? „Það var hringt í mig þegar ég var 15 eða 16 ára og ég var beðinn að spila með Bergþóri Páls á tónleikum á Hótel Ísafirði. Ég var voða feiminn við það, alger krakki, en sló samt til og árin eftir það spilaði ég nokkrum sinnum með honum, bæði fyrir vestan og meðan ég var við nám í Listaháskólanum. Svo seig ég inn í þetta samstarf við Sætabrauðsdrengina í haust, þá var stefnan tekin á jólaprógramm og við skemmtum okkur alveg konunglega. Það er svipað uppi á teningnum núna nema nú eru það dægurlagatónleikar. Við ákváðum lög og ég dembdi mér í nýjar útsetningar.“ Halldór kveðst eiga von á góðri skemmtun í Salnum miðað við hvernig æfingarferlið hafi verið. „Það stefnir í rosa partí sem getur ekki klikkað. Þetta eru svo skemmtilegir strákar og það hefur verið fáránlega gaman á hverri æfingu. Þó um hellings vinnu hafi verið að ræða þá er þetta aðallega gott hópefli sem endar á því að koma fram og gleðja fólk.“ Halldór Smárason hefur verið í námi frá sex ára aldri. Byrjaði á Ísafirði, fór í BA-nám í tónsmíðum við Listaháskólann, síðan beint í MA-nám í New York í tvö ár og lauk því vorið 2014. Síðan hefur hann unnið sjálfstætt og sjaldan verið uppteknari, að eigin sögn. Hann er á förum til Vínar nú í endaðan mars, fékk styrk til að vinna með svissnesk/austurrísku samtímatónskáldi sem heitir Beat Furrer og í haust stefnir hann á doktorsnám í New York í tónsmíðum og í einkatíma í djasspíanóleik.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira