Batnandi lífsskilyrði fyrir alla Ellen Calmon skrifar 13. mars 2015 07:00 Síðustu vikur og mánuði hefur komið fram skýr vilji verkalýðsfélaga að leggja áherslu á verulega hækkun lægstu launa við næstu kjarasamninga. Krafa Starfsgreinasambandsins hljóðar upp á hækkun lágmarkslauna í 300.000 kr. innan þriggja ára. Verkalýðsfélögin hafa réttilega bent á að dagvinnulaun verkafólks dugi ekki fyrir lágmarksframfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum. Bág kjör geti valdið verulegum kostnaði fyrir íslenskt samfélag meðal annars vegna verri heilsu, aukins álags á heilbrigðis-, velferðar- og félagskerfið. Mikil vinna á lágum launum getur leitt til skertrar starfsgetu. Því er mikilvægt að lagfæra kjör láglaunafólks. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur þess vegna undir með verkalýðshreyfingunni í kröfugerð þeirra. Minnt er á að lífeyrir almannatrygginga, sem flestir í daglegu tali þekkja sem bætur, er undir lágmarkslaunum fyrir dagvinnu. Belti og axlabönd Lögum samkvæmt á lífeyrir almannatrygginga að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að hann hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Með ákvæðinu átti, samkvæmt orðum þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, að tryggja hag lífeyrisþega að þessu leyti bæði með belti og axlaböndum. Lífeyrir ætti ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu heldur einnig að taka mið af verðlagshækkunum. Því miður hefur raunin orðið önnur. Lífeyrir almannatrygginga hefur árum saman ekki fylgt hækkun lægstu launa, eins og fram kemur í skýrslu sem Talnakönnun ehf. vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008-2013 (http://www.obi.is/utgafa/skyrslur/). Á tímabilinu náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við hefur lífeyrir hækkað um 3,6% (2014) og 3% (2015) eða hæst 4.514 kr. á mánuði eftir skatt. Þegar núverandi lagaákvæði um hækkun lífeyris var innleitt kom fram í athugasemdum við lagafrumvarpið að verðlagsmiðlun ráði, þ.e. ef verðlagshækkun er meiri en hækkun launa. Síðustu ár hafa laun hækkað umfram verðlag. Í því samhengi hefur launavísitalan hækkað um 13,4% frá janúar 2013. Á sama tíma hefur einungis verið tekið mið af verðlagshækkunum við ákvarðanir um hækkun lífeyris almannatrygginga. Að lifa á lífeyri eða? Formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í grein í Morgunblaðinu þann 9. apríl 2013 að hætt verði skerðingum vegna greiðslna ellilífeyris, krónu á móti krónu og hann leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem hafa orðið á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) var ályktað að hækka þyrfti lífeyri almannatrygginga um 129.000 kr. á mánuði þannig að lágmarkslífeyrir verði 321.000 kr. á mánuði. ÖBÍ tekur undir kröfu FEB um hækkun lífeyris almannatrygginga, þannig að hægt sé að lifa á lífeyri. Lofa, lofa, lofa Í svari Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja verði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að hagur ríkisins hafi vænkast og lofað að leiðrétta kjaragliðnun lífeyrisþega. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir svigrúm vera til hækkunar launa en ríkið er einnig launagreiðandi og greiðandi lífeyris. Í janúar síðastliðnum sagði félags- og húsnæðismálaráðherra að hún telji að aðstæður á vinnumarkaði séu það stöndugar að forsenda sé fyrir hækkun launa. Minna ber á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Tökum höndum saman um batnandi lífsskilyrði í samfélagi fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hefur komið fram skýr vilji verkalýðsfélaga að leggja áherslu á verulega hækkun lægstu launa við næstu kjarasamninga. Krafa Starfsgreinasambandsins hljóðar upp á hækkun lágmarkslauna í 300.000 kr. innan þriggja ára. Verkalýðsfélögin hafa réttilega bent á að dagvinnulaun verkafólks dugi ekki fyrir lágmarksframfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum. Bág kjör geti valdið verulegum kostnaði fyrir íslenskt samfélag meðal annars vegna verri heilsu, aukins álags á heilbrigðis-, velferðar- og félagskerfið. Mikil vinna á lágum launum getur leitt til skertrar starfsgetu. Því er mikilvægt að lagfæra kjör láglaunafólks. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur þess vegna undir með verkalýðshreyfingunni í kröfugerð þeirra. Minnt er á að lífeyrir almannatrygginga, sem flestir í daglegu tali þekkja sem bætur, er undir lágmarkslaunum fyrir dagvinnu. Belti og axlabönd Lögum samkvæmt á lífeyrir almannatrygginga að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að hann hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Með ákvæðinu átti, samkvæmt orðum þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, að tryggja hag lífeyrisþega að þessu leyti bæði með belti og axlaböndum. Lífeyrir ætti ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu heldur einnig að taka mið af verðlagshækkunum. Því miður hefur raunin orðið önnur. Lífeyrir almannatrygginga hefur árum saman ekki fylgt hækkun lægstu launa, eins og fram kemur í skýrslu sem Talnakönnun ehf. vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008-2013 (http://www.obi.is/utgafa/skyrslur/). Á tímabilinu náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við hefur lífeyrir hækkað um 3,6% (2014) og 3% (2015) eða hæst 4.514 kr. á mánuði eftir skatt. Þegar núverandi lagaákvæði um hækkun lífeyris var innleitt kom fram í athugasemdum við lagafrumvarpið að verðlagsmiðlun ráði, þ.e. ef verðlagshækkun er meiri en hækkun launa. Síðustu ár hafa laun hækkað umfram verðlag. Í því samhengi hefur launavísitalan hækkað um 13,4% frá janúar 2013. Á sama tíma hefur einungis verið tekið mið af verðlagshækkunum við ákvarðanir um hækkun lífeyris almannatrygginga. Að lifa á lífeyri eða? Formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í grein í Morgunblaðinu þann 9. apríl 2013 að hætt verði skerðingum vegna greiðslna ellilífeyris, krónu á móti krónu og hann leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem hafa orðið á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) var ályktað að hækka þyrfti lífeyri almannatrygginga um 129.000 kr. á mánuði þannig að lágmarkslífeyrir verði 321.000 kr. á mánuði. ÖBÍ tekur undir kröfu FEB um hækkun lífeyris almannatrygginga, þannig að hægt sé að lifa á lífeyri. Lofa, lofa, lofa Í svari Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja verði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að hagur ríkisins hafi vænkast og lofað að leiðrétta kjaragliðnun lífeyrisþega. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir svigrúm vera til hækkunar launa en ríkið er einnig launagreiðandi og greiðandi lífeyris. Í janúar síðastliðnum sagði félags- og húsnæðismálaráðherra að hún telji að aðstæður á vinnumarkaði séu það stöndugar að forsenda sé fyrir hækkun launa. Minna ber á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Tökum höndum saman um batnandi lífsskilyrði í samfélagi fyrir alla.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun