Sögur af illu fólki Sigurjón M. Egilsson skrifar 7. mars 2015 07:00 Daglega eru sagðar fréttir af vondu fólki, illu fólki sem hikar ekki við að ráðast að þeim sem eiga erfitt með að verja sig. Fólkið gerir ótrúlegustu hluti til að hagnast á vondri stöðu annarra. Fréttir eru sagðar af fólki sem jafnvel leggst svo lágt að vekja innihaldslausar vonir hjá fárveikum eða leggur sig hreinlega fram um að kvelja saklaust fólk. Fjölmiðlar eru iðnir við að segja frá, fletta ofan af og benda á fólk, mest karla, sem fer um í leit að varnarlausu og mikið veiku fólki. Í von um að geta talað sig inn á viðkomandi og vakið falsvonir. Allt í þeim tilgangi að geta féflett fólkið. Siðleysið virðist algjört. Í Fréttablaðinu í gær var átakanleg frásögn konu, dóttur manns sem lést af veikindum sínum. Fanti hafði tekist að kveikja vonir hjá þeim deyjandi, með lygum og þvættingi. Þeim dauðvona var vorkunn. Varnir hans og dómgreind réðu ekki við ágang fantsins. Hann lét tilleiðast og fór með hrappinum til Havaí. „Hann var fárveikur þegar hann fór út til Havaí og í engu standi til ferðalaga. Hann stóð ekki í lappirnar […] Mér telst til að meðferðin hafi kostað um milljón krónur.“ Kostnaðurinn varð hins vegar mun meiri því sá veiki lenti á spítala og reikningurinn vegna þess var um tvær milljónir. Til að kóróna vitleysuna tókst hinum illa manni að rugla þann veika svo að hann keypti golfbíl fyrir milligöngu svikahrappsins, viss um að innan skamms yrði hann farinn að leika golf á ný. Auðvitað varð ekki af því. „Hann ríghélt í vonina og reyndi öll ráð,“ sagði dóttir hans. Inn á þetta spila hinir illu. Stöð 2 sagði frá hrikalegu einelti í Setbergsskóla í Hafnarfirði. Sá sem fjöldinn lagðist á kom fram og sagði frá hluta rauna sinna. Hann undraðist hversu lengi vondir krakkar fengu að fara sínu fram án afskipta eða aðkomu skólastjóra eða kennara. Þó öllum væri ljóst hvað var verið að gera var ekki brugðist við. Börn við Setbergsskóla fengu að gera líf drengs að hreinu helvíti. Sem betur reyndist sá sem fyrir varð sterkur í angist sinni, hann lét ekki verða af því að svipta sig lífi, þrátt fyrir vilja til þess. Hagur hans hefur batnað. Nýr kennari hefur haft góð áhrif. Það segir um leið að annað starfsfólk Setbergsskóla lét eineltið, árásirnar, viðgangast. „Þau spörkuðu í mig, kýldu og hrintu mér. Mér var hótað með hníf og þau ætluðu að grýta mig með grjóti,“ sagði drengurinn í viðtali við Stöð 2 og móðir hans sagði: „Þetta voru allir í árganginum, tveir bekkir, sem fóru á eftir honum og tóku af honum myndbönd og sögðust ætla að opna Facebook-síðu til að allur heimurinn gæti séð hvað hann væri ljótur.“ Í lýsingum þeirra kemur fram ótrúleg mannvonska fjöldans gegn einum varnarlausum pilti. Þessi dæmi, þessar sögur af illu fólki eru hreint ótrúlegar. Mannskepnan getur verið grimm og miskunnarlaus. Ábyrgðin er ekki bara gerendanna. Hún er allra nema þolendanna. Illskan er látin viðgangast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun
Daglega eru sagðar fréttir af vondu fólki, illu fólki sem hikar ekki við að ráðast að þeim sem eiga erfitt með að verja sig. Fólkið gerir ótrúlegustu hluti til að hagnast á vondri stöðu annarra. Fréttir eru sagðar af fólki sem jafnvel leggst svo lágt að vekja innihaldslausar vonir hjá fárveikum eða leggur sig hreinlega fram um að kvelja saklaust fólk. Fjölmiðlar eru iðnir við að segja frá, fletta ofan af og benda á fólk, mest karla, sem fer um í leit að varnarlausu og mikið veiku fólki. Í von um að geta talað sig inn á viðkomandi og vakið falsvonir. Allt í þeim tilgangi að geta féflett fólkið. Siðleysið virðist algjört. Í Fréttablaðinu í gær var átakanleg frásögn konu, dóttur manns sem lést af veikindum sínum. Fanti hafði tekist að kveikja vonir hjá þeim deyjandi, með lygum og þvættingi. Þeim dauðvona var vorkunn. Varnir hans og dómgreind réðu ekki við ágang fantsins. Hann lét tilleiðast og fór með hrappinum til Havaí. „Hann var fárveikur þegar hann fór út til Havaí og í engu standi til ferðalaga. Hann stóð ekki í lappirnar […] Mér telst til að meðferðin hafi kostað um milljón krónur.“ Kostnaðurinn varð hins vegar mun meiri því sá veiki lenti á spítala og reikningurinn vegna þess var um tvær milljónir. Til að kóróna vitleysuna tókst hinum illa manni að rugla þann veika svo að hann keypti golfbíl fyrir milligöngu svikahrappsins, viss um að innan skamms yrði hann farinn að leika golf á ný. Auðvitað varð ekki af því. „Hann ríghélt í vonina og reyndi öll ráð,“ sagði dóttir hans. Inn á þetta spila hinir illu. Stöð 2 sagði frá hrikalegu einelti í Setbergsskóla í Hafnarfirði. Sá sem fjöldinn lagðist á kom fram og sagði frá hluta rauna sinna. Hann undraðist hversu lengi vondir krakkar fengu að fara sínu fram án afskipta eða aðkomu skólastjóra eða kennara. Þó öllum væri ljóst hvað var verið að gera var ekki brugðist við. Börn við Setbergsskóla fengu að gera líf drengs að hreinu helvíti. Sem betur reyndist sá sem fyrir varð sterkur í angist sinni, hann lét ekki verða af því að svipta sig lífi, þrátt fyrir vilja til þess. Hagur hans hefur batnað. Nýr kennari hefur haft góð áhrif. Það segir um leið að annað starfsfólk Setbergsskóla lét eineltið, árásirnar, viðgangast. „Þau spörkuðu í mig, kýldu og hrintu mér. Mér var hótað með hníf og þau ætluðu að grýta mig með grjóti,“ sagði drengurinn í viðtali við Stöð 2 og móðir hans sagði: „Þetta voru allir í árganginum, tveir bekkir, sem fóru á eftir honum og tóku af honum myndbönd og sögðust ætla að opna Facebook-síðu til að allur heimurinn gæti séð hvað hann væri ljótur.“ Í lýsingum þeirra kemur fram ótrúleg mannvonska fjöldans gegn einum varnarlausum pilti. Þessi dæmi, þessar sögur af illu fólki eru hreint ótrúlegar. Mannskepnan getur verið grimm og miskunnarlaus. Ábyrgðin er ekki bara gerendanna. Hún er allra nema þolendanna. Illskan er látin viðgangast.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun