Siðblinda í lífeyrissjóðum Ólafur Hauksson skrifar 4. mars 2015 00:00 Það lýsir undarlegri siðblindu að lífeyrissjóðir skuli telja sjálfsagt og eðlilegt að skipa menn með óviðfelldinn bakgrunn í stjórnir fyrirtækja í þeirra eigu. Fyrrum yfirlögfræðingur óþokkafyrirtækisins Dróma er fulltrúi lífeyrissjóðs verslunarmanna í Tryggingamiðstöðinni. Fyrrum forstjóri Icelandair, sem beitti sér ólöglega gegn samkeppni í millilandaflugi, er stjórnarformaður Icelandair Group í boði lífeyrissjóðanna sem eiga fyrirtækið. Svo virðist sem það þyki sjálfsagt af hálfu lífeyrissjóða að velja þessa menn til trúnaðarstarfa, þrátt fyrir að þeir hafi með störfum sínum beitt sér gegn hagsmunum fólksins sem borgar í þessa sömu lífeyrissjóði.Ósóminn úr Dróma Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig Drómi gekk í skrokk á fyrrum viðskiptavinum Spron og Frjálsa. Drómi skar sig úr með ógeðfelldum innheimtuaðgerðum enda fór svo að fyrirtækið var lagt niður. Núna situr fyrrum yfirlögfræðingur Dróma í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar sem fulltrúi fólksins sem Drómi þjösnaðist á. Lífeyrissjóðirnir sem eiga Icelandair Group hafa um árabil kosið fyrrum forstjóra Icelandair sem stjórnarformann fyrirtækisins. Fyrir þremur árum var Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, dæmt til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota í forstjóratíð stjórnarformannsins.Gegn hagsmunum almennings Sektin var samt ekki það alvarlegasta. Þessi fyrrum forstjóri Icelandair vann beint gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna með samkeppnislagabrotunum. Undir stjórn hans misnotaði Icelandair markaðsráðandi stöðu sína til að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi. Fyrirtækið fórnaði yfir 20 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Icelandair forstjórans vildi ekki að almenningur nyti samkeppni og lægri flugfargjalda í ferðum til útlanda. Siðblindingjarnir í lífeyrissjóðunum láta sér fátt um finnast. Þrátt fyrir lögbrotin, 80 milljóna króna sektina og hrikalegt tekjutapið er forstjóranum fyrrverandi lyft á stall stjórnarformanns.Fylgir lesblinda siðblindu? Það er grátbroslegt í þessu samhengi að lífeyrissjóðirnir hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráður þeirra er samfélagsleg ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Halda mætti að lesblinda fylgdi siðblindu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það lýsir undarlegri siðblindu að lífeyrissjóðir skuli telja sjálfsagt og eðlilegt að skipa menn með óviðfelldinn bakgrunn í stjórnir fyrirtækja í þeirra eigu. Fyrrum yfirlögfræðingur óþokkafyrirtækisins Dróma er fulltrúi lífeyrissjóðs verslunarmanna í Tryggingamiðstöðinni. Fyrrum forstjóri Icelandair, sem beitti sér ólöglega gegn samkeppni í millilandaflugi, er stjórnarformaður Icelandair Group í boði lífeyrissjóðanna sem eiga fyrirtækið. Svo virðist sem það þyki sjálfsagt af hálfu lífeyrissjóða að velja þessa menn til trúnaðarstarfa, þrátt fyrir að þeir hafi með störfum sínum beitt sér gegn hagsmunum fólksins sem borgar í þessa sömu lífeyrissjóði.Ósóminn úr Dróma Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig Drómi gekk í skrokk á fyrrum viðskiptavinum Spron og Frjálsa. Drómi skar sig úr með ógeðfelldum innheimtuaðgerðum enda fór svo að fyrirtækið var lagt niður. Núna situr fyrrum yfirlögfræðingur Dróma í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar sem fulltrúi fólksins sem Drómi þjösnaðist á. Lífeyrissjóðirnir sem eiga Icelandair Group hafa um árabil kosið fyrrum forstjóra Icelandair sem stjórnarformann fyrirtækisins. Fyrir þremur árum var Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, dæmt til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota í forstjóratíð stjórnarformannsins.Gegn hagsmunum almennings Sektin var samt ekki það alvarlegasta. Þessi fyrrum forstjóri Icelandair vann beint gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna með samkeppnislagabrotunum. Undir stjórn hans misnotaði Icelandair markaðsráðandi stöðu sína til að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi. Fyrirtækið fórnaði yfir 20 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Icelandair forstjórans vildi ekki að almenningur nyti samkeppni og lægri flugfargjalda í ferðum til útlanda. Siðblindingjarnir í lífeyrissjóðunum láta sér fátt um finnast. Þrátt fyrir lögbrotin, 80 milljóna króna sektina og hrikalegt tekjutapið er forstjóranum fyrrverandi lyft á stall stjórnarformanns.Fylgir lesblinda siðblindu? Það er grátbroslegt í þessu samhengi að lífeyrissjóðirnir hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráður þeirra er samfélagsleg ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Halda mætti að lesblinda fylgdi siðblindu.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun