Farðaði ofurfyrirsætu fyrir Chanel samkomu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 09:30 Ísak Freyr og Isabel Fontana. Vísir Förðunarmeistarinn Ísak Freyr Helgason fékk þann heiður að farða ofurfyrirsætuna Isabel Fontana á mánudag. Tilefnið var Chanel-partí á vegum Karls Lagerfeld í tilefni af London Fashion Week. „Ég er að sjá um hana yfir tískuvikuna í London,“ segir Ísak. Verkefnið fékk hann í gegnum fyrirsætuskrifstofuna NEXT Modelling Agency. „Það er búið að vera ótrúlega fyndið og skemmtilegt að vinna með henni. Hún er búin að vera alveg tryllt í það að reyna að gera eins skrítin lúkk og hægt er,“ segir Ísak og bætir við: „Ég hef samt reynt að fara milliveginn og gera þetta meira klæðilegt. Hún er alveg æðisleg, algjört yndi.“ Ísak er langt frá því að vera óvanur í að farða stjörnurnar en hann hefur meðal annars farðað ofurfyrirsætuna Cara Delevingne, Suki Waterhouse og Victoria's Secret-fyrirsætuna Ana Barros. „Það er líka skemmtilegt því mér finnst svo sjúklega skemmtilegt að komast með penslana í andlitið á fyrirsætum, frekar en öðrum stjörnum,“ segir hann. Í kjölfar samstarfsins við Fontana á mánudag hefur Ísak fengið tilboð um að fara til Parísar á tískuvikuna þar, en hún er ein stærsta og virðulegasta tískuvikan. „Þetta er ekki alveg komið á hreint og ég er í smá viðræðum við þau akkúrat núna,“ segir hann Fram undan er nóg að gera hjá Ísak. Dagurinn var fullskipaður auk þess sem hann var að farða fyrir Style Awards sem fóru fram í gærkvöldi. „Ég kem svo til Íslands fyrir RFF en þar er ég að sjá um lúkkið fyrir Hildi Yeoman,“ segir hann. Isabel er fædd 4. júlí 1983 í Brasilíu. 16 ára sat hún fyrir hjá Victoria’s Secret, sem vakti mikla umræðu vegna þess hve ung hún var. 2004 var hún á forsíðu septemberútgáfu bandaríska Vogue. Hún hefur verið andlit hjá stærstu tískufyrirtækjum heims eins og Chanel, Versace, Dolce and Gabbana og Oscar de la Renta. Lengi var hún andlit snyrtivörurisans L’Oréal. RFF Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Förðunarmeistarinn Ísak Freyr Helgason fékk þann heiður að farða ofurfyrirsætuna Isabel Fontana á mánudag. Tilefnið var Chanel-partí á vegum Karls Lagerfeld í tilefni af London Fashion Week. „Ég er að sjá um hana yfir tískuvikuna í London,“ segir Ísak. Verkefnið fékk hann í gegnum fyrirsætuskrifstofuna NEXT Modelling Agency. „Það er búið að vera ótrúlega fyndið og skemmtilegt að vinna með henni. Hún er búin að vera alveg tryllt í það að reyna að gera eins skrítin lúkk og hægt er,“ segir Ísak og bætir við: „Ég hef samt reynt að fara milliveginn og gera þetta meira klæðilegt. Hún er alveg æðisleg, algjört yndi.“ Ísak er langt frá því að vera óvanur í að farða stjörnurnar en hann hefur meðal annars farðað ofurfyrirsætuna Cara Delevingne, Suki Waterhouse og Victoria's Secret-fyrirsætuna Ana Barros. „Það er líka skemmtilegt því mér finnst svo sjúklega skemmtilegt að komast með penslana í andlitið á fyrirsætum, frekar en öðrum stjörnum,“ segir hann. Í kjölfar samstarfsins við Fontana á mánudag hefur Ísak fengið tilboð um að fara til Parísar á tískuvikuna þar, en hún er ein stærsta og virðulegasta tískuvikan. „Þetta er ekki alveg komið á hreint og ég er í smá viðræðum við þau akkúrat núna,“ segir hann Fram undan er nóg að gera hjá Ísak. Dagurinn var fullskipaður auk þess sem hann var að farða fyrir Style Awards sem fóru fram í gærkvöldi. „Ég kem svo til Íslands fyrir RFF en þar er ég að sjá um lúkkið fyrir Hildi Yeoman,“ segir hann. Isabel er fædd 4. júlí 1983 í Brasilíu. 16 ára sat hún fyrir hjá Victoria’s Secret, sem vakti mikla umræðu vegna þess hve ung hún var. 2004 var hún á forsíðu septemberútgáfu bandaríska Vogue. Hún hefur verið andlit hjá stærstu tískufyrirtækjum heims eins og Chanel, Versace, Dolce and Gabbana og Oscar de la Renta. Lengi var hún andlit snyrtivörurisans L’Oréal.
RFF Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira