Sverrir og Petrúnella eru pottþétt bikartvenna Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2015 08:00 Petrúnella Skúladóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir lyfta bikarnum fyrir Grindavík í Höllinni. vísir/Þórdís Grindavík varð bikarmeistari kvenna í körfubolta öðru sinni á laugardaginn þegar liðið lagði nágranna sína í Keflavík, 68-61, í Laugardalshöllinni. Sigur þeirra gulu var sanngjarn og rúmlega það þrátt fyrir að Keflavík átti flotta tilraun til endurkomu í síðasta leikhlutanum. Grindavík mætti margfalt betur stemmdara til leiks og var komið með tíu stiga forystu í hálfleik, 40-30. Sú forysta var orðin 20 stig, 62-42, fyrir síðasta leikhlutann og sigurinn nánast í höfn.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-61 | Grindavík bikarmeistari 2015 En Keflvíkingar gefast aldrei upp og fór eflaust um öfluga, gulklædda stuðningsmenn Grindavíkur í stúkunni þegar Keflavíkurstúlkur minnkuðu muninn í fimm stig, 66-61, þegar 20 sekúndur voru eftir. Þá gerði Grindavík það eina rétta og setti sigurvegarann Pálínu Gunnlaugsdóttur á línuna. Hún hitti úr báðum vítunum og gekk frá leiknum. Bikarinn til Grindavíkur í annað sinn. Grindavík skoraði ekki nema sex stig í fjórða leikhluta sem það tapaði, 19-6, en liðið lagði grunninn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhluta þar sem Keflavíkurliðið gat ekki keypt sér körfu. Þriggja stiga nýting liðsins í heildina er eflaust einhvers konar Evrópumet, en það hitti aðeins úr sex prósent skota sinna fyrir utan teiginn.Petrúnella Skúladóttir átti stórleik.vísir/þórdísPopp og kók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var í Höllinni fjórða árið í röð. Hann stýrði karlaliði Grindavíkur í fyrra og árið þar áður í bikarúrslitum, en varð bikarmeistari sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur árið 2012. „Þetta var frábær sigur og það var gaman að sjá hversu grimmar og einbeittar stelpurnar mættu til leiks og við höfðum mjög gaman af þessu,“ sagði Sverrir eftir leik.Sjá einnig:Grindavík bikarmeistari í annað sinn | Myndaveisla „Það voru margar sem lögðu hönd á plóg og við erum þannig lið. Þegar við gerum hlutina hver í sínu horni höfum við verið í tómu tjóni og tapað. En þegar við gerum hlutina saman erum við með feykilega gott lið.“ Þegar Sverrir vann með Njarðvík fyrir þremur árum var Petrúnella Skúladóttir í liði Njarðvíkur og skoraði 18 stig. Hún var vitskuld með Grindavík á laugardaginn og skoraði 17 stig og tók tíu fráköst. Fyrir þá frammistöðu var hún kjörin besti leikmaður leiksins. Sverrir og Petrúnella eru pottþétt tvenna, bara eins og popp og kók, þegar kemur að bikarúrslitum. Þau eru eina þjálfara- og leikmannstvennan sem hefur orðið bikarmeistari saman með tveimur mismunandi liðum. „Við erum himinlifandi,“ sagði besti leikmaður leiksins við Fréttablaðið eftir leik. „Ég held að vilji og frábær vörn hafi verið lykillinn að þessum sigri.“ Hún viðurkennir að liðið hafi verið orðið aðeins of sigurvisst í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski orðnar full sigurvissar í fjórða leikhlutanum. Eðlilega þá dregur aðeins úr liðinu, en þetta var orðið óþarflega tæpt.“Pálína er búin að vinna fimm bikarmeistaratitla með þremur liðum í sjö tilranum.vísir/þórdísSigur með þriðja liðinu Pálína Gunnlaugsdóttir undirstrikaði einnig á laugardaginn hversu mikill sigurvegari hún er. Hún vann bikarmeistaratitilinn með þriðja liðinu á ferlinum; hafði áður gert það tvívegis með Keflavík og Haukum. Hún er sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég er ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt í þessu. Að fá að spila fyrir fullri höll, þvílík mæting hjá stuðningsmönnum Grindavíkur og ég er bara mjög þakklát og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði sigurreif Pálína Gunnlaugsdóttir eftir leik.Bikarmeistaraliðið 2015.vísir/þórdís Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Grindavík varð bikarmeistari kvenna í körfubolta öðru sinni á laugardaginn þegar liðið lagði nágranna sína í Keflavík, 68-61, í Laugardalshöllinni. Sigur þeirra gulu var sanngjarn og rúmlega það þrátt fyrir að Keflavík átti flotta tilraun til endurkomu í síðasta leikhlutanum. Grindavík mætti margfalt betur stemmdara til leiks og var komið með tíu stiga forystu í hálfleik, 40-30. Sú forysta var orðin 20 stig, 62-42, fyrir síðasta leikhlutann og sigurinn nánast í höfn.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-61 | Grindavík bikarmeistari 2015 En Keflvíkingar gefast aldrei upp og fór eflaust um öfluga, gulklædda stuðningsmenn Grindavíkur í stúkunni þegar Keflavíkurstúlkur minnkuðu muninn í fimm stig, 66-61, þegar 20 sekúndur voru eftir. Þá gerði Grindavík það eina rétta og setti sigurvegarann Pálínu Gunnlaugsdóttur á línuna. Hún hitti úr báðum vítunum og gekk frá leiknum. Bikarinn til Grindavíkur í annað sinn. Grindavík skoraði ekki nema sex stig í fjórða leikhluta sem það tapaði, 19-6, en liðið lagði grunninn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhluta þar sem Keflavíkurliðið gat ekki keypt sér körfu. Þriggja stiga nýting liðsins í heildina er eflaust einhvers konar Evrópumet, en það hitti aðeins úr sex prósent skota sinna fyrir utan teiginn.Petrúnella Skúladóttir átti stórleik.vísir/þórdísPopp og kók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var í Höllinni fjórða árið í röð. Hann stýrði karlaliði Grindavíkur í fyrra og árið þar áður í bikarúrslitum, en varð bikarmeistari sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur árið 2012. „Þetta var frábær sigur og það var gaman að sjá hversu grimmar og einbeittar stelpurnar mættu til leiks og við höfðum mjög gaman af þessu,“ sagði Sverrir eftir leik.Sjá einnig:Grindavík bikarmeistari í annað sinn | Myndaveisla „Það voru margar sem lögðu hönd á plóg og við erum þannig lið. Þegar við gerum hlutina hver í sínu horni höfum við verið í tómu tjóni og tapað. En þegar við gerum hlutina saman erum við með feykilega gott lið.“ Þegar Sverrir vann með Njarðvík fyrir þremur árum var Petrúnella Skúladóttir í liði Njarðvíkur og skoraði 18 stig. Hún var vitskuld með Grindavík á laugardaginn og skoraði 17 stig og tók tíu fráköst. Fyrir þá frammistöðu var hún kjörin besti leikmaður leiksins. Sverrir og Petrúnella eru pottþétt tvenna, bara eins og popp og kók, þegar kemur að bikarúrslitum. Þau eru eina þjálfara- og leikmannstvennan sem hefur orðið bikarmeistari saman með tveimur mismunandi liðum. „Við erum himinlifandi,“ sagði besti leikmaður leiksins við Fréttablaðið eftir leik. „Ég held að vilji og frábær vörn hafi verið lykillinn að þessum sigri.“ Hún viðurkennir að liðið hafi verið orðið aðeins of sigurvisst í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski orðnar full sigurvissar í fjórða leikhlutanum. Eðlilega þá dregur aðeins úr liðinu, en þetta var orðið óþarflega tæpt.“Pálína er búin að vinna fimm bikarmeistaratitla með þremur liðum í sjö tilranum.vísir/þórdísSigur með þriðja liðinu Pálína Gunnlaugsdóttir undirstrikaði einnig á laugardaginn hversu mikill sigurvegari hún er. Hún vann bikarmeistaratitilinn með þriðja liðinu á ferlinum; hafði áður gert það tvívegis með Keflavík og Haukum. Hún er sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég er ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt í þessu. Að fá að spila fyrir fullri höll, þvílík mæting hjá stuðningsmönnum Grindavíkur og ég er bara mjög þakklát og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði sigurreif Pálína Gunnlaugsdóttir eftir leik.Bikarmeistaraliðið 2015.vísir/þórdís
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins