Endurtekur Stjarnan leikinn frá 2009? Tómas Þór Þórðarson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2015 07:00 Fulltrúar liðanna fjögurra sem keppa í Laugardalshöll í dag. Vísir/Stefán Bikarúrslitadagur er runninn upp í körfuboltanum. Í dag verða bikarmeistarar krýndir í Laugardalshöll þar sem Keflavík og Grindavík mætast í kvennaflokki og KR og Stjarnan í karlaflokki. Kvennaleikurinn fer fram klukkan 13.30 og karlaleikurinn klukkan 16.00. Fastlega er búist við sigri KR hjá körlunum eins og spáin hér til hliðar gefur til kynna. Liðið hefur drottnað yfir Dominos-deildinni í vetur og verið nær ósigrandi. KR-liðið var einnig óárennilegt árið 2009 þegar Stjarnan vann einn óvæntasta bikarsigur sögunnar gegn Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum. Það er því ekkert bókað fyrir fram. Spennan ætti að vera meiri í kvennaleiknum. Þrír spekingar Fréttablaðsins spá Grindavík sigri og þrír Keflavík sigri, en Keflvíkingar eiga í smá meiðslavandræðum. Carmen Tyson-Thomas, bandarískur leikmaður Keflavíkur, er meidd og verður líklega ekki með. KR hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari frá og með 2002, en liðið vann tvöfalt árið 2011. Þjálfari liðsins þá var Hrafn Kristjánsson sem þjálfar Stjörnumenn í dag. Stjörnumenn eru vafalítið fegnir að vera með hann í sínu liði. Stjörnumenn urðu árið 2013 fjórða félagið til að vinna tvo fyrstu bikarúrslitaleikina í sögu félagsins en hin eru KR, Haukar og Grindavík. Stjarnan á með sigri möguleika á að komast í hóp með KR og Grindavík sem unnu fyrstu þrjá úrslitaleikina sína. Aðeins þrír leikmenn KR sem urðu bikarmeistarar árið 2011 verða með liðinu í úrslitaleiknum í ár en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. Svo skemmtilega vill til að það eru jafnmargir í Stjörnuliðinu í dag sem tóku þátt í þessum bikarsigri Vesturbæinga fyrir fjórum árum. Ágúst Angantýsson og Jón Orri Kristjánsson léku þá báðir með KR-liðinu í úrslitaleiknum og Hrafn Kristjánsson var þjálfari KR á þeim tíma. Kvennalið Grindavíkur mætir í Höllina með ása uppi í erminni því innan liðsins eru fjórir sem hafa orðið bikarmeistarar með Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir (2011 og 2013), María Ben Erlingsdóttir (2004) og Ingibjörg Jakobsdóttir (2011) hafa allar orðið bikarmeistarar með Keflavíkurliðinu og þjálfarinn, Sverrir Þór Sverrisson, vann bikarinn líka tvisvar sinnum sem leikmaður Keflavíkur. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, hefur verið fastagestur á bikarúrslitahelginni undanfarin ár en hann er nú kominn með lið í Höllina fjórða árið í röð. Sverrir Þór gerði karlalið Grindavíkur að bikarmeisturum í fyrra og fór einnig með Grindavíkurliðið í úrslitaleikinn árið áður þar sem Grindvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni. Árið þar áður varð hann bikarmeistari með kvennalið Njarðvíkur. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Bikarúrslitadagur er runninn upp í körfuboltanum. Í dag verða bikarmeistarar krýndir í Laugardalshöll þar sem Keflavík og Grindavík mætast í kvennaflokki og KR og Stjarnan í karlaflokki. Kvennaleikurinn fer fram klukkan 13.30 og karlaleikurinn klukkan 16.00. Fastlega er búist við sigri KR hjá körlunum eins og spáin hér til hliðar gefur til kynna. Liðið hefur drottnað yfir Dominos-deildinni í vetur og verið nær ósigrandi. KR-liðið var einnig óárennilegt árið 2009 þegar Stjarnan vann einn óvæntasta bikarsigur sögunnar gegn Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum. Það er því ekkert bókað fyrir fram. Spennan ætti að vera meiri í kvennaleiknum. Þrír spekingar Fréttablaðsins spá Grindavík sigri og þrír Keflavík sigri, en Keflvíkingar eiga í smá meiðslavandræðum. Carmen Tyson-Thomas, bandarískur leikmaður Keflavíkur, er meidd og verður líklega ekki með. KR hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari frá og með 2002, en liðið vann tvöfalt árið 2011. Þjálfari liðsins þá var Hrafn Kristjánsson sem þjálfar Stjörnumenn í dag. Stjörnumenn eru vafalítið fegnir að vera með hann í sínu liði. Stjörnumenn urðu árið 2013 fjórða félagið til að vinna tvo fyrstu bikarúrslitaleikina í sögu félagsins en hin eru KR, Haukar og Grindavík. Stjarnan á með sigri möguleika á að komast í hóp með KR og Grindavík sem unnu fyrstu þrjá úrslitaleikina sína. Aðeins þrír leikmenn KR sem urðu bikarmeistarar árið 2011 verða með liðinu í úrslitaleiknum í ár en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. Svo skemmtilega vill til að það eru jafnmargir í Stjörnuliðinu í dag sem tóku þátt í þessum bikarsigri Vesturbæinga fyrir fjórum árum. Ágúst Angantýsson og Jón Orri Kristjánsson léku þá báðir með KR-liðinu í úrslitaleiknum og Hrafn Kristjánsson var þjálfari KR á þeim tíma. Kvennalið Grindavíkur mætir í Höllina með ása uppi í erminni því innan liðsins eru fjórir sem hafa orðið bikarmeistarar með Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir (2011 og 2013), María Ben Erlingsdóttir (2004) og Ingibjörg Jakobsdóttir (2011) hafa allar orðið bikarmeistarar með Keflavíkurliðinu og þjálfarinn, Sverrir Þór Sverrisson, vann bikarinn líka tvisvar sinnum sem leikmaður Keflavíkur. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, hefur verið fastagestur á bikarúrslitahelginni undanfarin ár en hann er nú kominn með lið í Höllina fjórða árið í röð. Sverrir Þór gerði karlalið Grindavíkur að bikarmeisturum í fyrra og fór einnig með Grindavíkurliðið í úrslitaleikinn árið áður þar sem Grindvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni. Árið þar áður varð hann bikarmeistari með kvennalið Njarðvíkur.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira