Þar rímar saman hljóð og mynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 11:30 „Við erum að mæla allt út,“ segir Tumi sem var í óðaönn að koma fyrir græjum í Hafnarborg þegar myndin var tekin. Vísir/GVA „Við erum að mæla allt út, stillingarnar þurfa að vera nákvæmar,“ segir Tumi Magnússon þar sem hann er að setja upp vídeóskerma í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar opnar hann sýningu á morgun, laugardag, klukkan 15. Hún nefnist Largo Presto og einkennist af hljóðum og hreyfingu. Tumi kveðst oft hafa sett upp vídeósýningar áður en þessi sé sú stærsta, með átta skjáum. Myndefnið gefur allt frá sér takt eða síbreytilega takta, enda sýningin eiginlega eins mikið hljóðverk og myndverk, að sögn listamannsins sem ekki vill skemma upplifun sýningargesta með of miklum útskýringum. Hann er þekktur fyrir að vinna með hversdagslega hluti eða athafnir sem hann sýnir ekki á hversdagslegan hátt, heldur með næmi og hárfínum húmor. Sýningin er í efri sal Hafnarborgar. Hluti hennar er prentaðar ljósmyndir og þar kemur líka hraði inn í, en á annan hátt en í vídeóinnsetningunni. Tumi hefur búið í Danmörku í tíu ár ásamt konu sinni, Ráðhildi Ingadóttur myndlistarkonu. Hann segir þau koma til Íslands á sumrin og dvelja þá mest á Seyðisfirði. Þar sé gott að vera, „fallegur staður, gróska og gott andrúmsloft,“ eins og hann orðar það. En hvernig finnst honum að vera heima á þorranum? „Mér finnst það frábært,“ segir hann sannfærandi. „Hressandi að lenda í byl þótt eflaust geti það orðið leiðigjarnt.“ Hann kveðst eiga eftir að finna stað fyrir sýninguna Largo Presto í Danmörku en hún fer til Úrúgvæ í haust. Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við erum að mæla allt út, stillingarnar þurfa að vera nákvæmar,“ segir Tumi Magnússon þar sem hann er að setja upp vídeóskerma í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar opnar hann sýningu á morgun, laugardag, klukkan 15. Hún nefnist Largo Presto og einkennist af hljóðum og hreyfingu. Tumi kveðst oft hafa sett upp vídeósýningar áður en þessi sé sú stærsta, með átta skjáum. Myndefnið gefur allt frá sér takt eða síbreytilega takta, enda sýningin eiginlega eins mikið hljóðverk og myndverk, að sögn listamannsins sem ekki vill skemma upplifun sýningargesta með of miklum útskýringum. Hann er þekktur fyrir að vinna með hversdagslega hluti eða athafnir sem hann sýnir ekki á hversdagslegan hátt, heldur með næmi og hárfínum húmor. Sýningin er í efri sal Hafnarborgar. Hluti hennar er prentaðar ljósmyndir og þar kemur líka hraði inn í, en á annan hátt en í vídeóinnsetningunni. Tumi hefur búið í Danmörku í tíu ár ásamt konu sinni, Ráðhildi Ingadóttur myndlistarkonu. Hann segir þau koma til Íslands á sumrin og dvelja þá mest á Seyðisfirði. Þar sé gott að vera, „fallegur staður, gróska og gott andrúmsloft,“ eins og hann orðar það. En hvernig finnst honum að vera heima á þorranum? „Mér finnst það frábært,“ segir hann sannfærandi. „Hressandi að lenda í byl þótt eflaust geti það orðið leiðigjarnt.“ Hann kveðst eiga eftir að finna stað fyrir sýninguna Largo Presto í Danmörku en hún fer til Úrúgvæ í haust.
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira