Aukin stuðningur við börn Skúli Helgason skrifar 11. febrúar 2015 12:00 Meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur ráðist í aðgerðir til að auka stuðning við börn í svokölluðum fjölþættum vanda, en undir hann flokkast alvarlegur geðrænn vandi, hegðunarvandi og vímuefnavandi. Skólastjórar hafa áætlað að í grunnskólum borgarinnar sem telja nærri fjórtán þúsund nemendur glími á þriðja hundruð barna við fjölþættan vanda, sem skólar eiga erfitt með að leysa. Þar af hefur verið áætlað að 30-40 ungmenni séu í vímuefnavanda. Skólar og starfsfólk sérfræðiþjónustu borgarinnar hafa um árabil veitt foreldrum og fagfólki í skólum ráðgjöf vegna hegðunarerfiðleika og annars fjölþætts vanda og í fyrra var fjölgað ráðgjöfum við Brúarskóla sem sérhæfir sig í þjónustu við umrædda nemendur og starfa þeir með grunnskólum í borginni við að leysa úr málum einstakra nemenda. Aðgerðir meirihlutans nú fela í sér að sett verður á fót sérstakt viðbragðsteymi sem mun aðstoða skóla við að leysa úr einstökum málum og velja viðeigandi úrræði. Teymið mun líka hafa viðtækt umboð til að móta og þróa ný úrræði til að mæta vanda umræddra barna og mun sú vinna fara fram í nánu samstarfi við skólastjórnendur, foreldra og fagfólk undir stjórn ráðgjafasviðs Brúarskóla. Þeirri vinnu á að vera lokið fyrir 1. maí næstkomandi. Teymið mun leita samstarfs við Barnaverndarstofu sem hefur m.a. boðið foreldrum úrræði á borð við PMTO Foreldrafærni og svonefnda Fjölkerfameðferð (MST) en tekist hefur að draga verulega úr vímuefnanotkun, afbrotum og ofbeldishegðun þeirra 12-18 ára ungmenna sem fengið hafa þá meðferð. Það er skylda okkar að bæta þjónustu við börn í fjölþættum vanda en jafnframt er mikilvægt að styrkja forvarnarstarf og bjóða foreldrum árangursrík úrræði sem hægt er að beita áður en vandinn verður illviðráðanlegur. Mikill árangur hefur náðst á liðnum árum í að draga úr vímuefnaneyslu unglinga í borginni og má þakka það samstilltu átaki stjórnvalda, skóla, foreldra, forvarnaraðila, þjónustumiðstöðva í hverfum, íþróttafélaga, frístundamiðstöðva og fleiri. En nú er þörf á sams konar breiðfylkingu sem myndar stuðningsnet sem dugar fyrir börn sem eiga í alvarlegum fjölþættum vanda. Það verður mikilvægur prófsteinn á það hvort við stöndum undir nafni sem velferðarsamfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar hefur ráðist í aðgerðir til að auka stuðning við börn í svokölluðum fjölþættum vanda, en undir hann flokkast alvarlegur geðrænn vandi, hegðunarvandi og vímuefnavandi. Skólastjórar hafa áætlað að í grunnskólum borgarinnar sem telja nærri fjórtán þúsund nemendur glími á þriðja hundruð barna við fjölþættan vanda, sem skólar eiga erfitt með að leysa. Þar af hefur verið áætlað að 30-40 ungmenni séu í vímuefnavanda. Skólar og starfsfólk sérfræðiþjónustu borgarinnar hafa um árabil veitt foreldrum og fagfólki í skólum ráðgjöf vegna hegðunarerfiðleika og annars fjölþætts vanda og í fyrra var fjölgað ráðgjöfum við Brúarskóla sem sérhæfir sig í þjónustu við umrædda nemendur og starfa þeir með grunnskólum í borginni við að leysa úr málum einstakra nemenda. Aðgerðir meirihlutans nú fela í sér að sett verður á fót sérstakt viðbragðsteymi sem mun aðstoða skóla við að leysa úr einstökum málum og velja viðeigandi úrræði. Teymið mun líka hafa viðtækt umboð til að móta og þróa ný úrræði til að mæta vanda umræddra barna og mun sú vinna fara fram í nánu samstarfi við skólastjórnendur, foreldra og fagfólk undir stjórn ráðgjafasviðs Brúarskóla. Þeirri vinnu á að vera lokið fyrir 1. maí næstkomandi. Teymið mun leita samstarfs við Barnaverndarstofu sem hefur m.a. boðið foreldrum úrræði á borð við PMTO Foreldrafærni og svonefnda Fjölkerfameðferð (MST) en tekist hefur að draga verulega úr vímuefnanotkun, afbrotum og ofbeldishegðun þeirra 12-18 ára ungmenna sem fengið hafa þá meðferð. Það er skylda okkar að bæta þjónustu við börn í fjölþættum vanda en jafnframt er mikilvægt að styrkja forvarnarstarf og bjóða foreldrum árangursrík úrræði sem hægt er að beita áður en vandinn verður illviðráðanlegur. Mikill árangur hefur náðst á liðnum árum í að draga úr vímuefnaneyslu unglinga í borginni og má þakka það samstilltu átaki stjórnvalda, skóla, foreldra, forvarnaraðila, þjónustumiðstöðva í hverfum, íþróttafélaga, frístundamiðstöðva og fleiri. En nú er þörf á sams konar breiðfylkingu sem myndar stuðningsnet sem dugar fyrir börn sem eiga í alvarlegum fjölþættum vanda. Það verður mikilvægur prófsteinn á það hvort við stöndum undir nafni sem velferðarsamfélag.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun