Er í raun skíthrædd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2015 13:00 „Flytjendur tónlistar eru oft mjög ósnertanlegir en þarna geri ég mig mjög berskjaldaða og set mig í erfiða stöðu,“ segir Berglind María. Vísir/Ernir „Verkið er eins konar samkvæmisleikur sem gengur út á að gestum er boðið að skrifa nótur eða texta á staðnum sem ég spila svo eftir. Ég mun dreifa þar til gerðum blöðum og blýöntum meðal opnunargesta.“ Þannig lýsir Berglind María Tómasdóttir flautuleikari gjörningi sem hún verður með á opnun Myrkra músíkdaga klukkan 17 í dag. Honum verður líka útvarpað á Rás 1. En verður þetta ekki voðalega skrítið? „Jú, vonandi,“ segir Berglind hlæjandi. „Ég er að sameina höfunda og flytjanda sem venjulega eru aðskildir. Nú mætumst við á miðri leið. Flytjendur tónlistar eru oft mjög ósnertanlegir en þarna geri ég mig mjög berskjaldaða og set mig í erfiða stöðu. Ég er í rauninni skíthrædd.“ Berglind segir vel þegið að einhver undirbúi sig en hún sé þó ekki síst að vinna með augnablikið. Hún muni aldrei spila nema einhvers konar nálgun á því sem tónskáldin skrifi. „Það er mikið gert af því í nútímatónlist að skrifa eitthvað sem er óspilanlegt af því verið er að leita eftir nálgun spilarans og líka því að erfiðið skíni í gegn,“ útskýrir hún. Berglind kveðst hafa verið að láta útbúa póstkort sem séu auð öðrum megin og með nótnastrengi hinum megin. „Fólk má skrifa texta eða hvað sem er. Það er opið túlkunaratriði hvað það þýðir. Svo ætla ég að halda kortunum til haga og sýna þau enda eru þau ekki síður áhugavert verk en flutningurinn.“ Spurð hvort hún ætlist til að tónskáldin merki sér kortin svarar Berglind: „Það er bara undir þeim komið. Þau eru náttúrlega að ganga inn í þennan gjörning en kannski er gaman fyrir framtíðina að hafa spjöldin merkt.“ Hún segir hægt að skrifa endalaus verk á lítil póstkort. „Það er hægt að biðja hljóðfæraleikarann að endurtaka eitthvað út í það óendanlega,“ bendir hún á en býst samt ekki við að gjörningurinn standi til eilífðarnóns. „Hátíðin verður sett klukkan fimm og ég gef tónskáldunum hálftíma til að semja. Um hálf sex mun ég byrja að spila og reikna með að það taki um kortér.“Dagskrá Myrkra músíkdaga í Hörpunni er á þessa leið í dag:Klukkan 17.00 Setning.Klukkan 19.30 í Eldborgarsal Meistarataktar. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Leif Þórarinsson og Hilmar Þórðarson. Einleikarar eru Sigrún Eðvaldsdóttir og Hávarður Tryggvason. Stjórnandi er Petri Sakari.Klukkan 22 í Kaldalóni Raftónleikar. Verk eftir Lydíu Grétarsdóttur, Camillu Söderberg, Kristínu Lárusdóttur, Tomas Manoury, Úlf Eldjárn og Þórönnu Björnsdóttur. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Verkið er eins konar samkvæmisleikur sem gengur út á að gestum er boðið að skrifa nótur eða texta á staðnum sem ég spila svo eftir. Ég mun dreifa þar til gerðum blöðum og blýöntum meðal opnunargesta.“ Þannig lýsir Berglind María Tómasdóttir flautuleikari gjörningi sem hún verður með á opnun Myrkra músíkdaga klukkan 17 í dag. Honum verður líka útvarpað á Rás 1. En verður þetta ekki voðalega skrítið? „Jú, vonandi,“ segir Berglind hlæjandi. „Ég er að sameina höfunda og flytjanda sem venjulega eru aðskildir. Nú mætumst við á miðri leið. Flytjendur tónlistar eru oft mjög ósnertanlegir en þarna geri ég mig mjög berskjaldaða og set mig í erfiða stöðu. Ég er í rauninni skíthrædd.“ Berglind segir vel þegið að einhver undirbúi sig en hún sé þó ekki síst að vinna með augnablikið. Hún muni aldrei spila nema einhvers konar nálgun á því sem tónskáldin skrifi. „Það er mikið gert af því í nútímatónlist að skrifa eitthvað sem er óspilanlegt af því verið er að leita eftir nálgun spilarans og líka því að erfiðið skíni í gegn,“ útskýrir hún. Berglind kveðst hafa verið að láta útbúa póstkort sem séu auð öðrum megin og með nótnastrengi hinum megin. „Fólk má skrifa texta eða hvað sem er. Það er opið túlkunaratriði hvað það þýðir. Svo ætla ég að halda kortunum til haga og sýna þau enda eru þau ekki síður áhugavert verk en flutningurinn.“ Spurð hvort hún ætlist til að tónskáldin merki sér kortin svarar Berglind: „Það er bara undir þeim komið. Þau eru náttúrlega að ganga inn í þennan gjörning en kannski er gaman fyrir framtíðina að hafa spjöldin merkt.“ Hún segir hægt að skrifa endalaus verk á lítil póstkort. „Það er hægt að biðja hljóðfæraleikarann að endurtaka eitthvað út í það óendanlega,“ bendir hún á en býst samt ekki við að gjörningurinn standi til eilífðarnóns. „Hátíðin verður sett klukkan fimm og ég gef tónskáldunum hálftíma til að semja. Um hálf sex mun ég byrja að spila og reikna með að það taki um kortér.“Dagskrá Myrkra músíkdaga í Hörpunni er á þessa leið í dag:Klukkan 17.00 Setning.Klukkan 19.30 í Eldborgarsal Meistarataktar. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Leif Þórarinsson og Hilmar Þórðarson. Einleikarar eru Sigrún Eðvaldsdóttir og Hávarður Tryggvason. Stjórnandi er Petri Sakari.Klukkan 22 í Kaldalóni Raftónleikar. Verk eftir Lydíu Grétarsdóttur, Camillu Söderberg, Kristínu Lárusdóttur, Tomas Manoury, Úlf Eldjárn og Þórönnu Björnsdóttur.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira