Fögnum nýju ári með söngaríum og freyðivíni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2015 16:00 Sveitin Elektra er orðin leikskólabarn og er alveg að detta í að verða grunnskólabarn,“ segir Ástríður Alda sem er lengst til hægri á myndinni. Mynd/Spessi „Við munum flytja efnisskrá sem höfðar til fjölbreytts hóps áheyrenda og fagna nýju ári á eftir með freyðivíni, kaffi og meððí,“ segir Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari. Hún er í sveitinni Elektra Ensemble sem verður með nýárstónleika á Kjarvalsstöðum á morgun, sunnudag klukkan 20. Ástríður Alda segir þá orðna að föstum lið í byrjun árs. „Þetta eru alltaf vinsælustu tónleikarnir okkar,“ segir hún glaðlega. Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona syngur með sveitinni að þessu sinni. Hún mun flytja vinsæl lög og aríur úr óperettum og söngleikjum eftir Johann Strauss, Luigi Arditi, George Gershwin, Kurt Weill og Leonard Bernstein. „Þetta er í fyrsta skipti sem Hallveig syngur með okkur, hún er alveg stórkostleg í þessu prógrammi og við unnum það í samstarfi við hana,“ segir Ástríður Alda og kveðst lofa góðum tónleikum. Elektra Ensemble var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar árið 2009 og gekk í kjölfarið til samstarfs við Listasafn Reykjavíkur um tónleikaröð á Kjarvalsstöðum. „Elektra er orðin leikskólabarn og er alveg að detta í að verða grunnskólabarn,“ segir Ástríður Alda hlæjandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld. Flytjendur ásamt Hallveigu og Ástríði Öldu eru Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Rúnar Óskarsson klarínettuleikari, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari. Almennt miðaverð er 2.500, en 2000 krónur fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við munum flytja efnisskrá sem höfðar til fjölbreytts hóps áheyrenda og fagna nýju ári á eftir með freyðivíni, kaffi og meððí,“ segir Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari. Hún er í sveitinni Elektra Ensemble sem verður með nýárstónleika á Kjarvalsstöðum á morgun, sunnudag klukkan 20. Ástríður Alda segir þá orðna að föstum lið í byrjun árs. „Þetta eru alltaf vinsælustu tónleikarnir okkar,“ segir hún glaðlega. Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona syngur með sveitinni að þessu sinni. Hún mun flytja vinsæl lög og aríur úr óperettum og söngleikjum eftir Johann Strauss, Luigi Arditi, George Gershwin, Kurt Weill og Leonard Bernstein. „Þetta er í fyrsta skipti sem Hallveig syngur með okkur, hún er alveg stórkostleg í þessu prógrammi og við unnum það í samstarfi við hana,“ segir Ástríður Alda og kveðst lofa góðum tónleikum. Elektra Ensemble var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar árið 2009 og gekk í kjölfarið til samstarfs við Listasafn Reykjavíkur um tónleikaröð á Kjarvalsstöðum. „Elektra er orðin leikskólabarn og er alveg að detta í að verða grunnskólabarn,“ segir Ástríður Alda hlæjandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld. Flytjendur ásamt Hallveigu og Ástríði Öldu eru Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Rúnar Óskarsson klarínettuleikari, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari. Almennt miðaverð er 2.500, en 2000 krónur fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira