Fögnum nýju ári með söngaríum og freyðivíni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2015 16:00 Sveitin Elektra er orðin leikskólabarn og er alveg að detta í að verða grunnskólabarn,“ segir Ástríður Alda sem er lengst til hægri á myndinni. Mynd/Spessi „Við munum flytja efnisskrá sem höfðar til fjölbreytts hóps áheyrenda og fagna nýju ári á eftir með freyðivíni, kaffi og meððí,“ segir Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari. Hún er í sveitinni Elektra Ensemble sem verður með nýárstónleika á Kjarvalsstöðum á morgun, sunnudag klukkan 20. Ástríður Alda segir þá orðna að föstum lið í byrjun árs. „Þetta eru alltaf vinsælustu tónleikarnir okkar,“ segir hún glaðlega. Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona syngur með sveitinni að þessu sinni. Hún mun flytja vinsæl lög og aríur úr óperettum og söngleikjum eftir Johann Strauss, Luigi Arditi, George Gershwin, Kurt Weill og Leonard Bernstein. „Þetta er í fyrsta skipti sem Hallveig syngur með okkur, hún er alveg stórkostleg í þessu prógrammi og við unnum það í samstarfi við hana,“ segir Ástríður Alda og kveðst lofa góðum tónleikum. Elektra Ensemble var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar árið 2009 og gekk í kjölfarið til samstarfs við Listasafn Reykjavíkur um tónleikaröð á Kjarvalsstöðum. „Elektra er orðin leikskólabarn og er alveg að detta í að verða grunnskólabarn,“ segir Ástríður Alda hlæjandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld. Flytjendur ásamt Hallveigu og Ástríði Öldu eru Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Rúnar Óskarsson klarínettuleikari, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari. Almennt miðaverð er 2.500, en 2000 krónur fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við munum flytja efnisskrá sem höfðar til fjölbreytts hóps áheyrenda og fagna nýju ári á eftir með freyðivíni, kaffi og meððí,“ segir Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari. Hún er í sveitinni Elektra Ensemble sem verður með nýárstónleika á Kjarvalsstöðum á morgun, sunnudag klukkan 20. Ástríður Alda segir þá orðna að föstum lið í byrjun árs. „Þetta eru alltaf vinsælustu tónleikarnir okkar,“ segir hún glaðlega. Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona syngur með sveitinni að þessu sinni. Hún mun flytja vinsæl lög og aríur úr óperettum og söngleikjum eftir Johann Strauss, Luigi Arditi, George Gershwin, Kurt Weill og Leonard Bernstein. „Þetta er í fyrsta skipti sem Hallveig syngur með okkur, hún er alveg stórkostleg í þessu prógrammi og við unnum það í samstarfi við hana,“ segir Ástríður Alda og kveðst lofa góðum tónleikum. Elektra Ensemble var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar árið 2009 og gekk í kjölfarið til samstarfs við Listasafn Reykjavíkur um tónleikaröð á Kjarvalsstöðum. „Elektra er orðin leikskólabarn og er alveg að detta í að verða grunnskólabarn,“ segir Ástríður Alda hlæjandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld. Flytjendur ásamt Hallveigu og Ástríði Öldu eru Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Rúnar Óskarsson klarínettuleikari, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari. Almennt miðaverð er 2.500, en 2000 krónur fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira