HM er spilað í alvöru lúxushöllum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2015 16:45 Duhail Sports Hall vísir/afp Leikið verður í þremur höllum á HM í Katar; Ali Bin Hamad Al Attya Arena, Duhail Sports Hall og Lusail Sports Arena. Tvær fyrstnefndu hallirnar eru í höfuðborginni Doha, en sú síðastnefnda er í samnefndri, nýstofnaðri borg, rúmlega 20 kílómetra norður af Doha. Ekki var sparað við byggingu hallanna og það sést. Íburðurinn er mikill og mikið var lagt í hönnun og útlit þessara mannvirkja. Það sem leynist undir þessu gljáfægða yfirborði er hins vegar ekki jafn fallegt. Skipuleggjendur HM hafa legið undir ámæli fyrir illa meðferð á erlendum verkamönnum sem vinna mikið, við vondar aðstæður og fyrir lágt kaup. Ýmsir hafa einnig lýst yfir áhyggjum sínum af því að hallirnar verði hálftómar þegar á hólminn verður kominn. Á meðal þeirra er landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem hefur reynslu af því að spila í Katar. Honum finnst Katar lítt spennandi land eins og fram kom í viðtali við RÚV rétt fyrir áramót: „Það er fullt af sandi og nýjum byggingum og eitthvað en maður er hræddur um hvort það verði áhorfendur yfirhöfuð á leikjunum. Ég hef tvisvar spilað á móti þarna. Þeir ná í einhverja iðnaðarmenn og útlendinga sem vinna hjá þeim til að fylla stúkurnar. Mér finnst líklegt að það verði þannig líka núna.“Ali Bin Hamad Al Attiya Arenavísir/afpLusail Sports Arena var byggð sérstaklega fyrir HM í handbolta og hófust framkvæmdir við hana árið 2012. Byggingu hallarinnar lauk í nóvember 2014, en um 31 milljón vinnustunda er að baki hjá þeim sem unnu við að koma þessu ferlíki upp. Lusail Sports Arena er öll hin glæsilegasta og tekur 15.300 manns í sæti, en upphaflega átti hún að taka um 18.000 manns. Hún er flaggskip skipuleggjenda mótsins og mun m.a. hýsa opnunarhátíðina, opnunarleik Katar og Brasilíu, undanúrslitaleikina, leikinn um þriðja sætið og svo úrslitaleikinn 1. febrúar. Leikir Íslands í riðlakeppninni verða leiknir í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena sem er í hverfinu al-Sadd í Doha og er heimavöllur handboltaliðsins Al Sadd. Höllin var byggð sérstaklega fyrir HM og tekur 7.700 manns í sæti. Þar er einnig hægt að stunda blak, badminton og fimleika og framtíðinni er ætlunin að hægt verði að leika íshokkí í höllinni. Duhail Sports Hall tekur fæsta í sæti af höllunum þremur, eða 5.500 manns. Hún er hins vegar stórglæsileg og allt umhverfi hennar hið smekklegasta. Duhail Sports Hall er ekki einungis handboltahöll, en þar er einnig gistiaðstaða fyrir 60 leikmenn, tveir æfingavellir, veitingastaðir, sundlaug, læknamiðstöð og svo mætti lengi telja. Í framtíðinni mun Duhail Sports Hall einnig hýsa höfuðstöðvar katarska handknattleikssambandsins, auk þess sem höllin verður aðalæfingaaðstaða allra landsliða Katar. HM 2015 í Katar Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Leikið verður í þremur höllum á HM í Katar; Ali Bin Hamad Al Attya Arena, Duhail Sports Hall og Lusail Sports Arena. Tvær fyrstnefndu hallirnar eru í höfuðborginni Doha, en sú síðastnefnda er í samnefndri, nýstofnaðri borg, rúmlega 20 kílómetra norður af Doha. Ekki var sparað við byggingu hallanna og það sést. Íburðurinn er mikill og mikið var lagt í hönnun og útlit þessara mannvirkja. Það sem leynist undir þessu gljáfægða yfirborði er hins vegar ekki jafn fallegt. Skipuleggjendur HM hafa legið undir ámæli fyrir illa meðferð á erlendum verkamönnum sem vinna mikið, við vondar aðstæður og fyrir lágt kaup. Ýmsir hafa einnig lýst yfir áhyggjum sínum af því að hallirnar verði hálftómar þegar á hólminn verður kominn. Á meðal þeirra er landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem hefur reynslu af því að spila í Katar. Honum finnst Katar lítt spennandi land eins og fram kom í viðtali við RÚV rétt fyrir áramót: „Það er fullt af sandi og nýjum byggingum og eitthvað en maður er hræddur um hvort það verði áhorfendur yfirhöfuð á leikjunum. Ég hef tvisvar spilað á móti þarna. Þeir ná í einhverja iðnaðarmenn og útlendinga sem vinna hjá þeim til að fylla stúkurnar. Mér finnst líklegt að það verði þannig líka núna.“Ali Bin Hamad Al Attiya Arenavísir/afpLusail Sports Arena var byggð sérstaklega fyrir HM í handbolta og hófust framkvæmdir við hana árið 2012. Byggingu hallarinnar lauk í nóvember 2014, en um 31 milljón vinnustunda er að baki hjá þeim sem unnu við að koma þessu ferlíki upp. Lusail Sports Arena er öll hin glæsilegasta og tekur 15.300 manns í sæti, en upphaflega átti hún að taka um 18.000 manns. Hún er flaggskip skipuleggjenda mótsins og mun m.a. hýsa opnunarhátíðina, opnunarleik Katar og Brasilíu, undanúrslitaleikina, leikinn um þriðja sætið og svo úrslitaleikinn 1. febrúar. Leikir Íslands í riðlakeppninni verða leiknir í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena sem er í hverfinu al-Sadd í Doha og er heimavöllur handboltaliðsins Al Sadd. Höllin var byggð sérstaklega fyrir HM og tekur 7.700 manns í sæti. Þar er einnig hægt að stunda blak, badminton og fimleika og framtíðinni er ætlunin að hægt verði að leika íshokkí í höllinni. Duhail Sports Hall tekur fæsta í sæti af höllunum þremur, eða 5.500 manns. Hún er hins vegar stórglæsileg og allt umhverfi hennar hið smekklegasta. Duhail Sports Hall er ekki einungis handboltahöll, en þar er einnig gistiaðstaða fyrir 60 leikmenn, tveir æfingavellir, veitingastaðir, sundlaug, læknamiðstöð og svo mætti lengi telja. Í framtíðinni mun Duhail Sports Hall einnig hýsa höfuðstöðvar katarska handknattleikssambandsins, auk þess sem höllin verður aðalæfingaaðstaða allra landsliða Katar.
HM 2015 í Katar Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira