Leaves á leið til Kína í fyrsta sinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. janúar 2015 09:00 Hljómsveitin Leaves er á leið í tónleikaferðalag til Kína í fyrsta sinn. Mynd/ Matthew Eisman „Þetta er í fyrsta sinn sem að Leaves fer til Kína og í fyrsta sinn sem við förum til Asíu og við hlökkum mikið til,“ segir Arnar Guðjónsson söngvari og gítarleikari Leaves. Hljómsveitin leggur af stað til Kína í dag og kemur fram á sjö tónleikum í sjö borgum. „Við byrjum í Peking og fikrum okkur svo alveg niður til Hong Kong. Þetta eru misstórir tónleikastaðir, frá 300 manna upp í þúsund manna staðir,“ segir Arnar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem að hann fer til Kína. „Ég hef verið að fara með Barða [Jóhannssyni] og Bang Gang til Kína, ég hef farið fjórum sinnum þangað. Ég náði að lauma Leaves-diskum að þeim í Kína þegar ég fór síðast með Barða í mars og í kjölfarið buðu þeir okkur að koma,“ segir Arnar léttur í lundu. Leaves vinnur nú að nýju efni. „Við höfum unnið að nýju efni í rólegheitunum, vonandi kemur eitthvað nýtt út á þessu ári.“ Á tónleikaferðalaginu ætlar sveitin að leika lög af öllum sínum fjórum plötum. „Við ætlum að enda Kínatúrinn hérna heima en það er ekki alveg ákveðið hvenær þeir tónleikar fara fram.“ Strákarnir í Leaves ætla að njóta lífsins í Hong Kong í nokkra daga áður en þeir koma heim aftur. Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem að Leaves fer til Kína og í fyrsta sinn sem við förum til Asíu og við hlökkum mikið til,“ segir Arnar Guðjónsson söngvari og gítarleikari Leaves. Hljómsveitin leggur af stað til Kína í dag og kemur fram á sjö tónleikum í sjö borgum. „Við byrjum í Peking og fikrum okkur svo alveg niður til Hong Kong. Þetta eru misstórir tónleikastaðir, frá 300 manna upp í þúsund manna staðir,“ segir Arnar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem að hann fer til Kína. „Ég hef verið að fara með Barða [Jóhannssyni] og Bang Gang til Kína, ég hef farið fjórum sinnum þangað. Ég náði að lauma Leaves-diskum að þeim í Kína þegar ég fór síðast með Barða í mars og í kjölfarið buðu þeir okkur að koma,“ segir Arnar léttur í lundu. Leaves vinnur nú að nýju efni. „Við höfum unnið að nýju efni í rólegheitunum, vonandi kemur eitthvað nýtt út á þessu ári.“ Á tónleikaferðalaginu ætlar sveitin að leika lög af öllum sínum fjórum plötum. „Við ætlum að enda Kínatúrinn hérna heima en það er ekki alveg ákveðið hvenær þeir tónleikar fara fram.“ Strákarnir í Leaves ætla að njóta lífsins í Hong Kong í nokkra daga áður en þeir koma heim aftur.
Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira