Strákarnir svöruðu fyrir sig í Höllinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2015 07:45 Sigurbergur Sveinsson fær að finna fyrir því í sóknarleiknum, en hann stóð sig vel í gær og var markahæstur ásamt Alexander með 5 mörk. vísir/Ernir „Við áttum erfiðan leik í gær [fyrradag] en við mættum til leiks í kvöld af miklum krafti og svöruðum fyrir okkur. Það var gott,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, eftir eins marks sigur á Þýskalandi í síðasta leik strákanna hér á landi fyrir HM í Katar. Ísland heldur því uppteknum hætti frá síðustu árum með því að vinna síðasta heimaleikinn í lokaundirbúningi sínum fyrir stórmót. Það var mikil barátta í leiknum þó svo að þetta hafi verið æfingaleikur og Dagur Sigurðsson, þjálfari Þýskalands, ætlaði sér vitaskuld að fara af landi brott með tvo sigra í farteskinu. Framliggjandi 6-0 vörn Íslands hélt þó vel lengst af í leiknum og þá fylgdi markvarslan og hraðaupphlaupin í gær. Sóknarleikurinn var svo betri og munaði miklu um innkomu Sigurbergs Sveinssonar á vinstri vænginn. „Ég er ánægður með hversu fljótt við erum að ná okkar 6-0 vörn í gang því venjulega tekur það tíma. Þetta hefur verið okkar aðaláhersla í undirbúningnum og menn virðast vera í fínu standi,“ segir Aron sem hrósaði einnig sóknarleiknum. „Það var framför í honum – meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum mistökum í hraðaupphlaupum sem gerði það að verkum að við unnum leikinn.“ Fyrri hálfleikur byrjaði vel, rétt eins og í fyrrakvöld, og strákarnir gáfu tóninn með sterkri 6-0 vörn og fínni frammistöðu Arons Rafns Eðvarðssonar, sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu að þessu sinni. Sigurbergur kom inn í stöðu vinstri skyttunnar af ágætum krafti og bjó til fyrsta mark leiksins fyrir Kára Kristján Kristjánsson, sem fékk einnig sénsinn í gær. Eftir því sem að Aron byrjaði að skipta varamönnunum inn á fór að bera á brestum í sóknarleiknum og við það voru aðrir þættir í leik íslenska liðsins fljótir að bregðast sömuleiðis. Þjóðverjar komust á mikinn sprett undir lok fyrri hálfleiksins en strákarnir náðu aðeins að rétta úr kútnum og jöfnuðu í lok hans, 12-12. Íslendingar mættu ákveðnir til leiks í þeim síðari, náðu frumkvæðinu og héldu því allt til loka þó svo að það hafi stundum staðið tæpt. Varnarleikurinn var áfram góður og sóknarleikurinn betri en í fyrri leiknum, sem sást einna best á því að Sigurbergur var gríðarlega mikilvægur á lokasprettinum og skapaði mikla ógn af vinstri vængnum. „Sigrar í æfingaleikjum færa manni ákveðna ró og tiltrú á liðið – sem er mikilvægt,“ segir Aron. „En menn verða samt að leyfa sér að prófa ákveðna hluti enda er HM langt mót og maður þarf að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir íslenska liðið hafa sýnt meiri breidd í gær en í fyrri leiknum sem sé jákvætt. „Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur æfingaleikjum og vonandi fáum við Aron [Pálmarsson] inn sem myndi styrkja okkur enn frekar.“ Strákarnir halda utan til Svíþjóðar á fimmtudag og spila þar við heimamenn á föstudag. Við taka svo leikir gegn Dönum og Slóvenum í Danmörku um helgina. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Alexander: Ég varð reiður í dag "Ég er ágætur. Ég fékk nokkra daga í frí eftir erfiða fjóra mánuði í Þýskalandi. Ég er í góðu standi,“ sagði Alexander Petersson sem átti aftur góðan leik gegn Þýskalandi í kvöld þó gamlir axlardraugar hafi gert vart við sig í kvöld. 5. janúar 2015 22:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Aron eykur við sig á æfingu á morgun Landsliðsþjálfarinn segir að það sé bara einn dagur tekinn fyrir í einu í tilfelli Arons Pálmarssonar. 5. janúar 2015 22:15 Aron: Greinilegar framfarir Landsliðsþjálfarinn ánægður með sigurinn á Þýskalandi og frammistöðu leikmanna Íslands. 5. janúar 2015 22:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Sjá meira
„Við áttum erfiðan leik í gær [fyrradag] en við mættum til leiks í kvöld af miklum krafti og svöruðum fyrir okkur. Það var gott,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, eftir eins marks sigur á Þýskalandi í síðasta leik strákanna hér á landi fyrir HM í Katar. Ísland heldur því uppteknum hætti frá síðustu árum með því að vinna síðasta heimaleikinn í lokaundirbúningi sínum fyrir stórmót. Það var mikil barátta í leiknum þó svo að þetta hafi verið æfingaleikur og Dagur Sigurðsson, þjálfari Þýskalands, ætlaði sér vitaskuld að fara af landi brott með tvo sigra í farteskinu. Framliggjandi 6-0 vörn Íslands hélt þó vel lengst af í leiknum og þá fylgdi markvarslan og hraðaupphlaupin í gær. Sóknarleikurinn var svo betri og munaði miklu um innkomu Sigurbergs Sveinssonar á vinstri vænginn. „Ég er ánægður með hversu fljótt við erum að ná okkar 6-0 vörn í gang því venjulega tekur það tíma. Þetta hefur verið okkar aðaláhersla í undirbúningnum og menn virðast vera í fínu standi,“ segir Aron sem hrósaði einnig sóknarleiknum. „Það var framför í honum – meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum mistökum í hraðaupphlaupum sem gerði það að verkum að við unnum leikinn.“ Fyrri hálfleikur byrjaði vel, rétt eins og í fyrrakvöld, og strákarnir gáfu tóninn með sterkri 6-0 vörn og fínni frammistöðu Arons Rafns Eðvarðssonar, sem fékk tækifæri í byrjunarliðinu að þessu sinni. Sigurbergur kom inn í stöðu vinstri skyttunnar af ágætum krafti og bjó til fyrsta mark leiksins fyrir Kára Kristján Kristjánsson, sem fékk einnig sénsinn í gær. Eftir því sem að Aron byrjaði að skipta varamönnunum inn á fór að bera á brestum í sóknarleiknum og við það voru aðrir þættir í leik íslenska liðsins fljótir að bregðast sömuleiðis. Þjóðverjar komust á mikinn sprett undir lok fyrri hálfleiksins en strákarnir náðu aðeins að rétta úr kútnum og jöfnuðu í lok hans, 12-12. Íslendingar mættu ákveðnir til leiks í þeim síðari, náðu frumkvæðinu og héldu því allt til loka þó svo að það hafi stundum staðið tæpt. Varnarleikurinn var áfram góður og sóknarleikurinn betri en í fyrri leiknum, sem sást einna best á því að Sigurbergur var gríðarlega mikilvægur á lokasprettinum og skapaði mikla ógn af vinstri vængnum. „Sigrar í æfingaleikjum færa manni ákveðna ró og tiltrú á liðið – sem er mikilvægt,“ segir Aron. „En menn verða samt að leyfa sér að prófa ákveðna hluti enda er HM langt mót og maður þarf að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir íslenska liðið hafa sýnt meiri breidd í gær en í fyrri leiknum sem sé jákvætt. „Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur æfingaleikjum og vonandi fáum við Aron [Pálmarsson] inn sem myndi styrkja okkur enn frekar.“ Strákarnir halda utan til Svíþjóðar á fimmtudag og spila þar við heimamenn á föstudag. Við taka svo leikir gegn Dönum og Slóvenum í Danmörku um helgina.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Alexander: Ég varð reiður í dag "Ég er ágætur. Ég fékk nokkra daga í frí eftir erfiða fjóra mánuði í Þýskalandi. Ég er í góðu standi,“ sagði Alexander Petersson sem átti aftur góðan leik gegn Þýskalandi í kvöld þó gamlir axlardraugar hafi gert vart við sig í kvöld. 5. janúar 2015 22:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Aron eykur við sig á æfingu á morgun Landsliðsþjálfarinn segir að það sé bara einn dagur tekinn fyrir í einu í tilfelli Arons Pálmarssonar. 5. janúar 2015 22:15 Aron: Greinilegar framfarir Landsliðsþjálfarinn ánægður með sigurinn á Þýskalandi og frammistöðu leikmanna Íslands. 5. janúar 2015 22:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52
Alexander: Ég varð reiður í dag "Ég er ágætur. Ég fékk nokkra daga í frí eftir erfiða fjóra mánuði í Þýskalandi. Ég er í góðu standi,“ sagði Alexander Petersson sem átti aftur góðan leik gegn Þýskalandi í kvöld þó gamlir axlardraugar hafi gert vart við sig í kvöld. 5. janúar 2015 22:00
Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45
Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45
Aron eykur við sig á æfingu á morgun Landsliðsþjálfarinn segir að það sé bara einn dagur tekinn fyrir í einu í tilfelli Arons Pálmarssonar. 5. janúar 2015 22:15
Aron: Greinilegar framfarir Landsliðsþjálfarinn ánægður með sigurinn á Þýskalandi og frammistöðu leikmanna Íslands. 5. janúar 2015 22:00