Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Birgir Olgeirsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 30. desember 2015 18:44 Fjöldi fólks var inni í útibúi Landsbankans í Borgartúni þegar ræningjar réðust þar inn fyrr í dag og ógnuðu starfsfólki og viðskiptavinum með vopnum. Ein þeirra sem var inni í bankanum var Jóhanna Þorbjargardóttir. „Ég stóð hjá gjaldkeranum og var að taka út. Allt í einu heyrist: „Þetta er rán!“ eða eitthvað svoleiðis og öskur og læti. Þeir koma hlaupandi inn og hoppa yfir afgreiðsluborðið og ég hljóp bara í burtu og það reyndu allir að hlaupa í burtu eða beygja sig. Svo tóku þeir alla þá peninga sem þeir gátu, voru með læti, hristu gjaldkerann , svo bara fóru þeir,“ sagði Jóhanna í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Spurð hvort þeir hafi verið vopnaðir sagðist hún hafa séð hníf en ekki geta séð vopnið sem hinn maðurinn var með. Annar þeirra var þó líklega vopnaður byssu. Jóhanna segir ræningjana hafa ógnað bæði viðskiptavinum og starfsmönnum bankans en fjöldi fólks var inni í bankanum á meðan ránið var framið, þar á meðal börn. „Það var öllum rosalega brugðið,“ sagði Jóhanna. Lögreglan hélt eftir starfsfólki og viðskiptavinum í bankanum í dag og tók af þeim skýrslur. „Ég er bara búin að bíða hér, og gefa skýrslu og titra og skjálfa. Mér er bara verulega brugðið.“ Tengdar fréttir Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að bílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. 30. desember 2015 19:30 Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49 „Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26 Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25 Tveir handteknir vegna bankaránsins Umfangsmikil leit stendur enn yfir í Hlíðunum. 30. desember 2015 18:10 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 „Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Fjöldi fólks var inni í útibúi Landsbankans í Borgartúni þegar ræningjar réðust þar inn fyrr í dag og ógnuðu starfsfólki og viðskiptavinum með vopnum. Ein þeirra sem var inni í bankanum var Jóhanna Þorbjargardóttir. „Ég stóð hjá gjaldkeranum og var að taka út. Allt í einu heyrist: „Þetta er rán!“ eða eitthvað svoleiðis og öskur og læti. Þeir koma hlaupandi inn og hoppa yfir afgreiðsluborðið og ég hljóp bara í burtu og það reyndu allir að hlaupa í burtu eða beygja sig. Svo tóku þeir alla þá peninga sem þeir gátu, voru með læti, hristu gjaldkerann , svo bara fóru þeir,“ sagði Jóhanna í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Spurð hvort þeir hafi verið vopnaðir sagðist hún hafa séð hníf en ekki geta séð vopnið sem hinn maðurinn var með. Annar þeirra var þó líklega vopnaður byssu. Jóhanna segir ræningjana hafa ógnað bæði viðskiptavinum og starfsmönnum bankans en fjöldi fólks var inni í bankanum á meðan ránið var framið, þar á meðal börn. „Það var öllum rosalega brugðið,“ sagði Jóhanna. Lögreglan hélt eftir starfsfólki og viðskiptavinum í bankanum í dag og tók af þeim skýrslur. „Ég er bara búin að bíða hér, og gefa skýrslu og titra og skjálfa. Mér er bara verulega brugðið.“
Tengdar fréttir Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að bílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. 30. desember 2015 19:30 Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49 „Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26 Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25 Tveir handteknir vegna bankaránsins Umfangsmikil leit stendur enn yfir í Hlíðunum. 30. desember 2015 18:10 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 „Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að bílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. 30. desember 2015 19:30
Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49
„Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26
Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25
Tveir handteknir vegna bankaránsins Umfangsmikil leit stendur enn yfir í Hlíðunum. 30. desember 2015 18:10
Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24
Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52
„Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57