Handknattleiksdómarinn sem var skotinn niður: Enn eins og hann sé staddur í Herjólfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 07:45 Gunnar Óli Gústafsson. Vísir/Ernir Handknattleiksdómarinn Gunnar Óli Gústafsson hefur ekkert dæmt síðan að hann var skotinn niður í leik Vals og FH í Olís-deild karla í handbolta 10. desember síðastliðinn. Gunnar Óli ræðir við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu en þar kemur meðal annars fram að hann er enn með svima og ógleði og óvinnufær nú meira en tíu dögum síðar. Skot eins leikmanna hafnaði í stönginni og fór þaðan af miklu afli í höfðuð Gunnars. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en hann kláraði að dæma hálfleikinn. Gunnar Óli kastaði hinsvegar upp inn í klefa og gat ekki haldið áfram. Bjarki Bóasson dæmdi seinni hálfleikinn því einn en Gunnar Óli fór í læknisskoðun. „Mér var sagt af lækni að taka því rólega fyrstu vikuna og fara eftir það hægt og rólega af stað en því miður líður mér ekkert mikið betur. Ég bíð enn eftir bata," sagði Gunnar Óli í viðtalinu við Ívar. „Að mörgu leyti má segja að ég standi í sömu sporum og daginn eftir að ég varð fyrir högginu. Og það sem verra er, þá veit ég ekki hvað til bragðs á að taka. Þetta er allt annað en ef vöðvi tognar. Þá leitar maður sér meðferðar við því," sagði Gunnar Óli. Gunnar Óli er í veikindaleyfi frá starfi sínu hjá ja.is og verður það fram yfir áramótin. „Mér líður eins og ég sé staddur í Herjólfi og það er slæmt í sjóinn. Ég er valtur á fótum og líður eins og ég sé sjóveikur. Tilfinningin er undarleg . Ástandið er frekar slæmt," sagði Gunnar Óli. Á meðan Gunnar Óli er frá þá dæmi Bjarki Bóasson heldur ekki neitt því handboltadómarar starfa í pörum. Þeir missa væntanlega af möguleikanum að fara á námskeið til Svíþjóðar sem átti að vera liður fyrir þá að öðlast alþjóðleg dómararéttindi. Það er því ljóst að þetta stangarskot fyrir ellefu dögum er að hafa mikil áhrif á bæði daglegt líf og dómaraferil Gunnars Óla. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Handknattleiksdómarinn Gunnar Óli Gústafsson hefur ekkert dæmt síðan að hann var skotinn niður í leik Vals og FH í Olís-deild karla í handbolta 10. desember síðastliðinn. Gunnar Óli ræðir við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu en þar kemur meðal annars fram að hann er enn með svima og ógleði og óvinnufær nú meira en tíu dögum síðar. Skot eins leikmanna hafnaði í stönginni og fór þaðan af miklu afli í höfðuð Gunnars. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en hann kláraði að dæma hálfleikinn. Gunnar Óli kastaði hinsvegar upp inn í klefa og gat ekki haldið áfram. Bjarki Bóasson dæmdi seinni hálfleikinn því einn en Gunnar Óli fór í læknisskoðun. „Mér var sagt af lækni að taka því rólega fyrstu vikuna og fara eftir það hægt og rólega af stað en því miður líður mér ekkert mikið betur. Ég bíð enn eftir bata," sagði Gunnar Óli í viðtalinu við Ívar. „Að mörgu leyti má segja að ég standi í sömu sporum og daginn eftir að ég varð fyrir högginu. Og það sem verra er, þá veit ég ekki hvað til bragðs á að taka. Þetta er allt annað en ef vöðvi tognar. Þá leitar maður sér meðferðar við því," sagði Gunnar Óli. Gunnar Óli er í veikindaleyfi frá starfi sínu hjá ja.is og verður það fram yfir áramótin. „Mér líður eins og ég sé staddur í Herjólfi og það er slæmt í sjóinn. Ég er valtur á fótum og líður eins og ég sé sjóveikur. Tilfinningin er undarleg . Ástandið er frekar slæmt," sagði Gunnar Óli. Á meðan Gunnar Óli er frá þá dæmi Bjarki Bóasson heldur ekki neitt því handboltadómarar starfa í pörum. Þeir missa væntanlega af möguleikanum að fara á námskeið til Svíþjóðar sem átti að vera liður fyrir þá að öðlast alþjóðleg dómararéttindi. Það er því ljóst að þetta stangarskot fyrir ellefu dögum er að hafa mikil áhrif á bæði daglegt líf og dómaraferil Gunnars Óla.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira