Handknattleiksdómarinn sem var skotinn niður: Enn eins og hann sé staddur í Herjólfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 07:45 Gunnar Óli Gústafsson. Vísir/Ernir Handknattleiksdómarinn Gunnar Óli Gústafsson hefur ekkert dæmt síðan að hann var skotinn niður í leik Vals og FH í Olís-deild karla í handbolta 10. desember síðastliðinn. Gunnar Óli ræðir við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu en þar kemur meðal annars fram að hann er enn með svima og ógleði og óvinnufær nú meira en tíu dögum síðar. Skot eins leikmanna hafnaði í stönginni og fór þaðan af miklu afli í höfðuð Gunnars. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en hann kláraði að dæma hálfleikinn. Gunnar Óli kastaði hinsvegar upp inn í klefa og gat ekki haldið áfram. Bjarki Bóasson dæmdi seinni hálfleikinn því einn en Gunnar Óli fór í læknisskoðun. „Mér var sagt af lækni að taka því rólega fyrstu vikuna og fara eftir það hægt og rólega af stað en því miður líður mér ekkert mikið betur. Ég bíð enn eftir bata," sagði Gunnar Óli í viðtalinu við Ívar. „Að mörgu leyti má segja að ég standi í sömu sporum og daginn eftir að ég varð fyrir högginu. Og það sem verra er, þá veit ég ekki hvað til bragðs á að taka. Þetta er allt annað en ef vöðvi tognar. Þá leitar maður sér meðferðar við því," sagði Gunnar Óli. Gunnar Óli er í veikindaleyfi frá starfi sínu hjá ja.is og verður það fram yfir áramótin. „Mér líður eins og ég sé staddur í Herjólfi og það er slæmt í sjóinn. Ég er valtur á fótum og líður eins og ég sé sjóveikur. Tilfinningin er undarleg . Ástandið er frekar slæmt," sagði Gunnar Óli. Á meðan Gunnar Óli er frá þá dæmi Bjarki Bóasson heldur ekki neitt því handboltadómarar starfa í pörum. Þeir missa væntanlega af möguleikanum að fara á námskeið til Svíþjóðar sem átti að vera liður fyrir þá að öðlast alþjóðleg dómararéttindi. Það er því ljóst að þetta stangarskot fyrir ellefu dögum er að hafa mikil áhrif á bæði daglegt líf og dómaraferil Gunnars Óla. Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Handknattleiksdómarinn Gunnar Óli Gústafsson hefur ekkert dæmt síðan að hann var skotinn niður í leik Vals og FH í Olís-deild karla í handbolta 10. desember síðastliðinn. Gunnar Óli ræðir við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu en þar kemur meðal annars fram að hann er enn með svima og ógleði og óvinnufær nú meira en tíu dögum síðar. Skot eins leikmanna hafnaði í stönginni og fór þaðan af miklu afli í höfðuð Gunnars. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en hann kláraði að dæma hálfleikinn. Gunnar Óli kastaði hinsvegar upp inn í klefa og gat ekki haldið áfram. Bjarki Bóasson dæmdi seinni hálfleikinn því einn en Gunnar Óli fór í læknisskoðun. „Mér var sagt af lækni að taka því rólega fyrstu vikuna og fara eftir það hægt og rólega af stað en því miður líður mér ekkert mikið betur. Ég bíð enn eftir bata," sagði Gunnar Óli í viðtalinu við Ívar. „Að mörgu leyti má segja að ég standi í sömu sporum og daginn eftir að ég varð fyrir högginu. Og það sem verra er, þá veit ég ekki hvað til bragðs á að taka. Þetta er allt annað en ef vöðvi tognar. Þá leitar maður sér meðferðar við því," sagði Gunnar Óli. Gunnar Óli er í veikindaleyfi frá starfi sínu hjá ja.is og verður það fram yfir áramótin. „Mér líður eins og ég sé staddur í Herjólfi og það er slæmt í sjóinn. Ég er valtur á fótum og líður eins og ég sé sjóveikur. Tilfinningin er undarleg . Ástandið er frekar slæmt," sagði Gunnar Óli. Á meðan Gunnar Óli er frá þá dæmi Bjarki Bóasson heldur ekki neitt því handboltadómarar starfa í pörum. Þeir missa væntanlega af möguleikanum að fara á námskeið til Svíþjóðar sem átti að vera liður fyrir þá að öðlast alþjóðleg dómararéttindi. Það er því ljóst að þetta stangarskot fyrir ellefu dögum er að hafa mikil áhrif á bæði daglegt líf og dómaraferil Gunnars Óla.
Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita