Agnarsmár jólakálfur undir Eyjafjöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. desember 2015 13:45 Einn allra minnsti kálfur landsins, ef ekki sá minnsti, kom í heiminn í fjósi undir Eyjafjöllum þann 20. desember. Bændurnir kalla hann jólakálfinn enda býr hann inn á heimili þeirra. Kálfurinn er um fjögur kíló á meðan meðalkálfur er um tíu til tólf kíló við fæðingu. Litli kálfurinn á heima á bænum Núpi þrjú undir Eyjafjöllum hjá þeim Berglindi Hilmarsdóttur og Sverri Guðmund Guðmundssyni, bændum þar. Kálfurinn er svo lítill að þau treysta honum ekki strax innan um hina kálfana í fjósinu. Hann fær því að vera inn í eldhúsi og sólstofu og svefnstaðurinn er hundabælið. Berlind gefur kálfinum, sem er kvíga, mjólk úr lambapela, fyrst er mjólkin hituð og síðan er komið að matmálstíma. „Hún er pínulítil, hún er tæpir fimmtíu sentimetrar á hæð, hún er svona helmingurinn af venjulegum kálfi en gerir allt rétt, drekkur, fer út og er að byrja að leika sér og allt,“ segir Berglind og bætir við.Hér sést hvað Þumalína er agnarsmá miðað við hina kálfana í fjósinu á Núpi III.vísir/mhh„Fyrsta hugsunin er náttúrulega þetta lifir ekki, hún lifir ekki þetta grey. Mamma hennar skiptir sér ekkert af henni, hún sleikti hana ekkert og karaði hana ekkert, lét hana bara eiga sig. Þannig að ég fór bara með hana í vaskinn í fjósinu, þvoði og þurrkaði og svo var ekkert um annað en að fara með hana heim í eldhús eins og gert er með lömbin,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hver fyrsta hugsun hennar hefði verið þegar hún sá litla kálfinn. Berglind fer reglulega út með kvíguna og ganga og fara þær saman í kringum húsið. Til að sjá stærðarmuninn fór Berglind með kvíguna inn í fjós til hinna kálfanna sem eru líka flestir nýkomnir í heiminn, munurinn er mjög mikill eins og sjá má. En er búið að gefa litlu kvígunni nafn ? „Ég held að hún verði bara skírð Þumalína, ég held að það endi þannig, þessi litli Nagli, kannski bara Nagli, nei ætli Þumalína verði ekki nafnið,“ segir Berglind. Jólafréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Einn allra minnsti kálfur landsins, ef ekki sá minnsti, kom í heiminn í fjósi undir Eyjafjöllum þann 20. desember. Bændurnir kalla hann jólakálfinn enda býr hann inn á heimili þeirra. Kálfurinn er um fjögur kíló á meðan meðalkálfur er um tíu til tólf kíló við fæðingu. Litli kálfurinn á heima á bænum Núpi þrjú undir Eyjafjöllum hjá þeim Berglindi Hilmarsdóttur og Sverri Guðmund Guðmundssyni, bændum þar. Kálfurinn er svo lítill að þau treysta honum ekki strax innan um hina kálfana í fjósinu. Hann fær því að vera inn í eldhúsi og sólstofu og svefnstaðurinn er hundabælið. Berlind gefur kálfinum, sem er kvíga, mjólk úr lambapela, fyrst er mjólkin hituð og síðan er komið að matmálstíma. „Hún er pínulítil, hún er tæpir fimmtíu sentimetrar á hæð, hún er svona helmingurinn af venjulegum kálfi en gerir allt rétt, drekkur, fer út og er að byrja að leika sér og allt,“ segir Berglind og bætir við.Hér sést hvað Þumalína er agnarsmá miðað við hina kálfana í fjósinu á Núpi III.vísir/mhh„Fyrsta hugsunin er náttúrulega þetta lifir ekki, hún lifir ekki þetta grey. Mamma hennar skiptir sér ekkert af henni, hún sleikti hana ekkert og karaði hana ekkert, lét hana bara eiga sig. Þannig að ég fór bara með hana í vaskinn í fjósinu, þvoði og þurrkaði og svo var ekkert um annað en að fara með hana heim í eldhús eins og gert er með lömbin,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hver fyrsta hugsun hennar hefði verið þegar hún sá litla kálfinn. Berglind fer reglulega út með kvíguna og ganga og fara þær saman í kringum húsið. Til að sjá stærðarmuninn fór Berglind með kvíguna inn í fjós til hinna kálfanna sem eru líka flestir nýkomnir í heiminn, munurinn er mjög mikill eins og sjá má. En er búið að gefa litlu kvígunni nafn ? „Ég held að hún verði bara skírð Þumalína, ég held að það endi þannig, þessi litli Nagli, kannski bara Nagli, nei ætli Þumalína verði ekki nafnið,“ segir Berglind.
Jólafréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira