Sjáðu fyrstu myndirnar af Benedict Cumberbatch sem Dr. Strange Birgir Olgeirsson skrifar 28. desember 2015 17:45 Aðdáendur ofurhetja fengu sannarlega skemmtilegan glaðning frá tímaritinu Entertainment Weekly í dag sem birti sex myndir af leikaranum Benedict Cumberbatch sem Doctor Strange. Í myndasagnaheimi heitir Doctor Strange fullu nafni Dr. Stephen Vincent Strange. Í upphafi var hann sjálfhverfur taugaskurðlæknir sem breytist í seiðkarl eftir að hafa lent í hrikalegu bílslysi. Þessi karakter verður að sjálfsögðu hluti af Avengers-heimi Marvel og mun þjóna því hlutverki að vera tengingin yfir í yfirskilvitlega heiminn.Cumberbatch fór í fyrsta skiptið í gervi Dr. Strange fyrir myndatökuna hjá Entertainment Weekly og sagðist í samtali við tímaritið ekki enn hafa lært alveg inn á karakter Dr. Strange. Til að mynda hafði hann kynnt sér allar handahreyfingar Dr. Strange, sem er fremur mikilvægar í sögunum þar sem hann notar þær til að leggja álög og kalla fram töfra.Tilda Swinton, Rachel McAdams, Chiwetel Ejiofor og Mads Mikkelsen fara einnig með hlutverk í myndinni. Tilda Swinton leikur læriföður Dr. Strange, The Ancient One, en Ejiofor mun leika Baron Mordo, sem einnig lærði undir The Ancient One áður en hann varð erkióvinur Dr. Strange. Leikstjóri myndarinnar er Scott Derrickson en myndin verður frumsýnd í nóvember næstkomandi. Myndirnar má sjá með því að smella á þennan hlekk hér. Here's your exclusive first look at Benedict Cumberbatch in @Marvel's magical @DrStrange! ✨ https://t.co/3PYpoTv6Ds pic.twitter.com/PNGmN4KK5U— Entertainment Weekly (@EW) December 28, 2015 Bíó og sjónvarp Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Aðdáendur ofurhetja fengu sannarlega skemmtilegan glaðning frá tímaritinu Entertainment Weekly í dag sem birti sex myndir af leikaranum Benedict Cumberbatch sem Doctor Strange. Í myndasagnaheimi heitir Doctor Strange fullu nafni Dr. Stephen Vincent Strange. Í upphafi var hann sjálfhverfur taugaskurðlæknir sem breytist í seiðkarl eftir að hafa lent í hrikalegu bílslysi. Þessi karakter verður að sjálfsögðu hluti af Avengers-heimi Marvel og mun þjóna því hlutverki að vera tengingin yfir í yfirskilvitlega heiminn.Cumberbatch fór í fyrsta skiptið í gervi Dr. Strange fyrir myndatökuna hjá Entertainment Weekly og sagðist í samtali við tímaritið ekki enn hafa lært alveg inn á karakter Dr. Strange. Til að mynda hafði hann kynnt sér allar handahreyfingar Dr. Strange, sem er fremur mikilvægar í sögunum þar sem hann notar þær til að leggja álög og kalla fram töfra.Tilda Swinton, Rachel McAdams, Chiwetel Ejiofor og Mads Mikkelsen fara einnig með hlutverk í myndinni. Tilda Swinton leikur læriföður Dr. Strange, The Ancient One, en Ejiofor mun leika Baron Mordo, sem einnig lærði undir The Ancient One áður en hann varð erkióvinur Dr. Strange. Leikstjóri myndarinnar er Scott Derrickson en myndin verður frumsýnd í nóvember næstkomandi. Myndirnar má sjá með því að smella á þennan hlekk hér. Here's your exclusive first look at Benedict Cumberbatch in @Marvel's magical @DrStrange! ✨ https://t.co/3PYpoTv6Ds pic.twitter.com/PNGmN4KK5U— Entertainment Weekly (@EW) December 28, 2015
Bíó og sjónvarp Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira