Hitað upp fyrir framhald X-Files Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2015 14:55 Fox Mulder og Dana Scully. Mynd/Fox Nú er innan við mánuður í að þau Fox Mulder og Dana Scully birtist aftur á skjáum sjónvarpa um heim allan. Rúmum þrettán árum eftir að framleiðslu upprunalegu þáttanna var hætt. Þann 24. janúar byrjar ný sex þátta sería með þeim David Duchovny og Gillian Anderson í aðalhlutverkum. Ljóst er að margir iða í skinninu, enda þóttu þættirnir gífurlega vinsælir á árum áður. Framleiðendur þáttanna hafa nú gefið út 22 mínútna þátt um undirbúning og framleiðslu seríunnar, sem sjá má hér að neðan.Upprunalegu þættirnir voru í sýningu frá 1993 til 2002 og voru þættirnir fleiri en 200. Þar að auki hafa verið gerðar tvær kvikmyndir. The X-Files sem gefin var út 1998 og The X-Files: I Want to Believe var gefin út árið 2008. Þættirnir gerast sjö til átta árum seinna en síðasta myndin og er samband þeirra Mulder og Scully orðið stirt. Fyrsti og síðasti þátturinn mun snúa að þeirri sögu sem gömlu þættirnir snerust um, en inn á milli verða þættir sem standa á eigin fótum. Fyrsti þáttur verður frumsýndur á Stöð 2 31. janúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nú er innan við mánuður í að þau Fox Mulder og Dana Scully birtist aftur á skjáum sjónvarpa um heim allan. Rúmum þrettán árum eftir að framleiðslu upprunalegu þáttanna var hætt. Þann 24. janúar byrjar ný sex þátta sería með þeim David Duchovny og Gillian Anderson í aðalhlutverkum. Ljóst er að margir iða í skinninu, enda þóttu þættirnir gífurlega vinsælir á árum áður. Framleiðendur þáttanna hafa nú gefið út 22 mínútna þátt um undirbúning og framleiðslu seríunnar, sem sjá má hér að neðan.Upprunalegu þættirnir voru í sýningu frá 1993 til 2002 og voru þættirnir fleiri en 200. Þar að auki hafa verið gerðar tvær kvikmyndir. The X-Files sem gefin var út 1998 og The X-Files: I Want to Believe var gefin út árið 2008. Þættirnir gerast sjö til átta árum seinna en síðasta myndin og er samband þeirra Mulder og Scully orðið stirt. Fyrsti og síðasti þátturinn mun snúa að þeirri sögu sem gömlu þættirnir snerust um, en inn á milli verða þættir sem standa á eigin fótum. Fyrsti þáttur verður frumsýndur á Stöð 2 31. janúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira