Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Víkingur 34-28 | Fyrsti heimasigur Eyjamanna í níu vikur Guðmundur Tómas Sigfússon í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum skrifar 11. desember 2015 20:00 Einar Sverrisson, leikmaður ÍBV. vísir/pjetur Eyjamenn unnu Víkinga með 34 mörkum gegn 28 í Vestmannaeyjum í kvöld. Þetta er einungis annar sigur Eyjamanna í síðustu tíu leikjum, í öllum keppnum. Tveir fyrrum Eyjamenn voru í liði Víkinga sem lenti á eyjunni í dag, þeir Arnar Gauti Grettisson og Einar Gauti Ólafsson. Sá fyrrnefndi átti mjög góðan leik í dag en hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma á leiktíðinni. Arnar er í láni frá Eyjamönnum og skoraði fjögur mörk. Theodór Sigurbjörnsson kom aftur inn í lið ÍBV eftir fjarveru í síðasta leik. Það munaði heldur betur um hann en kauði gerði fjögur mörk í dag. Víkingar leiddu leikinn á upphafsmínútunum en liðið sem byrjaði leikinn hjá ÍBV var mjög breytt því sem byrjar venjulega. Tveir rétthentir hornamenn, Nökkvi Dan Elliðason, Dagur Arnarsson og Brynjar Karl Óskarsson byrjuðu fyrir utan en Kári Kristján Kristjánsson var að vanda á línunni. Eftir sautján mínútna leik var staðan jöfn 8-8 en þá höfðu Eyjamenn ekki fengið eina vörslu, Magnús Erlendsson hafði þá varið sjö skot í marki gestanna en honum var skipt útaf stuttu seinna, mjög skrýtið. Þarna byrjuðu Eyjamenn að gefa í, staðan var 11-10 eftir tuttugu mínútna leik en þá komu sex mörk í röð frá ÍBV. Staðan í hálfleik var síðan 18-12 en þá var leiknum í raun og veru lokið. Brynjar Karl Óskarsson, leikmaður ÍBV, skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en hann þurfti að fara af velli eftir það. Hann hafði leikið mjög vel varnarlega í dag, sem og gegn Akureyri á miðvikudag. Vonandi fyrir hann og ÍBV að þessi meiðsli reynist ekki alvarleg. Eyjamenn gengu á lagið og komust níu mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiks, þá virtust Víkingar átta sig á því að það væri verið að bursta þá. Þeir skoruðu fjögur næstu mörk og virtust ætla að gera þetta að leik. Leikmenn ÍBV voru þó ekki á því að hleypa gestunum neitt mikið nær sér, lokatölur urðu 34-28 en Eyjamenn því aftur komnir á sigurbraut eftir dapra frammistöðu undanfarið. Kári Kristján Kristjánsson átti stórgóðan leik hjá ÍBV en hann gerði sjö mörk úr níu skotum. Þá var Nökkvi Dan Elliðason, sonur bæjarstjórans hérna í Eyjum í miklu stuði en hann gerði fimm mörk úr fimm skotum.Sigurður Bragason: Teddi er besti maðurinn á Íslandi „Ég er mjög sáttur, það er ekki sjálfgefið og hvað þá eins og þetta er búið að vera hjá okkur undanfarið,“ sagði Sigurður Bragason, annar þjálfara ÍBV, eftir kærkominn sigur gegn Víkingum í Eyjum. „Við byrjuðum öðruvísi, prófuðum nýja menn. Við hleyptum aðeins ungliðunum þarna inn og þeir skiluðu sínu verki frábærlega,“ sagði Sigurður en byrjunarlið ÍBV var heldur frábrugðið því sem hefur verið á tímabilinu. Skyttur liðsins þeir Andri Heimir Friðriksson og Einar Sverrisson byrjuðu t.a.m. á bekknum. „Þeir komu með ferskan blæ og greddu inn í þetta og ég held að það hafi verið eitt af atriðunum.“ Staðan var 11-10 á tímapunkti í fyrri hálfleik en þá gáfu Eyjamenn í og settu sex mörk í röð. „Víkingar eru að spá í sínu sæti og eru með hörkuspilara, auðvitað var þetta erfitt í byrjun en við náðum að stinga þá af síðan, sem var fínt.“ „Við gerðum breytingu eftir eitt leikhlé, þá kemur fát á okkar leik, við fáum á okkur þrjú eða fjögur mörk í röð. Reyndar settu þeir Arnar Gauta Grettisson inn á sem að breytti leiknum fyrir þá. Við réðum illa við hann,“ sagði Sigurður en Arnar er eins og áður segir í láni frá Eyjamönnum. Theodór Sigurbjörnsson er kominn aftur inn í lið ÍBV eftir ákveðna fjarveru, það getur ekki verið slæmt. „Ég sagði það líka eftir FH-leikinn, þetta er að koma hjá honum. Ég hef sagt það og það vita það allir að hann er besti maðurinn á Íslandi, við verðum að hafa alla leikmennina. Mér finnst Teddi ekkert svo góður en það er mikilvægt að hafa hann, líka í hópnum, hann er skemmtilegur,“ sagði Sigurður skælbrosandi að lokum. Ágúst Jóhannsson: Þurfum að ná heilsteyptari frammistöðu „Mér fannst við spila vel stóran kafla leiksins fyrir utan svona 12 mínútur í fyrri hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, eftir sex marka tap gegn ÍBV. „Þar gerðum við okkur seka um of mikið af tæknimistökum sem þýddi hraðaupphlaup í bakið og þeir náðu forystu. Sóknarlega vorum við góður.“ „Við erum með fínt lið og fórum illa með mikið af marktækifærum. Lykilmenn hjá okkur því miður ekki að ná sér á strik í dag. Þeir fóru með aragrúa af færum.“ „Varnarleikurinn var ekki nógu góður, hvort sem við spiluðum 3-2-1 eða 6-0 þá vorum við ekki að ná að brjóta eða stoppa flæðið í þeirra sóknarleik, það er dýrt á móti ÍBV.“ Hverju þurfa Víkingar að breyta til að eiga séns í svona lið? „Við þurfum að spila betri varnarleik, við skorum 28 mörk og það ætti nú að duga okkur til sigurs í flestum leikjum. Varnarleikurinn hefur verið upp til hópa góður hjá okkur en við þurfum að ná heilsteyptari frammistöðu í næsta leik sem er á móti Val og þá náum við vonandi að innbyrða sigur í síðasta leiknum fyrir pásuna.“ Víkingar eru með sex stig á botni deildarinnar, eru þeir of langt frá liðunum fyrir ofan? „Eru þetta ekki einhverj fjögur eða fimm stig. Það væri gott að fá sigur í síðasta leiknum, en þetta er langt frá því að vera búið. Auðvitað þurfum við að spila heilsteyptari leiki og allir þurfa að ná sér á strik, það er markmiðið fyrir næsta leik.“ Aðspurður hvort að Víkingar munu styrkja hópinn fyrir þriðju umferðina segir Ágúst að þeir muni ekki gera það. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Van Gerwen örugglega áfram Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Eyjamenn unnu Víkinga með 34 mörkum gegn 28 í Vestmannaeyjum í kvöld. Þetta er einungis annar sigur Eyjamanna í síðustu tíu leikjum, í öllum keppnum. Tveir fyrrum Eyjamenn voru í liði Víkinga sem lenti á eyjunni í dag, þeir Arnar Gauti Grettisson og Einar Gauti Ólafsson. Sá fyrrnefndi átti mjög góðan leik í dag en hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma á leiktíðinni. Arnar er í láni frá Eyjamönnum og skoraði fjögur mörk. Theodór Sigurbjörnsson kom aftur inn í lið ÍBV eftir fjarveru í síðasta leik. Það munaði heldur betur um hann en kauði gerði fjögur mörk í dag. Víkingar leiddu leikinn á upphafsmínútunum en liðið sem byrjaði leikinn hjá ÍBV var mjög breytt því sem byrjar venjulega. Tveir rétthentir hornamenn, Nökkvi Dan Elliðason, Dagur Arnarsson og Brynjar Karl Óskarsson byrjuðu fyrir utan en Kári Kristján Kristjánsson var að vanda á línunni. Eftir sautján mínútna leik var staðan jöfn 8-8 en þá höfðu Eyjamenn ekki fengið eina vörslu, Magnús Erlendsson hafði þá varið sjö skot í marki gestanna en honum var skipt útaf stuttu seinna, mjög skrýtið. Þarna byrjuðu Eyjamenn að gefa í, staðan var 11-10 eftir tuttugu mínútna leik en þá komu sex mörk í röð frá ÍBV. Staðan í hálfleik var síðan 18-12 en þá var leiknum í raun og veru lokið. Brynjar Karl Óskarsson, leikmaður ÍBV, skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en hann þurfti að fara af velli eftir það. Hann hafði leikið mjög vel varnarlega í dag, sem og gegn Akureyri á miðvikudag. Vonandi fyrir hann og ÍBV að þessi meiðsli reynist ekki alvarleg. Eyjamenn gengu á lagið og komust níu mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiks, þá virtust Víkingar átta sig á því að það væri verið að bursta þá. Þeir skoruðu fjögur næstu mörk og virtust ætla að gera þetta að leik. Leikmenn ÍBV voru þó ekki á því að hleypa gestunum neitt mikið nær sér, lokatölur urðu 34-28 en Eyjamenn því aftur komnir á sigurbraut eftir dapra frammistöðu undanfarið. Kári Kristján Kristjánsson átti stórgóðan leik hjá ÍBV en hann gerði sjö mörk úr níu skotum. Þá var Nökkvi Dan Elliðason, sonur bæjarstjórans hérna í Eyjum í miklu stuði en hann gerði fimm mörk úr fimm skotum.Sigurður Bragason: Teddi er besti maðurinn á Íslandi „Ég er mjög sáttur, það er ekki sjálfgefið og hvað þá eins og þetta er búið að vera hjá okkur undanfarið,“ sagði Sigurður Bragason, annar þjálfara ÍBV, eftir kærkominn sigur gegn Víkingum í Eyjum. „Við byrjuðum öðruvísi, prófuðum nýja menn. Við hleyptum aðeins ungliðunum þarna inn og þeir skiluðu sínu verki frábærlega,“ sagði Sigurður en byrjunarlið ÍBV var heldur frábrugðið því sem hefur verið á tímabilinu. Skyttur liðsins þeir Andri Heimir Friðriksson og Einar Sverrisson byrjuðu t.a.m. á bekknum. „Þeir komu með ferskan blæ og greddu inn í þetta og ég held að það hafi verið eitt af atriðunum.“ Staðan var 11-10 á tímapunkti í fyrri hálfleik en þá gáfu Eyjamenn í og settu sex mörk í röð. „Víkingar eru að spá í sínu sæti og eru með hörkuspilara, auðvitað var þetta erfitt í byrjun en við náðum að stinga þá af síðan, sem var fínt.“ „Við gerðum breytingu eftir eitt leikhlé, þá kemur fát á okkar leik, við fáum á okkur þrjú eða fjögur mörk í röð. Reyndar settu þeir Arnar Gauta Grettisson inn á sem að breytti leiknum fyrir þá. Við réðum illa við hann,“ sagði Sigurður en Arnar er eins og áður segir í láni frá Eyjamönnum. Theodór Sigurbjörnsson er kominn aftur inn í lið ÍBV eftir ákveðna fjarveru, það getur ekki verið slæmt. „Ég sagði það líka eftir FH-leikinn, þetta er að koma hjá honum. Ég hef sagt það og það vita það allir að hann er besti maðurinn á Íslandi, við verðum að hafa alla leikmennina. Mér finnst Teddi ekkert svo góður en það er mikilvægt að hafa hann, líka í hópnum, hann er skemmtilegur,“ sagði Sigurður skælbrosandi að lokum. Ágúst Jóhannsson: Þurfum að ná heilsteyptari frammistöðu „Mér fannst við spila vel stóran kafla leiksins fyrir utan svona 12 mínútur í fyrri hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkinga, eftir sex marka tap gegn ÍBV. „Þar gerðum við okkur seka um of mikið af tæknimistökum sem þýddi hraðaupphlaup í bakið og þeir náðu forystu. Sóknarlega vorum við góður.“ „Við erum með fínt lið og fórum illa með mikið af marktækifærum. Lykilmenn hjá okkur því miður ekki að ná sér á strik í dag. Þeir fóru með aragrúa af færum.“ „Varnarleikurinn var ekki nógu góður, hvort sem við spiluðum 3-2-1 eða 6-0 þá vorum við ekki að ná að brjóta eða stoppa flæðið í þeirra sóknarleik, það er dýrt á móti ÍBV.“ Hverju þurfa Víkingar að breyta til að eiga séns í svona lið? „Við þurfum að spila betri varnarleik, við skorum 28 mörk og það ætti nú að duga okkur til sigurs í flestum leikjum. Varnarleikurinn hefur verið upp til hópa góður hjá okkur en við þurfum að ná heilsteyptari frammistöðu í næsta leik sem er á móti Val og þá náum við vonandi að innbyrða sigur í síðasta leiknum fyrir pásuna.“ Víkingar eru með sex stig á botni deildarinnar, eru þeir of langt frá liðunum fyrir ofan? „Eru þetta ekki einhverj fjögur eða fimm stig. Það væri gott að fá sigur í síðasta leiknum, en þetta er langt frá því að vera búið. Auðvitað þurfum við að spila heilsteyptari leiki og allir þurfa að ná sér á strik, það er markmiðið fyrir næsta leik.“ Aðspurður hvort að Víkingar munu styrkja hópinn fyrir þriðju umferðina segir Ágúst að þeir muni ekki gera það.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Van Gerwen örugglega áfram Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn