Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Grótta 26-27 | Sterkur útisigur hjá Gróttu Stefán Árni Pálsson í Austurbergi skrifar 16. desember 2015 14:52 Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk í liði Gróttu. Vísir/ernir Grótta vann frábæran útisigur á ÍR, 27-26, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR byrjaði leikinn mun betur en Grótta svaraði í síðari hálfleiknum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Austurberginu og tók meðfylgjandi myndir. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en þegar leið á hálfleikinn náðu heimamenn í ÍR fínum tökum á leiknum. Þeir náðu mest sex marka forskoti og voru að leika sérstaklega vel. Beittu hröðum upphlaupum og spiluðu varnarleikinn fast en jafnframt vel. Grótta náði örlítið að klóra í bakkann undir lok hálfleiksins og minnkuðu muninn í 16-13 sem var staðan eftir 30 mínútna leik. Í upphafi síðari hálfleiksins voru það gestirnir sem byrjuðu betur og tók þá aðeins sjö mínútur að jafna leikinn 17-17. Grótta náði hægt og rólega tökum á leiknum og var liðið komið tveimur mörkum yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Þá fóru heimamenn aftur í gang og skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 21-20 sér í vil. Mikil spenna var út leiktímann en það voru samt sem áður Gróttumenn sem náðu að tryggja sér stigin tvö undir lokin og lauk leiknum með 27-26 sigri gestanna. ÍR-ingar þurfa nauðsynlega að skoða sinn sóknarleik, en leikmenn liðsins tóku oft upp á því í leiknum að taka einkennileg og mjög svo ótímabær skot. Finnur Ingi Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Gróttu í kvöld en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Bjarni: Einhver djöfull á öxlunum á þeim„Við bara leyfðum þeim að komast inn í leikinn algjörlega að óþörfu seinustu tíu mínúturnar í leiknum,“ segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þeir komast síðan í gang í síðari hálfleiknum þegar markvörðurinn þeirra fer að verja. Við vorum mjög agalausir í okkar leik og.“ Bjarni var ekki ánægður með ákvörðunartöku leikmanna í kvöld. „Við höfum verið að vinna með þetta lengi og menn hafa verið að bæta sig, en þetta var ekki gott í kvöld. Það virðist stundum vera einhver djöfull á öxlunum á mönnum.“ Hann segir að þegar að liðið nái nokkurra marka forskoti þá sleppa menn tökunum. Gunnar: Hrikalega sáttur með strákana„Við vorum slakir varnarlega í fyrri hálfleiknum,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Grótta, eftir leikinn. „Það var allt of auðvelt fyrir þá að skora mörk og við vorum bara ekki að finna taktinn. Við vorum kannski dálítið lemstraðir eftir síðasta leik. Það sat í okkur kannski eitthvað svekkelsi,“ segir Gunnar en Grótta tapaði með einu marki gegn Akureyri. „Ég er hrikalega stoltur af því hvernig við náðum að vinna okkur inn í leikinn og síðan að ná að klára hann.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi bara verið aðeins klókari undir lokin. „Við vorum þolinmóðari og ég er bara hrikalega sáttur með það hvernig við kláruðum þennan leik.“vísir/ernir Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Grótta vann frábæran útisigur á ÍR, 27-26, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR byrjaði leikinn mun betur en Grótta svaraði í síðari hálfleiknum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Austurberginu og tók meðfylgjandi myndir. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en þegar leið á hálfleikinn náðu heimamenn í ÍR fínum tökum á leiknum. Þeir náðu mest sex marka forskoti og voru að leika sérstaklega vel. Beittu hröðum upphlaupum og spiluðu varnarleikinn fast en jafnframt vel. Grótta náði örlítið að klóra í bakkann undir lok hálfleiksins og minnkuðu muninn í 16-13 sem var staðan eftir 30 mínútna leik. Í upphafi síðari hálfleiksins voru það gestirnir sem byrjuðu betur og tók þá aðeins sjö mínútur að jafna leikinn 17-17. Grótta náði hægt og rólega tökum á leiknum og var liðið komið tveimur mörkum yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Þá fóru heimamenn aftur í gang og skoruðu þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni í 21-20 sér í vil. Mikil spenna var út leiktímann en það voru samt sem áður Gróttumenn sem náðu að tryggja sér stigin tvö undir lokin og lauk leiknum með 27-26 sigri gestanna. ÍR-ingar þurfa nauðsynlega að skoða sinn sóknarleik, en leikmenn liðsins tóku oft upp á því í leiknum að taka einkennileg og mjög svo ótímabær skot. Finnur Ingi Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Gróttu í kvöld en Sturla Ásgeirsson var með tíu fyrir ÍR. Bjarni: Einhver djöfull á öxlunum á þeim„Við bara leyfðum þeim að komast inn í leikinn algjörlega að óþörfu seinustu tíu mínúturnar í leiknum,“ segir Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þeir komast síðan í gang í síðari hálfleiknum þegar markvörðurinn þeirra fer að verja. Við vorum mjög agalausir í okkar leik og.“ Bjarni var ekki ánægður með ákvörðunartöku leikmanna í kvöld. „Við höfum verið að vinna með þetta lengi og menn hafa verið að bæta sig, en þetta var ekki gott í kvöld. Það virðist stundum vera einhver djöfull á öxlunum á mönnum.“ Hann segir að þegar að liðið nái nokkurra marka forskoti þá sleppa menn tökunum. Gunnar: Hrikalega sáttur með strákana„Við vorum slakir varnarlega í fyrri hálfleiknum,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Grótta, eftir leikinn. „Það var allt of auðvelt fyrir þá að skora mörk og við vorum bara ekki að finna taktinn. Við vorum kannski dálítið lemstraðir eftir síðasta leik. Það sat í okkur kannski eitthvað svekkelsi,“ segir Gunnar en Grótta tapaði með einu marki gegn Akureyri. „Ég er hrikalega stoltur af því hvernig við náðum að vinna okkur inn í leikinn og síðan að ná að klára hann.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi bara verið aðeins klókari undir lokin. „Við vorum þolinmóðari og ég er bara hrikalega sáttur með það hvernig við kláruðum þennan leik.“vísir/ernir
Olís-deild karla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita