Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍBV 25-25 | Einar hetja Eyjamanna Ólafur Haukur Tómasson í KA-heimilinu skrifar 17. desember 2015 20:15 Einar Sverrisson skoraði jöfnunarmark ÍBV undir lokin. vísir/vilhelm Akureyri og ÍBV skildu jöfn, 25-25, í afar spennandi leik í KA heimilinu í kvöld. Akureyri hefði með sigri getað tekið 4.sætið af ÍBV en Eyjamenn voru ekki á því að leyfa því að gerast og jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins. Leikurinn var afar fjörlegur og einkenndist af miklum hraða og ákafa sem skilaði af sér einhverjum misheppnuðum sendingum, ruðningum og þess háttar en skemmtanagildi leiksins varð bara þeim mun meira. Jafnræði var með liðunum allan leikinn þó svo að heimamenn í Akueyri hafi alltaf verið skrefinu á undan en áræðnir Eyjamenn létu aldrei deigan síga og voru sífellt nartandi í hæla þeirra. Akureyri leiddi með tveimur mörkum þegar gengið var inn til hálfleiks. Seinni hálfleikur var ekki frábrugðinn þeim fyrri og var hann líka spilaður af hraða og ákafa í jöfnum leik. Þegar líða fór á hálfleikinn fór að koma meiri hiti í mannskapinn og þurftu þeir Bjarki Bóasson og Svavar Pétursson, dómarar leiksins, á öllum sínum kröftum að halda til að það sauð ekki allt upp úr á köflum. Lokamínútur leiksins voru afar spennandi. ÍBV vann upp forskot Akureyrar og fengu tækifæri til að jafna þegar stutt var eftir en töpuðu boltanum. Þá fékk Akureyri tækifæri til að gulltryggja sigurinn þegar innan við hálf mínúta var eftir. Heimamenn reyndu að vinna brot til að láta tímann fjara út og gerðu það ágætlega. Allt sauð upp úr þegar fimmtán sekúndur voru eftir og fékk Elliði Snær Viðarsson, leikmaður ÍBV, að líta beint rautt spjald eftir brot á Bergvini Þór. Leikurinn hófst að nýju og Andri Snær, fyrirliði Akureyrar, fékk dæmdan á sig klaufalegan ruðning. ÍBV drifu sig í sókn og Grétar Þór vann aukakast þegar fimm sekúndur voru eftir. Það var brotið aftur í aukakastinu og það því endurtekið með þrjár sekúndur á klukkunni. Það var Einar Sverrisson sem lyfti sér yfir varnarvegg Akureyrar og negldi boltanum í netið og jafnaði metin rétt áður en lokaflautið gall. Akureyri er sem stendur í 5.sæti og ÍBV enn í 4.sætinu áður en haldið er inn í nokkuð langt frí.Halldór Logi: Vorum óskynsamir í lokin „Við vorum yfir allan leikinn og mér fannst við vera með þá en þeir eru baráttuglaðir og fara aldrei. „Þeir voru allan tíman þarna og það skilaði sér hjá þeim eins og í Eyjum um daginn nema við vorum með meiri forystu þar. „Þetta er annar leikurinn sem við missum í jafntefli á móti þeim og hrós á þá því þeir eru mjög baráttuglaðir og við kannski óskynsamir í lokin,“ sagði Halldór Logi Árnason, leikmaður Akureyrar í kvöld sem var að vonum ekki of sáttur með tapað stig í kvöld. Akureyri byrjaði leiktíðina afar illa en hafa heldur betur unnið sig upp töfluna og eru í ágætis málum fyrir pásuna. Halldór er sáttur með stígandan í liðinu. „Ég er mjög ánægður. Við vorum mjög óánægðir með byrjunina hjá okkur og við vissum að þetta væri þarna og það hefur komið, við höfum verið stígandi og vonandi getum við nýtt pásuna til að bæta okkur enn frekar og koma enn sterkari til baka,“ bætti hann við.Magnús: Hvert stig telur „Þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Eins og deildin er að spilast þá er hvert stig mikilvægt og gæti komið til með að telja þegar uppi er staðið,“ sagði Magnús Stefánsson leikmaður ÍBV eftir leikinn í dag. Eyjamenn voru nær allan leikinn að elta heimamenn en barátta þeirra varð til þess að þeir gengu út með stig, Magnús er að vonum afar sáttur með stigið og hrósaði karakter liðsins. „Það er karakter sem liðið er búið að tileinka sér, að gefast aldrei upp og vera alltaf á fullu sem hvað á dynur. Það er ekki hægt að taka neitt af Akureyringum því þeir eru með frábært lið og spiluðu langt undir getu fyrri hluta móts og eru að sýna hvað þeir geta núna.“ Magnús spilaði í yngri flokkum KA og með Akureyri um nokkurt skeið svo hann þekkir ágætlega til KA heimilisins. Hann lýsti yfir ánægju sinni við ákvörðun þeirra að færa heimavöllinn aftur þangað. „Það verður að koma fram að mér finnst það frábær ákvörðun hjá Akureyri að færa sig aftur í KA heimilið og það er frábært að koma hingað aftur í það sem ég fullyrði að er erfiðasti heimavöllur landsins. „Við erum ekki nógu sáttir.Við vitum það sjálfir að við eigum talsvert inni og við verðum að vinna í okkar málum í fríinu og koma sterkari til baka í seinni hlutann,“ bætti Magnús við þegar hann var spurður um hvernig hann meti frammistöðu Eyjamanna hingað til á mótinu. Olís-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Akureyri og ÍBV skildu jöfn, 25-25, í afar spennandi leik í KA heimilinu í kvöld. Akureyri hefði með sigri getað tekið 4.sætið af ÍBV en Eyjamenn voru ekki á því að leyfa því að gerast og jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins. Leikurinn var afar fjörlegur og einkenndist af miklum hraða og ákafa sem skilaði af sér einhverjum misheppnuðum sendingum, ruðningum og þess háttar en skemmtanagildi leiksins varð bara þeim mun meira. Jafnræði var með liðunum allan leikinn þó svo að heimamenn í Akueyri hafi alltaf verið skrefinu á undan en áræðnir Eyjamenn létu aldrei deigan síga og voru sífellt nartandi í hæla þeirra. Akureyri leiddi með tveimur mörkum þegar gengið var inn til hálfleiks. Seinni hálfleikur var ekki frábrugðinn þeim fyrri og var hann líka spilaður af hraða og ákafa í jöfnum leik. Þegar líða fór á hálfleikinn fór að koma meiri hiti í mannskapinn og þurftu þeir Bjarki Bóasson og Svavar Pétursson, dómarar leiksins, á öllum sínum kröftum að halda til að það sauð ekki allt upp úr á köflum. Lokamínútur leiksins voru afar spennandi. ÍBV vann upp forskot Akureyrar og fengu tækifæri til að jafna þegar stutt var eftir en töpuðu boltanum. Þá fékk Akureyri tækifæri til að gulltryggja sigurinn þegar innan við hálf mínúta var eftir. Heimamenn reyndu að vinna brot til að láta tímann fjara út og gerðu það ágætlega. Allt sauð upp úr þegar fimmtán sekúndur voru eftir og fékk Elliði Snær Viðarsson, leikmaður ÍBV, að líta beint rautt spjald eftir brot á Bergvini Þór. Leikurinn hófst að nýju og Andri Snær, fyrirliði Akureyrar, fékk dæmdan á sig klaufalegan ruðning. ÍBV drifu sig í sókn og Grétar Þór vann aukakast þegar fimm sekúndur voru eftir. Það var brotið aftur í aukakastinu og það því endurtekið með þrjár sekúndur á klukkunni. Það var Einar Sverrisson sem lyfti sér yfir varnarvegg Akureyrar og negldi boltanum í netið og jafnaði metin rétt áður en lokaflautið gall. Akureyri er sem stendur í 5.sæti og ÍBV enn í 4.sætinu áður en haldið er inn í nokkuð langt frí.Halldór Logi: Vorum óskynsamir í lokin „Við vorum yfir allan leikinn og mér fannst við vera með þá en þeir eru baráttuglaðir og fara aldrei. „Þeir voru allan tíman þarna og það skilaði sér hjá þeim eins og í Eyjum um daginn nema við vorum með meiri forystu þar. „Þetta er annar leikurinn sem við missum í jafntefli á móti þeim og hrós á þá því þeir eru mjög baráttuglaðir og við kannski óskynsamir í lokin,“ sagði Halldór Logi Árnason, leikmaður Akureyrar í kvöld sem var að vonum ekki of sáttur með tapað stig í kvöld. Akureyri byrjaði leiktíðina afar illa en hafa heldur betur unnið sig upp töfluna og eru í ágætis málum fyrir pásuna. Halldór er sáttur með stígandan í liðinu. „Ég er mjög ánægður. Við vorum mjög óánægðir með byrjunina hjá okkur og við vissum að þetta væri þarna og það hefur komið, við höfum verið stígandi og vonandi getum við nýtt pásuna til að bæta okkur enn frekar og koma enn sterkari til baka,“ bætti hann við.Magnús: Hvert stig telur „Þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Eins og deildin er að spilast þá er hvert stig mikilvægt og gæti komið til með að telja þegar uppi er staðið,“ sagði Magnús Stefánsson leikmaður ÍBV eftir leikinn í dag. Eyjamenn voru nær allan leikinn að elta heimamenn en barátta þeirra varð til þess að þeir gengu út með stig, Magnús er að vonum afar sáttur með stigið og hrósaði karakter liðsins. „Það er karakter sem liðið er búið að tileinka sér, að gefast aldrei upp og vera alltaf á fullu sem hvað á dynur. Það er ekki hægt að taka neitt af Akureyringum því þeir eru með frábært lið og spiluðu langt undir getu fyrri hluta móts og eru að sýna hvað þeir geta núna.“ Magnús spilaði í yngri flokkum KA og með Akureyri um nokkurt skeið svo hann þekkir ágætlega til KA heimilisins. Hann lýsti yfir ánægju sinni við ákvörðun þeirra að færa heimavöllinn aftur þangað. „Það verður að koma fram að mér finnst það frábær ákvörðun hjá Akureyri að færa sig aftur í KA heimilið og það er frábært að koma hingað aftur í það sem ég fullyrði að er erfiðasti heimavöllur landsins. „Við erum ekki nógu sáttir.Við vitum það sjálfir að við eigum talsvert inni og við verðum að vinna í okkar málum í fríinu og koma sterkari til baka í seinni hlutann,“ bætti Magnús við þegar hann var spurður um hvernig hann meti frammistöðu Eyjamanna hingað til á mótinu.
Olís-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira