Staðreyndir um vopnaburð lögreglu Vilhjálmur Árnason skrifar 1. desember 2015 11:52 Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakössum í sex bílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunar er ekki um mikla breytingu að ræða og enga stefnubreytingu. Í umræðunni í fyrra kom fram að nokkrir lögreglubílar um land allt væru útbúnir skotvopnum og hafa verið til margra ára. Sú breyting sem hér um ræðir snýst um geymslustað sem miðar að því að stytta viðbragðstíma. Þá er rétt að taka fram að ekki er verið að fjölga vopnum, heldur einungis verið að færa þau milli staða. Einnig er rétt að benda á að þessi ákvörðun tengist á engan hátt hryðjuverkunum í París og/eða aðgerðum þjóða í Evrópu gegn Íslamska ríkinu (IS). Ríkislögreglustjóri hefur frá árinu 2012 gert áhættu- og veikleikagreiningu árlega á öllu landinu sem kynnt er ráðuneytinu og Alþingi. Sú áhættumatsgreining hefur ekki skilað ásættanlegri niðurstöðu og telur ríkisslögreglustjóri brýna ástæðu til viðbragða. Þess vegna hefur staðið yfir undirbúningur hjá lögreglunni sem miðar að því að lögreglumenn séu undir það búnir að nota skotvopn á sem öruggastan hátt, sem er algjört lykilatriði. Ef eitthvað óvænt kemur upp, sem krefst vopnaðra viðbragða, þá verður lögreglan að hafa aðgang að þeim búnaði sem þarf til að tryggja öryggi bæði borgara og sitt eigið.Vilja almennt ekki bera skotvopn við dagleg störf Eðli málsins samkvæmt verða margir uggandi þegar talað er um skotvopnaburð lögreglunnar. Sjálfur er ég engin undantekning. Staðreyndin er sú að lögreglumenn vilja almennt ekki vera vopnaðir eða bera skotvopn við dagleg störf. Enda felur umrædd breyting ekki í sér almennan skotvopnaburð lögreglunnar né auknar heimildir til nýtingar skotvopna.Framkvæmdin hert Því til stuðnings er rétt að taka fram að hérlendis eru í gildi Vopnareglur (nr. 16/1999) sem Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur nýlega opinberað. Samkvæmt þeim fær engin lögreglumaður vopn í hendur nema að varðstjóri afhendi það að undangengnum ákveðnum viðmiðum. Með sérstökum vopnakössum er því verið að tryggja að Vopnalögum sé fylgt. Þannig þurfa lögreglumenn að óska eftir heimild til að fá aðgang að vopni í ökutæki. Fái þeir heimild, sendir varðstjóri öryggiskóða til þess að unnt sé að opna kassana. Eins og fyrirkomulagið hefur verið, þar sem að vopn eru í ökutækjum, hefur hingað til verið möguleiki á að komast í vopnið án heimildar varðstjóra, en nú hefur framkvæmdin verið hert til þess að efla öryggi í meðferð skotvopna.Aukið eftirlit? Skiljanlega hefur mörgum orðið tíðrætt um aukið eftirlit samhliða þessari umræðu og er sú umræða fagnaðarefni. Lögreglan hefur það hlutverk að verja réttindi borgaranna með störfum sínum. Lögreglan sjálf fagnar því að hafa gott eftirlit. Ef eftirlitið er gegnsætt og almennt traust ríkir til þess, þá er fagmennska innan lögreglunnar sönnuð og erfitt að sá tortryggni í garð hennar.Allt vald skal tempra með eftirliti Þau sjónarmið hafa heyrst að ekkert eftirlit sé haft með lögreglunni. Á slíkt er ekki hægt að fallast. Nýverið hafa lögreglumenn verið dæmdir fyrir brot í starfi og ég fullyrði að enginn lögreglumaður vill hafa skemmt epli sér við hlið, enda dregur slíkt úr trúverðugleika þeirra sjálfra. Þá er engin ástæða til þess að ætla að það 90% traust sem borið er til lögreglunnar sé byggt á sandi. Það er innistæða fyrir því mikla trausti. Standi lögreglan hins vegar ekki undir því trausti ber tafarlaust að endurskoða eftirlit og kemur þar sjálfstætt eftirlit einna helst til álita. Ég vil að lokum lýsa þeirri skoðun minni að vald skuli tempra með eftirliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Það er hægt Ragna Sigurðardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakössum í sex bílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunar er ekki um mikla breytingu að ræða og enga stefnubreytingu. Í umræðunni í fyrra kom fram að nokkrir lögreglubílar um land allt væru útbúnir skotvopnum og hafa verið til margra ára. Sú breyting sem hér um ræðir snýst um geymslustað sem miðar að því að stytta viðbragðstíma. Þá er rétt að taka fram að ekki er verið að fjölga vopnum, heldur einungis verið að færa þau milli staða. Einnig er rétt að benda á að þessi ákvörðun tengist á engan hátt hryðjuverkunum í París og/eða aðgerðum þjóða í Evrópu gegn Íslamska ríkinu (IS). Ríkislögreglustjóri hefur frá árinu 2012 gert áhættu- og veikleikagreiningu árlega á öllu landinu sem kynnt er ráðuneytinu og Alþingi. Sú áhættumatsgreining hefur ekki skilað ásættanlegri niðurstöðu og telur ríkisslögreglustjóri brýna ástæðu til viðbragða. Þess vegna hefur staðið yfir undirbúningur hjá lögreglunni sem miðar að því að lögreglumenn séu undir það búnir að nota skotvopn á sem öruggastan hátt, sem er algjört lykilatriði. Ef eitthvað óvænt kemur upp, sem krefst vopnaðra viðbragða, þá verður lögreglan að hafa aðgang að þeim búnaði sem þarf til að tryggja öryggi bæði borgara og sitt eigið.Vilja almennt ekki bera skotvopn við dagleg störf Eðli málsins samkvæmt verða margir uggandi þegar talað er um skotvopnaburð lögreglunnar. Sjálfur er ég engin undantekning. Staðreyndin er sú að lögreglumenn vilja almennt ekki vera vopnaðir eða bera skotvopn við dagleg störf. Enda felur umrædd breyting ekki í sér almennan skotvopnaburð lögreglunnar né auknar heimildir til nýtingar skotvopna.Framkvæmdin hert Því til stuðnings er rétt að taka fram að hérlendis eru í gildi Vopnareglur (nr. 16/1999) sem Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur nýlega opinberað. Samkvæmt þeim fær engin lögreglumaður vopn í hendur nema að varðstjóri afhendi það að undangengnum ákveðnum viðmiðum. Með sérstökum vopnakössum er því verið að tryggja að Vopnalögum sé fylgt. Þannig þurfa lögreglumenn að óska eftir heimild til að fá aðgang að vopni í ökutæki. Fái þeir heimild, sendir varðstjóri öryggiskóða til þess að unnt sé að opna kassana. Eins og fyrirkomulagið hefur verið, þar sem að vopn eru í ökutækjum, hefur hingað til verið möguleiki á að komast í vopnið án heimildar varðstjóra, en nú hefur framkvæmdin verið hert til þess að efla öryggi í meðferð skotvopna.Aukið eftirlit? Skiljanlega hefur mörgum orðið tíðrætt um aukið eftirlit samhliða þessari umræðu og er sú umræða fagnaðarefni. Lögreglan hefur það hlutverk að verja réttindi borgaranna með störfum sínum. Lögreglan sjálf fagnar því að hafa gott eftirlit. Ef eftirlitið er gegnsætt og almennt traust ríkir til þess, þá er fagmennska innan lögreglunnar sönnuð og erfitt að sá tortryggni í garð hennar.Allt vald skal tempra með eftirliti Þau sjónarmið hafa heyrst að ekkert eftirlit sé haft með lögreglunni. Á slíkt er ekki hægt að fallast. Nýverið hafa lögreglumenn verið dæmdir fyrir brot í starfi og ég fullyrði að enginn lögreglumaður vill hafa skemmt epli sér við hlið, enda dregur slíkt úr trúverðugleika þeirra sjálfra. Þá er engin ástæða til þess að ætla að það 90% traust sem borið er til lögreglunnar sé byggt á sandi. Það er innistæða fyrir því mikla trausti. Standi lögreglan hins vegar ekki undir því trausti ber tafarlaust að endurskoða eftirlit og kemur þar sjálfstætt eftirlit einna helst til álita. Ég vil að lokum lýsa þeirri skoðun minni að vald skuli tempra með eftirliti.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun