Matreiðslumaður hjólaði í vinnuna: Þreyttur á umræðu að ekki sé hægt að hjóla á Íslandi allan ársins hring Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 16:31 Fleiri en Elvar Örn hjóluðu til vinnu í morgun. Vísir/Pjetur „ Það er ekki raunhæft að hjóla á íslandi allann ársins hring er umræða sem ég þarf að taka á hverju ári, jafnvel oft á ári,“ segir matreiðslumaðurinn Elvar Örn Reynisson. Elvar Örn hjólaði til vinnu í dag eins og alla aðra daga þrátt fyrir spá um vonskuveður þar sem foreldrum var meðal annars í sjálfsvald sett hvort börn þeirra ættu að fara í skóla. Fjölmargir skildu héldu ekki til vinnu heldur unnu að heiman í dag, notuðu almenningssamgöngur í stað einkabílsins eða fengu far með samstarfsfélaga á vel búnum bíl. En svo eru hjólreiðagarpar eins og Elvar Örn sem var langt í frá eini kappinn sem fór til vinnu á hjóli í morgun. Þessi barðist í gegnum snjóinn í dag.vísir/ernir „Skiljanlega viljum við ekki senda börnin okkar út í hvaða veður sem er en aldrei mætti líka vanbúnum bílum við hágæða reiðhjól. Í morgun hjólaði ég til vinnu á Trek Superfly hjólinu mínu, ég er ekki með negld dekk á því en breið dekk og slöngulaust þannig að ég get hleypt ögn meira úr dekkjunum til að fá meira grip í snjónum,“ segir Elvar Örn. Hjólið er létt og gírarnir góðir. Það skemmtilega við þetta er að þetta hjól kostar brot af nývirði bíls í dag þó það sé vissulega ekki af ódýrustu sort,“ segir kappinn sem tók rækilega til í eigin málum fyrir fjórum árum síðar. Hafði hann þó hjólað lengi þegar þar var komið við sögu.Ferðalag Elvars Arnar til vinnu í morgun má sjá hér að neðan.Var 146 kíló fyrir fjórum árumÁ bloggi hans, Ísmaðurinn.net, upplýsir hann að árið 2011 hafi hann ákveðið að tímabært væri að breyta um lífsstíl og ná aftur kjörþyngd. Hann var þá 146 kíló en er greinilega öllu léttari í dag enda orðinn mikill hjólreiðagarpur. Á hann meðal annars að baki sigur í keppninni Gullhringurinn, einni stærstu hjólreiðakeppni landsins.Ferðalagið í morgun gekk án vandræða og Elvar Örn segist ekki hafa verið mikið lengur á leiðinni en vanalega.„Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir.“Ekki fór þó vel hjá öllum sem hjóluðu til vinnu í morgun eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag.Ekki náðist í Elvar Örn við vinnslu fréttarinnar. Veður Tengdar fréttir Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12 María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
„ Það er ekki raunhæft að hjóla á íslandi allann ársins hring er umræða sem ég þarf að taka á hverju ári, jafnvel oft á ári,“ segir matreiðslumaðurinn Elvar Örn Reynisson. Elvar Örn hjólaði til vinnu í dag eins og alla aðra daga þrátt fyrir spá um vonskuveður þar sem foreldrum var meðal annars í sjálfsvald sett hvort börn þeirra ættu að fara í skóla. Fjölmargir skildu héldu ekki til vinnu heldur unnu að heiman í dag, notuðu almenningssamgöngur í stað einkabílsins eða fengu far með samstarfsfélaga á vel búnum bíl. En svo eru hjólreiðagarpar eins og Elvar Örn sem var langt í frá eini kappinn sem fór til vinnu á hjóli í morgun. Þessi barðist í gegnum snjóinn í dag.vísir/ernir „Skiljanlega viljum við ekki senda börnin okkar út í hvaða veður sem er en aldrei mætti líka vanbúnum bílum við hágæða reiðhjól. Í morgun hjólaði ég til vinnu á Trek Superfly hjólinu mínu, ég er ekki með negld dekk á því en breið dekk og slöngulaust þannig að ég get hleypt ögn meira úr dekkjunum til að fá meira grip í snjónum,“ segir Elvar Örn. Hjólið er létt og gírarnir góðir. Það skemmtilega við þetta er að þetta hjól kostar brot af nývirði bíls í dag þó það sé vissulega ekki af ódýrustu sort,“ segir kappinn sem tók rækilega til í eigin málum fyrir fjórum árum síðar. Hafði hann þó hjólað lengi þegar þar var komið við sögu.Ferðalag Elvars Arnar til vinnu í morgun má sjá hér að neðan.Var 146 kíló fyrir fjórum árumÁ bloggi hans, Ísmaðurinn.net, upplýsir hann að árið 2011 hafi hann ákveðið að tímabært væri að breyta um lífsstíl og ná aftur kjörþyngd. Hann var þá 146 kíló en er greinilega öllu léttari í dag enda orðinn mikill hjólreiðagarpur. Á hann meðal annars að baki sigur í keppninni Gullhringurinn, einni stærstu hjólreiðakeppni landsins.Ferðalagið í morgun gekk án vandræða og Elvar Örn segist ekki hafa verið mikið lengur á leiðinni en vanalega.„Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir.“Ekki fór þó vel hjá öllum sem hjóluðu til vinnu í morgun eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag.Ekki náðist í Elvar Örn við vinnslu fréttarinnar.
Veður Tengdar fréttir Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12 María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12
María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent