Helgi: Þeir eru ekkert betri en ég Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2015 15:20 Helgi Sveinsson tók við viðurkenningu sinni úr hendi Sveins Áka Lúðvíkssonar, formanns ÍF. Vísir/Vilhelm Helgi Sveinsson, spjótkastari, var í dag valinn íþróttamaður ársins af Íþróttasambandi fatlaðra. Þetta er í annað sinn sem Helgi hlýtur þá útnefningu en hann náði frábærum árangri á árinu þar sem hann bætti meðal annars heimsmetið í grein sinni. „Það er toppurinn að vera valinn íþróttamaður ársins og alveg ótrúlega gaman,“ segir Helgi, glaður í bragði, í eftir hófið í dag. Hann segist vera ánægður með árið.Sjá einnig: Thelma Björg og Helgi valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum „Ég setti heimsmet og náði þriðja sæti á HM þegar það var keppt í sameiginlegum flokki í fyrsta sinn. Það gekk í raun flest það sem maður var búinn að setja upp,“ segir Helgi sem keppir í fötlunarflokki F42 en aflima þurfti vinstri fót hans ofan við hné á unglingsárum. „Draumamarkmiðið var að kasta yfir 60 m en það er erfitt að hafa ákveðna tölu í huga. Þetta kemur bara þegar það kemur,“ bætir Helgi við. „En ég finn það vel að ég á meira inni og það verður gaman að sjá hvernig framhaldið verður hjá mér.“Helgi á HM í Katar á þessu ári.Vísir/GettyÆfa aðeins meira og vinna þá Heimsmet hans í greininni er 57,36 m og trónir hann í efsta sæti heimslistans í sínum fötlunarflokki. hann en heimsmet hans er 57,36 m. En á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum var í fyrsta sinn keppt í sameinuðum flokki með F43 og F44 en úr þeim flokkum eru keppendur sem eru minna fatlaðir en Helgi. „Ég er bara búinn að sjá það að þeir eru ekkert betri en ég,“ segir hann og brosir. „Þá er það bara að æfa aðeins meira og vinna þá.“ „Það er jákvæð hvatning fyrir mig að keppa við þá. Nú langar mig bara ennþá meira til að vinna þá og þá setur maður bara aðeins meira í það.“Helgi og Thelma Björg Björnsdóttir eru íþróttamaður- og kona ársins.Vísir/DaníelÆtlaði að hætta á næsta ári Ekki er enn staðfest hverjir muni keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í haust en líklegt er að Helgi verði þar á meðal. Helgi er 36 ára og byrjaði að keppa fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Hann hefur engu að síður náð glæsilegum árangri á stuttum ferli - hann varð fimmti á Ólympíumóti fatlaðra í Lundúnum 2012, heimsmeistari 2013, Evrópumeistari 2014 og vann brons á HM á þessu ári sem fyrr segir. „Árið 2012 sagði ég að ég ætlaði að keppa til 2016. En nú langar mig að halda áfram fram yfir 2020. Það er leynt markmið hjá mér en ég ætla að sjá til hvernig skrokkurinn verður og tilfinningin hjá mér.“ Spjótkastarar hafa þó enst lengi í sinni íþrótt og Helgi vonast til að það eigi líka við um sig. „Þar að auki eru menn oft langlífir í íþróttum fatlaðra og við skulum bara sjá hvað gerist.“ Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira
Helgi Sveinsson, spjótkastari, var í dag valinn íþróttamaður ársins af Íþróttasambandi fatlaðra. Þetta er í annað sinn sem Helgi hlýtur þá útnefningu en hann náði frábærum árangri á árinu þar sem hann bætti meðal annars heimsmetið í grein sinni. „Það er toppurinn að vera valinn íþróttamaður ársins og alveg ótrúlega gaman,“ segir Helgi, glaður í bragði, í eftir hófið í dag. Hann segist vera ánægður með árið.Sjá einnig: Thelma Björg og Helgi valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum „Ég setti heimsmet og náði þriðja sæti á HM þegar það var keppt í sameiginlegum flokki í fyrsta sinn. Það gekk í raun flest það sem maður var búinn að setja upp,“ segir Helgi sem keppir í fötlunarflokki F42 en aflima þurfti vinstri fót hans ofan við hné á unglingsárum. „Draumamarkmiðið var að kasta yfir 60 m en það er erfitt að hafa ákveðna tölu í huga. Þetta kemur bara þegar það kemur,“ bætir Helgi við. „En ég finn það vel að ég á meira inni og það verður gaman að sjá hvernig framhaldið verður hjá mér.“Helgi á HM í Katar á þessu ári.Vísir/GettyÆfa aðeins meira og vinna þá Heimsmet hans í greininni er 57,36 m og trónir hann í efsta sæti heimslistans í sínum fötlunarflokki. hann en heimsmet hans er 57,36 m. En á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum var í fyrsta sinn keppt í sameinuðum flokki með F43 og F44 en úr þeim flokkum eru keppendur sem eru minna fatlaðir en Helgi. „Ég er bara búinn að sjá það að þeir eru ekkert betri en ég,“ segir hann og brosir. „Þá er það bara að æfa aðeins meira og vinna þá.“ „Það er jákvæð hvatning fyrir mig að keppa við þá. Nú langar mig bara ennþá meira til að vinna þá og þá setur maður bara aðeins meira í það.“Helgi og Thelma Björg Björnsdóttir eru íþróttamaður- og kona ársins.Vísir/DaníelÆtlaði að hætta á næsta ári Ekki er enn staðfest hverjir muni keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í haust en líklegt er að Helgi verði þar á meðal. Helgi er 36 ára og byrjaði að keppa fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Hann hefur engu að síður náð glæsilegum árangri á stuttum ferli - hann varð fimmti á Ólympíumóti fatlaðra í Lundúnum 2012, heimsmeistari 2013, Evrópumeistari 2014 og vann brons á HM á þessu ári sem fyrr segir. „Árið 2012 sagði ég að ég ætlaði að keppa til 2016. En nú langar mig að halda áfram fram yfir 2020. Það er leynt markmið hjá mér en ég ætla að sjá til hvernig skrokkurinn verður og tilfinningin hjá mér.“ Spjótkastarar hafa þó enst lengi í sinni íþrótt og Helgi vonast til að það eigi líka við um sig. „Þar að auki eru menn oft langlífir í íþróttum fatlaðra og við skulum bara sjá hvað gerist.“
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira