Sigurganga Golden State Warriors heldur áfram Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. desember 2015 11:00 Curry fór á kostum í nótt og leikur hér á Patrick Patterson, leikmann Raptors. Vísir/getty Það virðist ekkert geta stöðvað Stephen Curry og félaga í Golden State Warriors en þeir unnu enn einn leikinn í nótt og hafa nú unnið fyrstu 21 leiki tímabilsins og 25 leiki í röð í deildarkeppninni. Leikmenn Golden State Warriors þurftu að hafa fyrir sigrinum í gær gegn spræku liði Toronto Raptors en Warriors léku án miðherjans Andrew Bogut og þá er Harrison Barnes meiddur þessa dagana. Þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna tókst leikmönnum Golden State að kreista út þriggja stiga sigur, 112-109 en Curry átti enn einn stórleikinn með 44 stig. Hitti Curry úr 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en liðið hitti úr 16 af 30 þriggja stiga skotum sínum í leiknum (53,3%). LeBron James fékk hvíld í liði Cleveland Cavaliers gegn sínum gömlu félögum í Miami Heat eftir að hafa borið liðum á herðum sér í naumu tapi í framlengingu gegn New Orleans Pelicans kvöldið áður.Cleveland saknaði LeBron og Kyrie í nótt.Vísir/gettyÁn James og Kyrie Irving sem er enn að ná sér af meiðslum áttu leikmenn Cleveland fá svör við leik Miami Heat og leiddu heimamenn með átján stigum í hálfleik og unnu að lokum öruggan 15 stiga sigur, 99-84. Þá vann Los Angeles Clippers nauman 103-101 sigur á Orlando Magic en leikmenn Magic höfðu unnið fimm leiki í röð fyrir leikinn. Bakverðirnir Chris Paul og JJ. Redick voru ekki með Clippers á heimavelli í nótt vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Jamal Crawford var stigahæstur í liði Clippers með 31 stig en Blake Griffin lauk leik með tvöfalda tvennu, 28 stig og 13 fráköst. Í liði Orlando voru það ungstirnin Victor Oladipo og Elfrid Payton sem voru stigahæstir með 24 og 21 stig. Helstu tilþrif gærkvöldsins má sjá í myndbandi hér fyrir neðan sem og bestu tilþrif Curry og Kyle Lowry í leik Toronto Raptors og Golden State Warriors.Úrslit kvöldsins: Philadelphia 76ers 105-108 Denver Nuggets Toronto Raptors 109-112 Golden State Warriors Miami Heat 99-84 Cleveland Cavaliers Chicago Bulls 96-102 Charlotte Hornets Houston Rockets 120-113 Sacramento Kings Minnesota Timberwolves 103-109 Portland Trailblazers Milwaukee Bucks 106-91 New York Knicks San Antonio Spurs 108-105 Boston Celtics Utah Jazz 122-119 Indiana Pacers Los Angeles Clippers 103-101 Orlando Magic NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Það virðist ekkert geta stöðvað Stephen Curry og félaga í Golden State Warriors en þeir unnu enn einn leikinn í nótt og hafa nú unnið fyrstu 21 leiki tímabilsins og 25 leiki í röð í deildarkeppninni. Leikmenn Golden State Warriors þurftu að hafa fyrir sigrinum í gær gegn spræku liði Toronto Raptors en Warriors léku án miðherjans Andrew Bogut og þá er Harrison Barnes meiddur þessa dagana. Þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna tókst leikmönnum Golden State að kreista út þriggja stiga sigur, 112-109 en Curry átti enn einn stórleikinn með 44 stig. Hitti Curry úr 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en liðið hitti úr 16 af 30 þriggja stiga skotum sínum í leiknum (53,3%). LeBron James fékk hvíld í liði Cleveland Cavaliers gegn sínum gömlu félögum í Miami Heat eftir að hafa borið liðum á herðum sér í naumu tapi í framlengingu gegn New Orleans Pelicans kvöldið áður.Cleveland saknaði LeBron og Kyrie í nótt.Vísir/gettyÁn James og Kyrie Irving sem er enn að ná sér af meiðslum áttu leikmenn Cleveland fá svör við leik Miami Heat og leiddu heimamenn með átján stigum í hálfleik og unnu að lokum öruggan 15 stiga sigur, 99-84. Þá vann Los Angeles Clippers nauman 103-101 sigur á Orlando Magic en leikmenn Magic höfðu unnið fimm leiki í röð fyrir leikinn. Bakverðirnir Chris Paul og JJ. Redick voru ekki með Clippers á heimavelli í nótt vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Jamal Crawford var stigahæstur í liði Clippers með 31 stig en Blake Griffin lauk leik með tvöfalda tvennu, 28 stig og 13 fráköst. Í liði Orlando voru það ungstirnin Victor Oladipo og Elfrid Payton sem voru stigahæstir með 24 og 21 stig. Helstu tilþrif gærkvöldsins má sjá í myndbandi hér fyrir neðan sem og bestu tilþrif Curry og Kyle Lowry í leik Toronto Raptors og Golden State Warriors.Úrslit kvöldsins: Philadelphia 76ers 105-108 Denver Nuggets Toronto Raptors 109-112 Golden State Warriors Miami Heat 99-84 Cleveland Cavaliers Chicago Bulls 96-102 Charlotte Hornets Houston Rockets 120-113 Sacramento Kings Minnesota Timberwolves 103-109 Portland Trailblazers Milwaukee Bucks 106-91 New York Knicks San Antonio Spurs 108-105 Boston Celtics Utah Jazz 122-119 Indiana Pacers Los Angeles Clippers 103-101 Orlando Magic
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira