Dirk fékk að dansa yfir skrefaregluna í NBA-deildinni | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2015 23:30 Dirk Nowitzki. Vísir/EPA Allar reglur um stöðufót virðast fara út um veður og vind þegar kemur að þýsku körfuboltagoðsögninni Dirk Nowitzki. Dirk Nowitzki er orðinn 37 ára gamall og hann er á sínu átjánda tímabili í NBA-deildinni þar sem hann hefur spilað allan sinn feril með Dallas Mavericks. Nowitzki var með 16 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks tapaði 100-96 á heimavelli í Texasslag á móti Houston Rockets á dögunum. Það sem vakti þó einna mesta athygli úr þessum leik þegar Dirk Nowitzki fékk hreinlega að dansa með boltann í höndunum þegar James Harden var að reyna að dekka kappann. James Harden er sautján sentímetrum lægri en Dirk og langt frá því að vera í hópi bestu varnarmanna NBA-deildarinnar. Hann mátti því ekki við því að Þjóðverjinn fengi að fara svona frjálslega með skrefaregluna. James Harden hafði samt betur á endanum. hann skoraði fleiri stig (25) en Dirk Nowitzki og gaf líka fleiri stoðsendingar (9) í leiknum. Það sem skipti síðan aðalmáli er að James Harden og félagar í Houston Rockets unnu leikinn. Dallas Mavericks hefur unnið 12 leiki af 21 í byrjun tímabilsins og er eins og er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar. Dirk Nowitzki er að skora 17,5 stig í leik og hitta úr 50,2 prósent skota sinna sem eru aðeins hærri tölur en í fyrra. Dansinn hans Dirk Nowitzki fór ekkert framhjá fólkinu á The Senior Basketball Analyst sem settu myndbrot með þessari löglegu en samt ólöglegu hreyfingu Dirk Nowitzki inn á Vine-síðu sína. Hún er hér fyrir neðan og þar er sjón sögu ríkari. NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Allar reglur um stöðufót virðast fara út um veður og vind þegar kemur að þýsku körfuboltagoðsögninni Dirk Nowitzki. Dirk Nowitzki er orðinn 37 ára gamall og hann er á sínu átjánda tímabili í NBA-deildinni þar sem hann hefur spilað allan sinn feril með Dallas Mavericks. Nowitzki var með 16 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks tapaði 100-96 á heimavelli í Texasslag á móti Houston Rockets á dögunum. Það sem vakti þó einna mesta athygli úr þessum leik þegar Dirk Nowitzki fékk hreinlega að dansa með boltann í höndunum þegar James Harden var að reyna að dekka kappann. James Harden er sautján sentímetrum lægri en Dirk og langt frá því að vera í hópi bestu varnarmanna NBA-deildarinnar. Hann mátti því ekki við því að Þjóðverjinn fengi að fara svona frjálslega með skrefaregluna. James Harden hafði samt betur á endanum. hann skoraði fleiri stig (25) en Dirk Nowitzki og gaf líka fleiri stoðsendingar (9) í leiknum. Það sem skipti síðan aðalmáli er að James Harden og félagar í Houston Rockets unnu leikinn. Dallas Mavericks hefur unnið 12 leiki af 21 í byrjun tímabilsins og er eins og er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar. Dirk Nowitzki er að skora 17,5 stig í leik og hitta úr 50,2 prósent skota sinna sem eru aðeins hærri tölur en í fyrra. Dansinn hans Dirk Nowitzki fór ekkert framhjá fólkinu á The Senior Basketball Analyst sem settu myndbrot með þessari löglegu en samt ólöglegu hreyfingu Dirk Nowitzki inn á Vine-síðu sína. Hún er hér fyrir neðan og þar er sjón sögu ríkari.
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira