Fellibylur gengur yfir Ísland: Útihús gætu splundrast Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. desember 2015 19:03 Fellibylur gengur nú yfir Ísland. Veðurofsinn hefur þegar náð því að teljast fyrsta stigs fellibylur og er búist fastlega við því að hann vaxi upp í það að verða annars stigs. Um klukkan átta í kvöld má búast við því að fellibylsstyrkur mælist í Reykjavík. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi yfir fulltrúa frá almannavörnum og Landsbjörgu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Fólk hefur farið að tilmælum Hjálmar Björgvinsson frá Almannavörnum segir veðurspár hafa gengið eftir. „Já já þetta er að ganga eftir og við erum núna með á suðurlandi og vestmanneyjum alveg kolbrjálað eða vitlaust veður,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingum færist þetta yfir höfuðborgarsvæðið og restina af landinu í kvöld,“ segir hann. Hjálmar segir ljóst að fólk hafi farið eftir aðvörunum og tilmælum lögreglunnar. „Ef við horfum bara hérna út á bústaðarveginn sem dæmi, það er yfirleitt fullt af bílum á þessum tíma en núna er varla bíll. Þannig að fólk hefur hlustað á tilmæli frá okkur um að gera ráðstafanir og þar fram eftir götunum. Fólk er bara viðbúið og því ber að fagna,“ segir hann.Eiga að halda sig heima Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitarfólk sé í viðbragðsstöðu. „Það eru þessi heilu þök og kannski útihúsin að splundrast og slíkt eins og við sáum í veðrinu ´91. En við svo sem vitum það ekki,“ segir hún. „Við verðum náttúrulega að gæta öryggis okkar fólks.“ Útköll hafa verið fá það sem af er degi. „Já en minni háttar. Björgunarsveitir eru að störfum austan fjall og á Suðurnesjum en það hefur allt verið svona minni háttar atvik. og fyrr í dag í Vestmannaeyjum líka. Síðan erum við með fólk í húsi víða um land og fólk að koma í hús annars staðar. Við bíðum eftir skellinum,“ segir hún. Ólöf segir að fólk eigi bara að halda sig innandyra. „Heima í örygginu og hringja í 112 ef það er neyðarástand einhvers staðar,“ segir hún aðspurð um ráðleggingar til landsmanna. Veður Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Fellibylur gengur nú yfir Ísland. Veðurofsinn hefur þegar náð því að teljast fyrsta stigs fellibylur og er búist fastlega við því að hann vaxi upp í það að verða annars stigs. Um klukkan átta í kvöld má búast við því að fellibylsstyrkur mælist í Reykjavík. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi yfir fulltrúa frá almannavörnum og Landsbjörgu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Fólk hefur farið að tilmælum Hjálmar Björgvinsson frá Almannavörnum segir veðurspár hafa gengið eftir. „Já já þetta er að ganga eftir og við erum núna með á suðurlandi og vestmanneyjum alveg kolbrjálað eða vitlaust veður,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingum færist þetta yfir höfuðborgarsvæðið og restina af landinu í kvöld,“ segir hann. Hjálmar segir ljóst að fólk hafi farið eftir aðvörunum og tilmælum lögreglunnar. „Ef við horfum bara hérna út á bústaðarveginn sem dæmi, það er yfirleitt fullt af bílum á þessum tíma en núna er varla bíll. Þannig að fólk hefur hlustað á tilmæli frá okkur um að gera ráðstafanir og þar fram eftir götunum. Fólk er bara viðbúið og því ber að fagna,“ segir hann.Eiga að halda sig heima Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitarfólk sé í viðbragðsstöðu. „Það eru þessi heilu þök og kannski útihúsin að splundrast og slíkt eins og við sáum í veðrinu ´91. En við svo sem vitum það ekki,“ segir hún. „Við verðum náttúrulega að gæta öryggis okkar fólks.“ Útköll hafa verið fá það sem af er degi. „Já en minni háttar. Björgunarsveitir eru að störfum austan fjall og á Suðurnesjum en það hefur allt verið svona minni háttar atvik. og fyrr í dag í Vestmannaeyjum líka. Síðan erum við með fólk í húsi víða um land og fólk að koma í hús annars staðar. Við bíðum eftir skellinum,“ segir hún. Ólöf segir að fólk eigi bara að halda sig innandyra. „Heima í örygginu og hringja í 112 ef það er neyðarástand einhvers staðar,“ segir hún aðspurð um ráðleggingar til landsmanna.
Veður Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira