Dirk fór fögrum orðum um Porzingis | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2015 08:42 Nowitzki reynir að verjast Porzingis í Madison Square Garden í nótt. vísir/getty Það fór vel á Dirk Nowitzki og Kristpas Porzingis þegar Dallas Mavericks og New York Knicks mættust í Madison Square Garden í nótt. Hinn tvítugi Porzingis hefur komið eins og stormsveipur inn í NBA-deildina og margir hafa borið hann saman við Nowitzki sem kom, líkt og Porzingis, ungur að árum inn í NBA frá Evrópu. Þrátt fyrir tap New York, 97-104, spilaði Porzingis vel í nótt en Lettinn stóri skoraði 28 stig og hitti úr 13 af 18 skotum sínum. Eftir leikinn fór Nowitzki fögrum orðum um Porzingis og sagði að hann væri betri en hann sjálfum var á sama aldri. „Það er fullkomlega sanngjarnt að bera okkur saman. Þegar ég var hérna tvítugur var ég skjálfandi á beinunum. Samanburðurinn er mér sennilega í óhag,“ sagði Nowitzki sem skoraði 25 stig og tók sex fráköst í leiknum í nótt.Sjá einnig: Dirk fékk að dansa yfir skrefaregluna í NBA-deildinni | Myndband Nowitzki, sem er á sínu 18. tímabili í NBA, segir að Porzingis hafi allt að bera til að ná langt. „Hann er alvöru leikmaður og harðari af sér en hann lítur út fyrir að vera. Hann er hávaxinn, mikill íþróttamaður og fer vel með boltann. Það eru engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð,“ sagði Nowitzki um Porzingis sem hefur heldur betur unnið stuðningsmenn New York á sitt band. Það voru ekki allir hrifnir af því þegar Knicks valdi Porzingis með fjórða valrétti í nýliðavalinu í sumar en stuðningsmenn félagsins bauluðu á hann þegar ákvörðunin lá fyrir. Nú er annað uppi á teningnum en Porzingis hefur spilað stórvel í vetur og er með 14,6 stig, 8,9 fráköst og 1,9 varin skot að meðaltali í leik. Til samanburðar var Nowitzki með 8,2 stig og 3,4 fráköst á sínu fyrsta tímabili í NBA. NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Það fór vel á Dirk Nowitzki og Kristpas Porzingis þegar Dallas Mavericks og New York Knicks mættust í Madison Square Garden í nótt. Hinn tvítugi Porzingis hefur komið eins og stormsveipur inn í NBA-deildina og margir hafa borið hann saman við Nowitzki sem kom, líkt og Porzingis, ungur að árum inn í NBA frá Evrópu. Þrátt fyrir tap New York, 97-104, spilaði Porzingis vel í nótt en Lettinn stóri skoraði 28 stig og hitti úr 13 af 18 skotum sínum. Eftir leikinn fór Nowitzki fögrum orðum um Porzingis og sagði að hann væri betri en hann sjálfum var á sama aldri. „Það er fullkomlega sanngjarnt að bera okkur saman. Þegar ég var hérna tvítugur var ég skjálfandi á beinunum. Samanburðurinn er mér sennilega í óhag,“ sagði Nowitzki sem skoraði 25 stig og tók sex fráköst í leiknum í nótt.Sjá einnig: Dirk fékk að dansa yfir skrefaregluna í NBA-deildinni | Myndband Nowitzki, sem er á sínu 18. tímabili í NBA, segir að Porzingis hafi allt að bera til að ná langt. „Hann er alvöru leikmaður og harðari af sér en hann lítur út fyrir að vera. Hann er hávaxinn, mikill íþróttamaður og fer vel með boltann. Það eru engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð,“ sagði Nowitzki um Porzingis sem hefur heldur betur unnið stuðningsmenn New York á sitt band. Það voru ekki allir hrifnir af því þegar Knicks valdi Porzingis með fjórða valrétti í nýliðavalinu í sumar en stuðningsmenn félagsins bauluðu á hann þegar ákvörðunin lá fyrir. Nú er annað uppi á teningnum en Porzingis hefur spilað stórvel í vetur og er með 14,6 stig, 8,9 fráköst og 1,9 varin skot að meðaltali í leik. Til samanburðar var Nowitzki með 8,2 stig og 3,4 fráköst á sínu fyrsta tímabili í NBA.
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira