Andy Sullivan efstur í Dubai | McIlroy ekki langt undan 20. nóvember 2015 17:30 Rory slær inn á 18. holu á öðrum hring í nótt. Getty Englendingurinn Andy Sullivan leiðir þegar að Dubai World Tour meistaramótið er hálfnað en hann hefur leikið hringina tvo á Jumeirah velinum á tólf undir pari. Sullivan á eitt högg á næsta mann sem er Argentínumaðurinn Emiliano Grillo á 11 höggum undir pari en Patrick Reed kemur þar á eftir á níu undir. Þá er Rory McIlroy einnig í toppbaráttunni en hann er á átta höggum undir pari eftir að hafa leikið báða hringina á 68 höggum eða fjórum undir. Dubai World Tour mótið er það síðasta á tímabilinu á Evrópumótaröðinni en aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar eru með þátttökurétt um helgina. Það sést á skorinu en 44 af 60 keppendum eru undir pari eftir tvo hringi, sem er þó ekki raunin hjá Henrik Stenson sem hefur sigrað síðustu tvö ár. Hann er í 55. sæti á tveimur yfir pari og möguleikarnir á því að verja titilinn á ný því úr sögunni. Á meðan að bestu kylfingar Evrópumótaraðarinnar berjast í Dubai fer einnig fram mót á PGA-mótaröðinni en RSM Classic fram í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Þar leiðir heimamaðurinn Kevin Kisner eftir fyrsta hring en bæði mótin verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Englendingurinn Andy Sullivan leiðir þegar að Dubai World Tour meistaramótið er hálfnað en hann hefur leikið hringina tvo á Jumeirah velinum á tólf undir pari. Sullivan á eitt högg á næsta mann sem er Argentínumaðurinn Emiliano Grillo á 11 höggum undir pari en Patrick Reed kemur þar á eftir á níu undir. Þá er Rory McIlroy einnig í toppbaráttunni en hann er á átta höggum undir pari eftir að hafa leikið báða hringina á 68 höggum eða fjórum undir. Dubai World Tour mótið er það síðasta á tímabilinu á Evrópumótaröðinni en aðeins 60 stigahæstu kylfingar hennar eru með þátttökurétt um helgina. Það sést á skorinu en 44 af 60 keppendum eru undir pari eftir tvo hringi, sem er þó ekki raunin hjá Henrik Stenson sem hefur sigrað síðustu tvö ár. Hann er í 55. sæti á tveimur yfir pari og möguleikarnir á því að verja titilinn á ný því úr sögunni. Á meðan að bestu kylfingar Evrópumótaraðarinnar berjast í Dubai fer einnig fram mót á PGA-mótaröðinni en RSM Classic fram í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Þar leiðir heimamaðurinn Kevin Kisner eftir fyrsta hring en bæði mótin verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira