Meistararnir enn ósigraðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2015 08:17 NFL-meistararnir í New England Patriots er enn ósigrað eftir að liðið vann Buffalo Bills í lokaleik 11. umferðarinnar í nótt, 20-13. Patriots hefur unnið alla tíu leiki sína til þessa, rétt eins og Carolina Panthers.Sjá einnig:Panthers fyrst í tíu sigra Buffalo tapaði í enn eitt skiptið fyrir Tom Brady, leikstjórnanda Patriots. Þetta var 25. sigur Brady í alls 28 leikjum en Brady kastaði alls 277 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Hann kláraði þó aðeins 20 af 39 sendingum sínum en liðið er án Julian Edelman, sterkasta útherja síns, en til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Danny Amendola, annar útherji, í leiknum í nótt. Brady sagði eftir leik að aðeins tveir útherjar væru nú heilir heilsu hjá Patriots og það hefði sín áhrif. Patriots hafði einnig misst besta hlauparann sinn, Dion Lewis, fyrr á tímabilinu en í fjarveru hans skoraði James White tvö snertimörk í nótt - sín fyrstu á ferlinum. Hjá Buffalo skilaði LeSean McCoy bestu tölunum en hlauparinn var með samtals 122 jarda og eitt snertimark. Patriots freistar þess nú að komast í gegnum alla sextán leiki tímabilsins án þess að tapa en það gerðist síðast fyrir átta árum síðan. Það gæti þó reynst erfitt miðað við meiðslastöðu liðsins en á meðan að Brady er heill er möguleikinn sannarlega fyrir hendi. Buffalo hefur nú unnið fimm leiki en tapað fimm og er í öðru sæti í austurriðli Ameríkudeildarinnar ásamt New Jersey Jets. Hvorugt lið á raunhæfan möguleika að hrifsa efsta sætið af Patriots en bæði geta enn komist í úrslitakeppnina sem svokallað „Wild Card“ lið. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í hvorri deild (Ameríku- og Þjóðardeild) fara í úrslitakeppninna ásamt þeim tveimur liðum sem bestum árangri ná í hvorri þeirra. NFL Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
NFL-meistararnir í New England Patriots er enn ósigrað eftir að liðið vann Buffalo Bills í lokaleik 11. umferðarinnar í nótt, 20-13. Patriots hefur unnið alla tíu leiki sína til þessa, rétt eins og Carolina Panthers.Sjá einnig:Panthers fyrst í tíu sigra Buffalo tapaði í enn eitt skiptið fyrir Tom Brady, leikstjórnanda Patriots. Þetta var 25. sigur Brady í alls 28 leikjum en Brady kastaði alls 277 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Hann kláraði þó aðeins 20 af 39 sendingum sínum en liðið er án Julian Edelman, sterkasta útherja síns, en til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Danny Amendola, annar útherji, í leiknum í nótt. Brady sagði eftir leik að aðeins tveir útherjar væru nú heilir heilsu hjá Patriots og það hefði sín áhrif. Patriots hafði einnig misst besta hlauparann sinn, Dion Lewis, fyrr á tímabilinu en í fjarveru hans skoraði James White tvö snertimörk í nótt - sín fyrstu á ferlinum. Hjá Buffalo skilaði LeSean McCoy bestu tölunum en hlauparinn var með samtals 122 jarda og eitt snertimark. Patriots freistar þess nú að komast í gegnum alla sextán leiki tímabilsins án þess að tapa en það gerðist síðast fyrir átta árum síðan. Það gæti þó reynst erfitt miðað við meiðslastöðu liðsins en á meðan að Brady er heill er möguleikinn sannarlega fyrir hendi. Buffalo hefur nú unnið fimm leiki en tapað fimm og er í öðru sæti í austurriðli Ameríkudeildarinnar ásamt New Jersey Jets. Hvorugt lið á raunhæfan möguleika að hrifsa efsta sætið af Patriots en bæði geta enn komist í úrslitakeppnina sem svokallað „Wild Card“ lið. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í hvorri deild (Ameríku- og Þjóðardeild) fara í úrslitakeppninna ásamt þeim tveimur liðum sem bestum árangri ná í hvorri þeirra.
NFL Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira