Eina málið að vinna titla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2015 06:00 Matthías ætlar sér að fara með íslenska landsliðinu á EM. vísir/getty „Það er nú ekki leiðinlegt að fá að prófa þetta hér líka. Ég varð tvisvar bikarmeistari með FH á Íslandi og ekki var þetta síðra,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður Rosenborg, sem varð um helgina bikarmeistari með liði sínu eftir sigur 2-0 sigur á Sarpsborg 08 í úrslitunum. Rosenborg varð sömuleiðis Noregsmeistari með talsverðum yfirburðum í sumar. Það var 23. meistaratitill félagsins en sá fyrsti í fimm ár og því kærkominn. Matthías gekk í raðir Rosenborg í lok júlí eftir að hafa verið á mála hjá Start í þrjú og hálft ár. Hjá Start var hann í stóru hlutverki en eins og gefur að skilja fékk hann mun meiri samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu hjá Rosenborg.Eigna mér sæti á næsta ári „Ég fékk að spila nokkuð mikið fyrstu vikurnar en síðan komu margir leikmenn til baka úr meiðslum. Það er lítið hægt að segja þegar hinn framherjinn er langmarkahæsti maður deildarinnar,“ segir Matthías. „En það var fínt að byrja á þessu. Markmiðið hjá mér er svo að eigna mér sæti í liðinu á næsta ári.“ Matthías var nýlega verðlaunaður fyrir mark ársins en það gerði hann í leik með Start. Alls skoraði hann níu mörk í norsku úrvalsdeildinni í ár, þar af tvö með Rosenborg. Hann segir að hann hafi beðið nokkuð lengi eftir því að taka næsta skref á ferlinum eftir dvölina hjá Start og því hafi verið kærkomið að fara til Rosenborg. „Þetta er svipað og þegar ég fór í FH,“ segir hann en Matthías var sautján ára þegar hann fór úr BÍ frá Ísafirði og gekk til liðs við Hafnarfjarðarfélagið, þar sem hann varð margfaldur Íslandsmeistari. „Hér er mikil samkeppni um stöður, æfingar eru mun betri og það eina sem skiptir máli er að vinna titla.“Greinilega ekki nógu góður Matthías er 27 ára og hefur ekki fengið tækifæri með íslenska landsliðinu í mótsleik síðan Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa valið hann reglulega í vináttulandsleiki og Matthías á möguleika á að fá kallið þegar Ísland fer í æfingaferð til Abú Dabí í janúar og leikur þar tvo vináttulandsleiki. Matthías gengst við því að það hafi vissulega verið honum vonbrigði að fá ekki fleiri tækifæri með landsliðinu en hann stefnir engu að síður ótrauður að því að komast í EM-hópinn fyrir næsta sumar. „Fyrst ég er ekki í hópnum þá er ég greinilega ekki nógu góður og verð að leggja meira á mig,“ segir hann. „Það er lítið annað fyrir mig að gera. Liðið hefur staðið sig frábærlega og Lars og Heimir vita alveg hvað þeir eru að gera. En það er langt í mót og það getur margt gerst á þeim tíma. Þetta er fyrst og síðast undir sjálfum mér komið.“ Matthías var síðast með Íslandi í leikjunum gegn Kanada í upphafi árs sem fóru báðir fram í Flórída. „Þá skoraði ég og fiskaði víti þannig að ég tel að ég hafi nýtt mín tækifæri ágætlega. En þetta snýst líka um svo margt annað,“ segir Matthías. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
„Það er nú ekki leiðinlegt að fá að prófa þetta hér líka. Ég varð tvisvar bikarmeistari með FH á Íslandi og ekki var þetta síðra,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður Rosenborg, sem varð um helgina bikarmeistari með liði sínu eftir sigur 2-0 sigur á Sarpsborg 08 í úrslitunum. Rosenborg varð sömuleiðis Noregsmeistari með talsverðum yfirburðum í sumar. Það var 23. meistaratitill félagsins en sá fyrsti í fimm ár og því kærkominn. Matthías gekk í raðir Rosenborg í lok júlí eftir að hafa verið á mála hjá Start í þrjú og hálft ár. Hjá Start var hann í stóru hlutverki en eins og gefur að skilja fékk hann mun meiri samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu hjá Rosenborg.Eigna mér sæti á næsta ári „Ég fékk að spila nokkuð mikið fyrstu vikurnar en síðan komu margir leikmenn til baka úr meiðslum. Það er lítið hægt að segja þegar hinn framherjinn er langmarkahæsti maður deildarinnar,“ segir Matthías. „En það var fínt að byrja á þessu. Markmiðið hjá mér er svo að eigna mér sæti í liðinu á næsta ári.“ Matthías var nýlega verðlaunaður fyrir mark ársins en það gerði hann í leik með Start. Alls skoraði hann níu mörk í norsku úrvalsdeildinni í ár, þar af tvö með Rosenborg. Hann segir að hann hafi beðið nokkuð lengi eftir því að taka næsta skref á ferlinum eftir dvölina hjá Start og því hafi verið kærkomið að fara til Rosenborg. „Þetta er svipað og þegar ég fór í FH,“ segir hann en Matthías var sautján ára þegar hann fór úr BÍ frá Ísafirði og gekk til liðs við Hafnarfjarðarfélagið, þar sem hann varð margfaldur Íslandsmeistari. „Hér er mikil samkeppni um stöður, æfingar eru mun betri og það eina sem skiptir máli er að vinna titla.“Greinilega ekki nógu góður Matthías er 27 ára og hefur ekki fengið tækifæri með íslenska landsliðinu í mótsleik síðan Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa valið hann reglulega í vináttulandsleiki og Matthías á möguleika á að fá kallið þegar Ísland fer í æfingaferð til Abú Dabí í janúar og leikur þar tvo vináttulandsleiki. Matthías gengst við því að það hafi vissulega verið honum vonbrigði að fá ekki fleiri tækifæri með landsliðinu en hann stefnir engu að síður ótrauður að því að komast í EM-hópinn fyrir næsta sumar. „Fyrst ég er ekki í hópnum þá er ég greinilega ekki nógu góður og verð að leggja meira á mig,“ segir hann. „Það er lítið annað fyrir mig að gera. Liðið hefur staðið sig frábærlega og Lars og Heimir vita alveg hvað þeir eru að gera. En það er langt í mót og það getur margt gerst á þeim tíma. Þetta er fyrst og síðast undir sjálfum mér komið.“ Matthías var síðast með Íslandi í leikjunum gegn Kanada í upphafi árs sem fóru báðir fram í Flórída. „Þá skoraði ég og fiskaði víti þannig að ég tel að ég hafi nýtt mín tækifæri ágætlega. En þetta snýst líka um svo margt annað,“ segir Matthías.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira