Leiðin lá niður á við Jónas Sen skrifar 26. nóvember 2015 13:00 Kammermúsíklúbburinn. Clarke, Beethoven og Brahms Kammermúsíkklúbburinn Flytjendur: Einar Jóhannesson, Nicola Lolli, Mark Reedman, Ásdís Valdimarsdóttir og Sigurgeir Agnarsson Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 22. nóvember Fordómarnir fyrir kventónskáldum voru svakalegir fyrir ekki nema tæpum hundrað árum. Þá sendi Rebecca Clarke verk í keppni og deildi hún fyrstu verðlaununum með Ernest Bloch. Blaðamenn voru sannfærðir um að Bloch hefði svindlað, að hann hefði sent tónsmíð í keppnina undir eigin nafni og LÍKA undir dulnefninu Rebecca Clarke. Kona gat einfaldlega ekki samið svo fína tónlist. En Clarke var með merkari tónskáldum Bretlands á sínum tíma. Það var gaman að heyra tónlist eftir hana í Kammermúsíkklúbbnum á sunnudagskvöldið. Ásdís Valdimarsdóttir, sá eðalfíni víóluleikari, og jafnoki hennar á klarinettu, Einar Jóhannesson, léku verk sem hét því óskáldlega nafni Prelude, Allegro and Pastorale. Prelude þýðir forspil, allegro merkir hratt og pastorale er sveitasæla. Tónlistin var íhugul og lágstemmd. Hún var líka full af heillandi litbrigðum sem hljóðfæraleikararnir útfærðu af listfengi. Tæknilega séð var flutningurinn óaðfinnanlegur, hann var hreinn og nákvæmur. Túlkunin var þrungin ljúfsárri angurværð, akkúrat eins og hún átti að hljóma. Til allrar óhamingju var þetta hápunkturinn á tónleikunum. Restin var ekki nærri því eins góð. Strengjakvartett í G dúr op. 18 nr. 2 í meðförum Ásdísar, Nicola Lolli, Marks Reedman og Sigurgeirs Agnarssonar var ekki fullnægjandi. Jú, inn á milli voru fínir sprettir en í það heila var tónlistin óttalega bragðdauf og flatneskjuleg. Auk þess var leikurinn ekki alltaf hreinn. Sumir fiðlutónar voru leiðinlega falskir og það skemmdi heildarmyndina. Ekki var kvintett fyrir klarinettu og strengjakvartett op. 115 eftir Brahms skemmtilegri. Aftur voru óhreinir fiðlutónar að þvælast fyrir, svo mjög að það fór um mann á tímabili. Almennt var flutningurinn fremur losaralegur, og það vantaði alla stígandi í hann. Nú veit ég ekkert um hve mikið fimmmenningarnir æfðu fyrir tónleikana. En oft hef ég heyrt kammerhópa sem hafa spilað saman í mörg ár. Slíkt samspil er venjulega fágað, fólkið leikur eins og ein manneskja. Það sem hér var boðið upp á var engan veginn þannig. Þetta var of hrátt og hljómaði ekki eins og einhver raunveruleg hugsun lægi að baki. Það var leiðinlegt.Niðurstaða: Fyrsta atriði tónleikanna var frábært, en hitt var ekki gott. Menning Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Clarke, Beethoven og Brahms Kammermúsíkklúbburinn Flytjendur: Einar Jóhannesson, Nicola Lolli, Mark Reedman, Ásdís Valdimarsdóttir og Sigurgeir Agnarsson Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 22. nóvember Fordómarnir fyrir kventónskáldum voru svakalegir fyrir ekki nema tæpum hundrað árum. Þá sendi Rebecca Clarke verk í keppni og deildi hún fyrstu verðlaununum með Ernest Bloch. Blaðamenn voru sannfærðir um að Bloch hefði svindlað, að hann hefði sent tónsmíð í keppnina undir eigin nafni og LÍKA undir dulnefninu Rebecca Clarke. Kona gat einfaldlega ekki samið svo fína tónlist. En Clarke var með merkari tónskáldum Bretlands á sínum tíma. Það var gaman að heyra tónlist eftir hana í Kammermúsíkklúbbnum á sunnudagskvöldið. Ásdís Valdimarsdóttir, sá eðalfíni víóluleikari, og jafnoki hennar á klarinettu, Einar Jóhannesson, léku verk sem hét því óskáldlega nafni Prelude, Allegro and Pastorale. Prelude þýðir forspil, allegro merkir hratt og pastorale er sveitasæla. Tónlistin var íhugul og lágstemmd. Hún var líka full af heillandi litbrigðum sem hljóðfæraleikararnir útfærðu af listfengi. Tæknilega séð var flutningurinn óaðfinnanlegur, hann var hreinn og nákvæmur. Túlkunin var þrungin ljúfsárri angurværð, akkúrat eins og hún átti að hljóma. Til allrar óhamingju var þetta hápunkturinn á tónleikunum. Restin var ekki nærri því eins góð. Strengjakvartett í G dúr op. 18 nr. 2 í meðförum Ásdísar, Nicola Lolli, Marks Reedman og Sigurgeirs Agnarssonar var ekki fullnægjandi. Jú, inn á milli voru fínir sprettir en í það heila var tónlistin óttalega bragðdauf og flatneskjuleg. Auk þess var leikurinn ekki alltaf hreinn. Sumir fiðlutónar voru leiðinlega falskir og það skemmdi heildarmyndina. Ekki var kvintett fyrir klarinettu og strengjakvartett op. 115 eftir Brahms skemmtilegri. Aftur voru óhreinir fiðlutónar að þvælast fyrir, svo mjög að það fór um mann á tímabili. Almennt var flutningurinn fremur losaralegur, og það vantaði alla stígandi í hann. Nú veit ég ekkert um hve mikið fimmmenningarnir æfðu fyrir tónleikana. En oft hef ég heyrt kammerhópa sem hafa spilað saman í mörg ár. Slíkt samspil er venjulega fágað, fólkið leikur eins og ein manneskja. Það sem hér var boðið upp á var engan veginn þannig. Þetta var of hrátt og hljómaði ekki eins og einhver raunveruleg hugsun lægi að baki. Það var leiðinlegt.Niðurstaða: Fyrsta atriði tónleikanna var frábært, en hitt var ekki gott.
Menning Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira