Þakkargjörðarmartröð fyrir Dallas og Green Bay Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2015 07:43 Tony Romo meiddist, enn og aftur, í nótt. Vísir/Getty Að venju fóru þrír leikir fram í NFL-deildinni í gær, á þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum, en fátt virðist geta stöðvað Carolina Panthers. Carolina vann stórsigur á Dallas, 33-14, og hefur þar með unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Þetta var í raun síðasti möguleiki Dallas á að komast í úrslitakeppnina en kvöldið var hrein martröð fyrir stuðningsmenn liðsins. Leikstjórnandinn Tony Romo, sem er nýkominn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla, meiddist aftur í leiknum í nótt. Talið er að Romo, sem var frá vegna viðbeinsbrots, hafi brotnað aftur á sama stað eftir að hann var tekinn niður í leiknum af varnarmanni Charlotte. Dallas hefur nú unnið þrjá leiki af ellefu en hin liðin í austurriðli Þjóðardeildarinnar hafa unnið aðeins fjóra eða fimm. En þar sem að Dallas tapaði öllum sjö leikjunum í fjarveru Romo fyrr á tímabilinu er fátt sem bendir til þess að liðið geti gert nóg á þeim fimm vikum sem eru eftir fram að úrslitakeppni til að vinna riðilinn. Rodgers óskar Cutler til hamingju með sigurinn.Vísir/Getty Cutler hafði betur gegn Rodgers Green Bay tapaði óvænt á heimavelli fyrir Chicago, 17-13. Þetta var annað tap Green Bay á heimavelli í röð sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, hefur ekki verið líkur sjálfum sér síðustu vikur og kastaði boltanum frá sér þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Jay Cutler, leikstjóranndi Chicago, gerði svo nóg til að klára leikinn. Green Bay missti þar með efsta sæti í norðurriðli Ameríkudeildarinnar en Minnesota er efst. Bæði lið eru með sjö sigra en Minnesota leikur um helgina gegn Atlanta á útivelli. Chicago er í þriðja sæti með fimm sigra og heldur í vonina um sæti í úrslitakeppninni. Calvin Johnson skoraði þrjú snertimörk gegn Eagles.Vísir/Getty Ljónin fóru illa með ernina Detroit Lions er neðst í þessum sama riðli en í gær gersigraði liðið Philadelphia Eagles, 45-14. Philadelphia er hins vegar í sama riðli og Dallas, austurriðli Þjóðardeildarinnar, og er aðeins einum sigri frá toppliði New York Giants. Sigurvegari hvers riðils fer áfram í úrslitakeppninna ásamt tveimur bestu liðunum þar á eftir úr hvorri deild, Þjóðardeildinni og Ameríkudeildinni.Staðan í NFL-deildinni. Fjöldamargir leikir fara að venju fram á sunnudaginn en leikur Seattle Seahawks og Pittsburgh Steelers verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brett Favre sneri aftur til Green Bay í nótt en treyja þessa fyrrum leikstjórnanda liðsins, númer 4, verður ekki aftur notuð hjá félaginu honum til heiðurs.Vísir/Getty NFL Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Að venju fóru þrír leikir fram í NFL-deildinni í gær, á þakkargjörðardaginn í Bandaríkjunum, en fátt virðist geta stöðvað Carolina Panthers. Carolina vann stórsigur á Dallas, 33-14, og hefur þar með unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Þetta var í raun síðasti möguleiki Dallas á að komast í úrslitakeppnina en kvöldið var hrein martröð fyrir stuðningsmenn liðsins. Leikstjórnandinn Tony Romo, sem er nýkominn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla, meiddist aftur í leiknum í nótt. Talið er að Romo, sem var frá vegna viðbeinsbrots, hafi brotnað aftur á sama stað eftir að hann var tekinn niður í leiknum af varnarmanni Charlotte. Dallas hefur nú unnið þrjá leiki af ellefu en hin liðin í austurriðli Þjóðardeildarinnar hafa unnið aðeins fjóra eða fimm. En þar sem að Dallas tapaði öllum sjö leikjunum í fjarveru Romo fyrr á tímabilinu er fátt sem bendir til þess að liðið geti gert nóg á þeim fimm vikum sem eru eftir fram að úrslitakeppni til að vinna riðilinn. Rodgers óskar Cutler til hamingju með sigurinn.Vísir/Getty Cutler hafði betur gegn Rodgers Green Bay tapaði óvænt á heimavelli fyrir Chicago, 17-13. Þetta var annað tap Green Bay á heimavelli í röð sem hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, hefur ekki verið líkur sjálfum sér síðustu vikur og kastaði boltanum frá sér þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Jay Cutler, leikstjóranndi Chicago, gerði svo nóg til að klára leikinn. Green Bay missti þar með efsta sæti í norðurriðli Ameríkudeildarinnar en Minnesota er efst. Bæði lið eru með sjö sigra en Minnesota leikur um helgina gegn Atlanta á útivelli. Chicago er í þriðja sæti með fimm sigra og heldur í vonina um sæti í úrslitakeppninni. Calvin Johnson skoraði þrjú snertimörk gegn Eagles.Vísir/Getty Ljónin fóru illa með ernina Detroit Lions er neðst í þessum sama riðli en í gær gersigraði liðið Philadelphia Eagles, 45-14. Philadelphia er hins vegar í sama riðli og Dallas, austurriðli Þjóðardeildarinnar, og er aðeins einum sigri frá toppliði New York Giants. Sigurvegari hvers riðils fer áfram í úrslitakeppninna ásamt tveimur bestu liðunum þar á eftir úr hvorri deild, Þjóðardeildinni og Ameríkudeildinni.Staðan í NFL-deildinni. Fjöldamargir leikir fara að venju fram á sunnudaginn en leikur Seattle Seahawks og Pittsburgh Steelers verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brett Favre sneri aftur til Green Bay í nótt en treyja þessa fyrrum leikstjórnanda liðsins, númer 4, verður ekki aftur notuð hjá félaginu honum til heiðurs.Vísir/Getty
NFL Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira