Ísland með 102 fulltrúa á ráðstefnu í Ástralíu Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2015 19:45 Er nauðsynlegt að Ísland sendi yfir fjörutíu manns á loftlagsráðstefnu í París? Eða yfir eitthundrað manns á jarðhitaráðstefnu í Ástralíu? Hvað skyldi hafa kostað að senda allan þennan mannskap á ráðstefnu hinumegin á hnettinum? Fréttir af því að Reykjavíkurborg sé að senda tólf manns á ráðstefnu til Parísar hafa vakið gagnrýni og spurningar um hvernig opinberir aðilar ráðstafa fjármunum. Við spyrjum líka: Var virkilega nauðsynlegt að senda nánast heilan flugvélarfarm af fólki alla leið til Ástralíu síðastliðið vor? Ráðstefnan sem þótti svona mikilvæg var heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins, haldið í Melbourne í lok aprílmánaðar. Á kynningarmyndbandi mátti sjá hvað þátttakendum bauðst að skoða í borginni og nágrenni hennar. Frá setningarathöfn Jarðhitaráðstefnunnar í Melbourne.Mynd/World Geothermal Congress. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en á lista ráðstefnunnar yfir 1600 þátttakendur má sjá að 102 voru skráðir frá Íslandi. Okkur telst til að kostnaður um 60 þeirra hafi verið greiddur af íslensku skattfé eða af fyrirtækjum og stofnunum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Leitarvélar á netinu gáfu okkur upp að hagstæðasta flugleiðin frá Íslandi væri um Amsterdam og Abu Dhabi og ferðatíminn um 36 klukkustundir enda er verið að tala um heimsreisu. Svo bættist við kynnisferð til Nýja Sjálands. Flestir Ástralíufarar voru skráðir á ISOR, eða 26 talsins, þar af sjö makar. Á Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar voru 14 skráðir, þar af 4 makar, en talsmenn þessara aðila taka fram að makar hafi sjálfir borið kostnaðinn. Landsvirkjun sendi tíu manns, Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna sjö, og HS Orka og Háskólinn í Reykavík sex hvor. Einnig fóru starfsmenn frá Háskóla Íslands (4), Orkustofnun (3), Þróunarsamvinnustofnun (2), iðnaðarráðuneyti (2), Náttúrufræðistofnun (1) og Nýsköpunarmiðstöð (1). Einkafyrirtæki sendu einnig fulltrúa, þar á meðal Efla (3), Verkís (3), Mannvit (2) og Jarðboranir (1). Um kostnað segir ISOR að í boði hafi verið ferðastyrkur til sérfræðinga sem fluttu erindi eða voru með veggspjald á ráðstefnunni, að hámarki 500 þúsund krónur, heildarkostnaður ISOR hafi numið 8,7 milljónum króna eða um 460 þúsund krónum á mann. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar var heildarkostnaður þeirra 12,3 milljónir króna eða 1.120 þúsund krónur á mann, miðað við ellefu fulltrúa sem greitt var fyrir. Landsvirkjun segir sinn heildarkostnað vegna ráðstefnunnar um 8 milljónir króna eða um 800 þúsund krónur á mann. Talsmenn þessara aðila benda á að heimsþingið sé stærsti viðburðurinn í jarðhitageiranum, haldið á fimm ára fresti, og sú staðreynd að það næsta verði á Íslandi hafi ýtt undir íslenska þátttöku. Þetta sé jafnframt helsta markaðstorg jarðhitarannsókna og jarðhitaþjónustu í heiminum. Það má áætla að heildarferðakostnaður allra fulltrúa frá Íslandi á Ástralíuráðstefnunni hafi numið um eitthundrað milljónum króna. En áður en við hneykslumst þá er kannski rétt að hafa í huga, til að sanngirni sé nú gætt, að íslenski jarðhitageirinn hefur á undanförnum árum sennilega aflað verkefna víða um heim sem hlaupa á milljörðum króna. Við kynningarbás Íslands í Melbourne.Mynd/Íslandsstofa. Loftslagsmál Tengdar fréttir Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Er nauðsynlegt að Ísland sendi yfir fjörutíu manns á loftlagsráðstefnu í París? Eða yfir eitthundrað manns á jarðhitaráðstefnu í Ástralíu? Hvað skyldi hafa kostað að senda allan þennan mannskap á ráðstefnu hinumegin á hnettinum? Fréttir af því að Reykjavíkurborg sé að senda tólf manns á ráðstefnu til Parísar hafa vakið gagnrýni og spurningar um hvernig opinberir aðilar ráðstafa fjármunum. Við spyrjum líka: Var virkilega nauðsynlegt að senda nánast heilan flugvélarfarm af fólki alla leið til Ástralíu síðastliðið vor? Ráðstefnan sem þótti svona mikilvæg var heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins, haldið í Melbourne í lok aprílmánaðar. Á kynningarmyndbandi mátti sjá hvað þátttakendum bauðst að skoða í borginni og nágrenni hennar. Frá setningarathöfn Jarðhitaráðstefnunnar í Melbourne.Mynd/World Geothermal Congress. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en á lista ráðstefnunnar yfir 1600 þátttakendur má sjá að 102 voru skráðir frá Íslandi. Okkur telst til að kostnaður um 60 þeirra hafi verið greiddur af íslensku skattfé eða af fyrirtækjum og stofnunum í eigu ríkis og sveitarfélaga. Leitarvélar á netinu gáfu okkur upp að hagstæðasta flugleiðin frá Íslandi væri um Amsterdam og Abu Dhabi og ferðatíminn um 36 klukkustundir enda er verið að tala um heimsreisu. Svo bættist við kynnisferð til Nýja Sjálands. Flestir Ástralíufarar voru skráðir á ISOR, eða 26 talsins, þar af sjö makar. Á Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar voru 14 skráðir, þar af 4 makar, en talsmenn þessara aðila taka fram að makar hafi sjálfir borið kostnaðinn. Landsvirkjun sendi tíu manns, Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna sjö, og HS Orka og Háskólinn í Reykavík sex hvor. Einnig fóru starfsmenn frá Háskóla Íslands (4), Orkustofnun (3), Þróunarsamvinnustofnun (2), iðnaðarráðuneyti (2), Náttúrufræðistofnun (1) og Nýsköpunarmiðstöð (1). Einkafyrirtæki sendu einnig fulltrúa, þar á meðal Efla (3), Verkís (3), Mannvit (2) og Jarðboranir (1). Um kostnað segir ISOR að í boði hafi verið ferðastyrkur til sérfræðinga sem fluttu erindi eða voru með veggspjald á ráðstefnunni, að hámarki 500 þúsund krónur, heildarkostnaður ISOR hafi numið 8,7 milljónum króna eða um 460 þúsund krónum á mann. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar var heildarkostnaður þeirra 12,3 milljónir króna eða 1.120 þúsund krónur á mann, miðað við ellefu fulltrúa sem greitt var fyrir. Landsvirkjun segir sinn heildarkostnað vegna ráðstefnunnar um 8 milljónir króna eða um 800 þúsund krónur á mann. Talsmenn þessara aðila benda á að heimsþingið sé stærsti viðburðurinn í jarðhitageiranum, haldið á fimm ára fresti, og sú staðreynd að það næsta verði á Íslandi hafi ýtt undir íslenska þátttöku. Þetta sé jafnframt helsta markaðstorg jarðhitarannsókna og jarðhitaþjónustu í heiminum. Það má áætla að heildarferðakostnaður allra fulltrúa frá Íslandi á Ástralíuráðstefnunni hafi numið um eitthundrað milljónum króna. En áður en við hneykslumst þá er kannski rétt að hafa í huga, til að sanngirni sé nú gætt, að íslenski jarðhitageirinn hefur á undanförnum árum sennilega aflað verkefna víða um heim sem hlaupa á milljörðum króna. Við kynningarbás Íslands í Melbourne.Mynd/Íslandsstofa.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann "Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 6. nóvember 2015 09:55