Apabollubrauð 13. nóvember 2015 16:00 Gómsæt uppskrift frá Eyþóri Rúnarssyni. Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar og auðveldar uppskriftir í þætti sínum Eldhúsið hans Eyþórs, á Stöð 2 fram að jólum. Apabollubrauð350 g + 2 msk. hveiti50 g sykur2 ½ tsk. ger½ tsk. salt60 g smjör, ósaltað80 g mjólk60 g vatn2 egg1 tsk. vanilludroparKanilsykur200 g sykur2 tsk. kanill150 g smjör, bráðið, til að velta bollunum upp úrAðferð Blandið saman í skál 300 g af hveiti, sykrinum, gerinu og saltinu. Þeytið eggin saman og leggið til hliðar. Setjið smjör og mjólk saman í pott og hitið við vægan hita þar til smjörið er bráðnað. Bætið vatninu og vanilludropunum út í mjólkina og smjörið. Hellið þeirri blöndu síðan saman við þurrefnablönduna og hnoðið saman í hrærivél. Bætið eggjunum við smátt og smátt. Setjið 50 g af hveiti í viðbót ofan í skálina og hnoðið áfram. Deigið á að vera klístrað. Setjið deigið í smurða skál og látið lyfta sér í klst. Þegar deigið er búið að hefa sig hnoðið þá 2 msk. af hveiti saman við deigið og hnoðið í um 20 gramma bollur. Dýfið bollunum ofan í smjörið og veltið upp úr kanilsykrinum og setjið í smurt form. Hefið aftur í um 45 mín. eða þar til brauðið hefur tvöfaldast. Bakið við 170°C í 40 mín., látið brauðið kólna í 20-30 mín.Banana- og pekanhnetukaramella½ lítri rjómi165 g púðursykur¾ tsk. salt1 msk. vanilluduft2 stk. bananar100 g pekanhnetur (ristaðar í ofni við 150 gráður í 25 mín.)AðferðSetjið rjómann, púðursykurinn, saltið og vanilluduftið saman í pott og sjóðið í 35-40 mín. Stappið bananana saman og setjið út í pottinn og maukið allt saman með töfrasprota. Bætið svo ristuðu pekanhnetunum út í og hellið sósunni yfir brauðið. Brauð Eftirréttir Eyþór Rúnarsson Uppskriftir Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar og auðveldar uppskriftir í þætti sínum Eldhúsið hans Eyþórs, á Stöð 2 fram að jólum. Apabollubrauð350 g + 2 msk. hveiti50 g sykur2 ½ tsk. ger½ tsk. salt60 g smjör, ósaltað80 g mjólk60 g vatn2 egg1 tsk. vanilludroparKanilsykur200 g sykur2 tsk. kanill150 g smjör, bráðið, til að velta bollunum upp úrAðferð Blandið saman í skál 300 g af hveiti, sykrinum, gerinu og saltinu. Þeytið eggin saman og leggið til hliðar. Setjið smjör og mjólk saman í pott og hitið við vægan hita þar til smjörið er bráðnað. Bætið vatninu og vanilludropunum út í mjólkina og smjörið. Hellið þeirri blöndu síðan saman við þurrefnablönduna og hnoðið saman í hrærivél. Bætið eggjunum við smátt og smátt. Setjið 50 g af hveiti í viðbót ofan í skálina og hnoðið áfram. Deigið á að vera klístrað. Setjið deigið í smurða skál og látið lyfta sér í klst. Þegar deigið er búið að hefa sig hnoðið þá 2 msk. af hveiti saman við deigið og hnoðið í um 20 gramma bollur. Dýfið bollunum ofan í smjörið og veltið upp úr kanilsykrinum og setjið í smurt form. Hefið aftur í um 45 mín. eða þar til brauðið hefur tvöfaldast. Bakið við 170°C í 40 mín., látið brauðið kólna í 20-30 mín.Banana- og pekanhnetukaramella½ lítri rjómi165 g púðursykur¾ tsk. salt1 msk. vanilluduft2 stk. bananar100 g pekanhnetur (ristaðar í ofni við 150 gráður í 25 mín.)AðferðSetjið rjómann, púðursykurinn, saltið og vanilluduftið saman í pott og sjóðið í 35-40 mín. Stappið bananana saman og setjið út í pottinn og maukið allt saman með töfrasprota. Bætið svo ristuðu pekanhnetunum út í og hellið sósunni yfir brauðið.
Brauð Eftirréttir Eyþór Rúnarsson Uppskriftir Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira