Verða einhver Balotelli-tilþrif hjá íslenska landsliðinu í Varsjá í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2015 14:00 Íslenska knattspyrnulandsliðið mætir Póllandi í vináttulandsleik í kvöld en leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Pólverja, Stadion Narodowy. Frægasti leikurinn á vellinum fór fram í úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir þremur og hálfu ári. Uppselt er á leikinn og það verða því meira en 58 þúsund manns sem munu sjá íslenska landsliðið reyna sig á móti því pólska en bæði liðin tryggðu sér fyrr í haust sæti á EM 2016. Narodowy-leikvangurinn var byggður fyrir úrslitakeppni síðasta Evrópumóts sem fór fram í Pólland og Úkraínu árið 2012. Völlurinn opnaði 29. janúar 2012 og hann fær fjórar stjörnur í mati UEFA. Pólverjarnir fengu ekki þó ekki að hýsa úrslitaleikinn á EM 2012 sem fór fram í Kiev en á þessum velli fór aftur á móti fram eftirminnilegur undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja. Undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja fór fram 28. júní og maður kvöldsins var hinn uppátækjasami framherji Ítala Mario Balotelli. Mario Balotelli skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri ítalska landsliðsins en þau komu bæði í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar löguðu síðan stöðuna með marki Mesut Özil í uppbótartíma. Seinna markið hjá Balotelli var mjög glæsilegt en fagnið hans fékk þó jafnvel meiri athygli. Hér fyrir ofan er hægt að sjá mörkin hans Balotelli sem og fagnið hans í frétt Arnars Björnssonar um leikinn á Stöð 2. Fagnið vakti mikla athygli og fyrir neðan má sjá hvernig netverjar léku sér með það á netinu. Íslensku strákarnir horfa kannski á tilþrif hans fyrir leikinn til að koma sér í gírinn fyrir leikinn. Þetta var fimmti og síðasti leikur Evrópumótsins sem fór fram á Narodowy-leikvanginum en hinn leikurinn í útsláttarkeppninni var 1-0 sigur Portúgal á Tékklandi í átta liða úrslitunum þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Íslenska knattspyrnulandsliðið mætir Póllandi í vináttulandsleik í kvöld en leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Pólverja, Stadion Narodowy. Frægasti leikurinn á vellinum fór fram í úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir þremur og hálfu ári. Uppselt er á leikinn og það verða því meira en 58 þúsund manns sem munu sjá íslenska landsliðið reyna sig á móti því pólska en bæði liðin tryggðu sér fyrr í haust sæti á EM 2016. Narodowy-leikvangurinn var byggður fyrir úrslitakeppni síðasta Evrópumóts sem fór fram í Pólland og Úkraínu árið 2012. Völlurinn opnaði 29. janúar 2012 og hann fær fjórar stjörnur í mati UEFA. Pólverjarnir fengu ekki þó ekki að hýsa úrslitaleikinn á EM 2012 sem fór fram í Kiev en á þessum velli fór aftur á móti fram eftirminnilegur undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja. Undanúrslitaleikur Ítala og Þjóðverja fór fram 28. júní og maður kvöldsins var hinn uppátækjasami framherji Ítala Mario Balotelli. Mario Balotelli skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri ítalska landsliðsins en þau komu bæði í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar löguðu síðan stöðuna með marki Mesut Özil í uppbótartíma. Seinna markið hjá Balotelli var mjög glæsilegt en fagnið hans fékk þó jafnvel meiri athygli. Hér fyrir ofan er hægt að sjá mörkin hans Balotelli sem og fagnið hans í frétt Arnars Björnssonar um leikinn á Stöð 2. Fagnið vakti mikla athygli og fyrir neðan má sjá hvernig netverjar léku sér með það á netinu. Íslensku strákarnir horfa kannski á tilþrif hans fyrir leikinn til að koma sér í gírinn fyrir leikinn. Þetta var fimmti og síðasti leikur Evrópumótsins sem fór fram á Narodowy-leikvanginum en hinn leikurinn í útsláttarkeppninni var 1-0 sigur Portúgal á Tékklandi í átta liða úrslitunum þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira