Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 64-83 | Stjarnan átti ekkert svar við varnarleik meistaranna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2015 18:45 Chelsie Schweers, leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Anton Snæfell vann öruggan sigur, 64-83, á Stjörnunni þegar liðin mættust í 8. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta í dag. Snæfell hefur þar með unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum en Stjarnan er með tvo sigra og sex töp. Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur en í þeim seinni tóku Íslandsmeistararnir yfir og hreinlega rúlluðu yfir ráðalaust lið Stjörnunnar sem átti fá svör við sterkum varnarleik gestanna. Fyrri hálfleikur var afar sveiflukenndur og þá sérstaklega 2. leikhlutinn. Bæði lið spiluðu hörkuvörn framan af í 1. leikhluta þar sem Stjarnan byrjaði betur og komst í 6-2. Meistararnir svöruðu með sjö stigum í röð en Stjörnukonur áttu í erfiðleikum í sókninni á þessum tíma. Sóknarleikur gestanna var einnig langt frá því að vera fullkominn en til marks um það komust aðeins þrír leikmenn liðsins á blað í 1. leikhluta. Stjarnan átti fínan endasprett í 1. leikhluta þar sem Chelsie Schweers fór mikinn og skoraði 10 stig á tæpum þremur mínútum. Heimakonur leiddu með tveimur stigum, 18-16, eftir 1. leikhluta en þær voru steinsofandi í byrjun þess næsta þar sem varamenn Snæfells voru í aðalhlutverki. Rebekka Rán Karlsdóttir negldi niður tveimur þristum og Sara Diljá Sigurðardóttir bætti fimm stigum við. Snæfell skoraði 12 fyrstu stig 2. leikhluta og komst 10 stigum yfir, 18-28. Stjarnan skoraði næstu fjögur stig leiksins en Palmer kom muninum upp í 12 stig, 22-34 með tveimur þristum í röð. Það reyndust hins vegar síðustu stig Snæfellinga í rúmar fjórar mínútur. Stjarnan gekk á lagið og minnkaði muninn jafnt og þétt. Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Bryndís Hanna Hreinsdóttir fóru að láta til sín taka í sókninni og Stjörnukonur jöfnuðu metin, 34-34, þegar tæp mínúta var eftir af fyrri hálfleiknum. Palmer sá hins vegar til þess að gestirnir færu með fimm forskot til búningsherbergja, 34-39, en hún skoraði fimm síðustu stig fyrri hálfleiksins. Þriðji leikhlutinn var eign Snæfells, frá A til Ö. Liðið spilaði geysisterka vörn og hitti vel í sókninni. Á tíma voru gestirnir með yfir 50% þriggja stiga nýtingu en þeir fengu oftar en galopin skot gegn slakri Stjörnuvörn. Bekkurinn hjá Snæfelli hélt áfram að skila sínu en varamenn gestanna skoruðu alls 22 stig, gegn aðeins tveimur hjá Stjörnunni. Snæfell vann 3. leikhlutann með 13 stigum og fór með 18 stiga forskot inn í lokaleikhlutann sem var lítt spennandi. Meistararnir náðu mest 22 stiga forskoti, 58-80, en þeir unnu að lokum 19 stiga sigur, 64-83. Palmer var atkvæðamest í liði Snæfells með 29 stig, fimm fráköst, átta stoðsendingar og níu stolna bolta. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti góðan leik með 13 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar og systir hennar, Berglind, skilaði einnig sínu og skoraði 11 stig. Rebekka lagði 12 stig í púkkið en hún nýtti öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum. Hjá Stjörnunni var fátt um fína drætti. Chelsie var stigahæst í liði Garðbæinga með 31 stig, en aðeins tvö þeirra komu í 3. leikhluta þar sem Snæfell vann svo að segja leikinn. Bryndís kom næst með 11 stig.Bein lýsing: Stjarnan - SnæfellBaldur: Þurfum að fara í ærlega naflaskoðunBaldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir 19 stiga tap hans stelpna, 64-83, fyrir Snæfelli í dag. "Við spiluðum allt í lagi til að byrja með en þetta virðist vera mynstur hjá okkur; að spila þokkalega 75% af leikjunum en svo skítum við hreinlega á okkur," sagði Baldur en Stjarnan gat ekkert í 3. leikhluta sem Snæfell vann með 13 stigum. "Við hættum að hlaupa kerfin. Venjulega hleypur maður kerfin en þetta var meiri gangur. "Þetta var hreint út sagt skelfing. Við spiluðum skelfilegan varnarleik og gefa þeim galopin skot. Það gengur ekki gegn svona góðum skyttum," sagði Baldur en Snæfell var með 48% þriggja stiga nýtingu í dag. "Þegar þær fá svona auðveld skot hækkar skotnýtingin hjá þeim. Við hjálpuðum þeim fullmikið við þetta," sagði Baldur. Stjarnan fékk einungis tvö stig frá sínum varamönnum í dag, sem var þó tveimur meira en í tapinu fyrir Haukum í síðustu umferð. Baldur viðurkennir að það sé erfitt að fá svona lítið framlag frá bekknum. "Jú, það segir sig alveg sjálft. En það kemur líka til vegna þess að við erum ekki að hlaupa kerfin nógu vel. Þar af leiðandi verður þetta svolítið stirt og það hefur verið það í síðustu leikjum. "Við þurfum að fara í ærlega naflaskoðun," sagði Baldur að lokum.Berglind: Hvetur mann til að gera enn betur Berglind Gunnarsdóttir átti fínan leik þegar Snæfell lagði Stjörnuna að velli, 64-83, í Domino's deild kvenna í dag. Berglind, sem var valin í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrr í vikunni, skoraði 11 stig og átti sinn þátt í öruggum sigri Snæfells. "Þetta var ótrúlega góður liðssigur og fáránlega skemmtilegt. Það voru allir að leggja sig fram og kasta sér á boltann," sagði Berglind en varnarleikur Hólmara var mjög öflugur í dag. "Það var mjög margt sem gekk upp í dag og svona viljum við spila. Við viljum spila góðan varnarleik og höfum haldið liðum í lágu stigaskori í síðustu leikjum. "Vörnin skilaði þessum sigri og svo settum við skotin fyrir utan niður sem er bónus," sagði Berglind. Snæfell fékk risaframlag frá varamönnum sínum í dag, alls 22 stig, gegn aðeins tveimur hjá Stjörnunni. Berglind sagði framlag bekksins hafa skipt sköpum. "Algjörlega, það er það sem er mikilvægt. Byrjunarliðið þarf að vinna byrjunarliðið og bekkurinn að vinna bekkinn. Rebekka (Rán Karlsdóttir) kom inn á og dritaði niður þristum hægri vinstri og það er ótrúlega mikilvægt," sagði Berglind en umrædd Rebekka skoraði 12 stig og hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum. Berglind er að vonum ánægð með valið í æfingahóp landsliðsins en hún segir að þessi viðurkenning hvetji hana enn frekar til dáða. "Þetta er mjög mikill heiður og mjög skemmtilegt að vera valin í æfingahópinn. Þá vill maður gera enn betur og leggja harðar að sér," sagði Berglind að endingu.Tweets by @Visirkarfa1 Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Snæfell vann öruggan sigur, 64-83, á Stjörnunni þegar liðin mættust í 8. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta í dag. Snæfell hefur þar með unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum en Stjarnan er með tvo sigra og sex töp. Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur en í þeim seinni tóku Íslandsmeistararnir yfir og hreinlega rúlluðu yfir ráðalaust lið Stjörnunnar sem átti fá svör við sterkum varnarleik gestanna. Fyrri hálfleikur var afar sveiflukenndur og þá sérstaklega 2. leikhlutinn. Bæði lið spiluðu hörkuvörn framan af í 1. leikhluta þar sem Stjarnan byrjaði betur og komst í 6-2. Meistararnir svöruðu með sjö stigum í röð en Stjörnukonur áttu í erfiðleikum í sókninni á þessum tíma. Sóknarleikur gestanna var einnig langt frá því að vera fullkominn en til marks um það komust aðeins þrír leikmenn liðsins á blað í 1. leikhluta. Stjarnan átti fínan endasprett í 1. leikhluta þar sem Chelsie Schweers fór mikinn og skoraði 10 stig á tæpum þremur mínútum. Heimakonur leiddu með tveimur stigum, 18-16, eftir 1. leikhluta en þær voru steinsofandi í byrjun þess næsta þar sem varamenn Snæfells voru í aðalhlutverki. Rebekka Rán Karlsdóttir negldi niður tveimur þristum og Sara Diljá Sigurðardóttir bætti fimm stigum við. Snæfell skoraði 12 fyrstu stig 2. leikhluta og komst 10 stigum yfir, 18-28. Stjarnan skoraði næstu fjögur stig leiksins en Palmer kom muninum upp í 12 stig, 22-34 með tveimur þristum í röð. Það reyndust hins vegar síðustu stig Snæfellinga í rúmar fjórar mínútur. Stjarnan gekk á lagið og minnkaði muninn jafnt og þétt. Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Bryndís Hanna Hreinsdóttir fóru að láta til sín taka í sókninni og Stjörnukonur jöfnuðu metin, 34-34, þegar tæp mínúta var eftir af fyrri hálfleiknum. Palmer sá hins vegar til þess að gestirnir færu með fimm forskot til búningsherbergja, 34-39, en hún skoraði fimm síðustu stig fyrri hálfleiksins. Þriðji leikhlutinn var eign Snæfells, frá A til Ö. Liðið spilaði geysisterka vörn og hitti vel í sókninni. Á tíma voru gestirnir með yfir 50% þriggja stiga nýtingu en þeir fengu oftar en galopin skot gegn slakri Stjörnuvörn. Bekkurinn hjá Snæfelli hélt áfram að skila sínu en varamenn gestanna skoruðu alls 22 stig, gegn aðeins tveimur hjá Stjörnunni. Snæfell vann 3. leikhlutann með 13 stigum og fór með 18 stiga forskot inn í lokaleikhlutann sem var lítt spennandi. Meistararnir náðu mest 22 stiga forskoti, 58-80, en þeir unnu að lokum 19 stiga sigur, 64-83. Palmer var atkvæðamest í liði Snæfells með 29 stig, fimm fráköst, átta stoðsendingar og níu stolna bolta. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti góðan leik með 13 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar og systir hennar, Berglind, skilaði einnig sínu og skoraði 11 stig. Rebekka lagði 12 stig í púkkið en hún nýtti öll fjögur þriggja stiga skot sín í leiknum. Hjá Stjörnunni var fátt um fína drætti. Chelsie var stigahæst í liði Garðbæinga með 31 stig, en aðeins tvö þeirra komu í 3. leikhluta þar sem Snæfell vann svo að segja leikinn. Bryndís kom næst með 11 stig.Bein lýsing: Stjarnan - SnæfellBaldur: Þurfum að fara í ærlega naflaskoðunBaldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir 19 stiga tap hans stelpna, 64-83, fyrir Snæfelli í dag. "Við spiluðum allt í lagi til að byrja með en þetta virðist vera mynstur hjá okkur; að spila þokkalega 75% af leikjunum en svo skítum við hreinlega á okkur," sagði Baldur en Stjarnan gat ekkert í 3. leikhluta sem Snæfell vann með 13 stigum. "Við hættum að hlaupa kerfin. Venjulega hleypur maður kerfin en þetta var meiri gangur. "Þetta var hreint út sagt skelfing. Við spiluðum skelfilegan varnarleik og gefa þeim galopin skot. Það gengur ekki gegn svona góðum skyttum," sagði Baldur en Snæfell var með 48% þriggja stiga nýtingu í dag. "Þegar þær fá svona auðveld skot hækkar skotnýtingin hjá þeim. Við hjálpuðum þeim fullmikið við þetta," sagði Baldur. Stjarnan fékk einungis tvö stig frá sínum varamönnum í dag, sem var þó tveimur meira en í tapinu fyrir Haukum í síðustu umferð. Baldur viðurkennir að það sé erfitt að fá svona lítið framlag frá bekknum. "Jú, það segir sig alveg sjálft. En það kemur líka til vegna þess að við erum ekki að hlaupa kerfin nógu vel. Þar af leiðandi verður þetta svolítið stirt og það hefur verið það í síðustu leikjum. "Við þurfum að fara í ærlega naflaskoðun," sagði Baldur að lokum.Berglind: Hvetur mann til að gera enn betur Berglind Gunnarsdóttir átti fínan leik þegar Snæfell lagði Stjörnuna að velli, 64-83, í Domino's deild kvenna í dag. Berglind, sem var valin í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrr í vikunni, skoraði 11 stig og átti sinn þátt í öruggum sigri Snæfells. "Þetta var ótrúlega góður liðssigur og fáránlega skemmtilegt. Það voru allir að leggja sig fram og kasta sér á boltann," sagði Berglind en varnarleikur Hólmara var mjög öflugur í dag. "Það var mjög margt sem gekk upp í dag og svona viljum við spila. Við viljum spila góðan varnarleik og höfum haldið liðum í lágu stigaskori í síðustu leikjum. "Vörnin skilaði þessum sigri og svo settum við skotin fyrir utan niður sem er bónus," sagði Berglind. Snæfell fékk risaframlag frá varamönnum sínum í dag, alls 22 stig, gegn aðeins tveimur hjá Stjörnunni. Berglind sagði framlag bekksins hafa skipt sköpum. "Algjörlega, það er það sem er mikilvægt. Byrjunarliðið þarf að vinna byrjunarliðið og bekkurinn að vinna bekkinn. Rebekka (Rán Karlsdóttir) kom inn á og dritaði niður þristum hægri vinstri og það er ótrúlega mikilvægt," sagði Berglind en umrædd Rebekka skoraði 12 stig og hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum. Berglind er að vonum ánægð með valið í æfingahóp landsliðsins en hún segir að þessi viðurkenning hvetji hana enn frekar til dáða. "Þetta er mjög mikill heiður og mjög skemmtilegt að vera valin í æfingahópinn. Þá vill maður gera enn betur og leggja harðar að sér," sagði Berglind að endingu.Tweets by @Visirkarfa1
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira