Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2015 10:00 Peyton Manning. Vísir/Getty Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. Manning varð í gær sá leikstjórnandi sem hefur kastað flesta jarda í sögu NFL-deildarinnar og bætti þar met Brett Favre. Meti Favre var 71838 jardar en Manning bætti það með fjögurra jarda kasti á Ronnie Hillman. Leikurinn sjálfur fer hinsvegar líka í sögubækurnar sem einn versti leikur Peyton Manning á ferlinum. Denver tapaði leiknum 29-13 á móti Kansas City Chiefs, Manning kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og Manning var settur á bekkinn í lok þriðja leikhluta. Tölur Manning í leiknum voru svo lélegar að tölfræðieinkunn hans var núll. Það heppnuðust aðeins 5 af 20 sendingum hans, hann kastaði bara samtals 35 jarda, náði ekki að gefa snertimannssendingu en kastaði boltanum aftur á móti fjórum sinnum í hendur mótherjanna. „Ég fór út á völlinn til að hjálpa liðinu en endaði með því að eyðileggja fyrir liðinu," sagði Peyton Manning eftir leikinn. Þetta var aðeins annað tap Denver-liðsins í níu leikjum á tímabilinu en bæði töpin hafa komið í síðustu tveimur leikjum Peyton Manning mistókst að ná í annað met sem er metið yfir flesta sigurleiki. Þetta var annar leikurinn í röð sem honum mistókst að landa því. Vörnin hefur haldið Denver Broncos liðinu á floti á tímabilinu og hún á mestan þátt í þessum sjö sigrum liðsins. Peyton Manning er aftur á móti sá sem hefur kastað boltanum oftast frá sér af öllum leikstjórnendum deildarinnar eða 17 sinnum í 9 leikjum. NFL Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Sjá meira
Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. Manning varð í gær sá leikstjórnandi sem hefur kastað flesta jarda í sögu NFL-deildarinnar og bætti þar met Brett Favre. Meti Favre var 71838 jardar en Manning bætti það með fjögurra jarda kasti á Ronnie Hillman. Leikurinn sjálfur fer hinsvegar líka í sögubækurnar sem einn versti leikur Peyton Manning á ferlinum. Denver tapaði leiknum 29-13 á móti Kansas City Chiefs, Manning kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og Manning var settur á bekkinn í lok þriðja leikhluta. Tölur Manning í leiknum voru svo lélegar að tölfræðieinkunn hans var núll. Það heppnuðust aðeins 5 af 20 sendingum hans, hann kastaði bara samtals 35 jarda, náði ekki að gefa snertimannssendingu en kastaði boltanum aftur á móti fjórum sinnum í hendur mótherjanna. „Ég fór út á völlinn til að hjálpa liðinu en endaði með því að eyðileggja fyrir liðinu," sagði Peyton Manning eftir leikinn. Þetta var aðeins annað tap Denver-liðsins í níu leikjum á tímabilinu en bæði töpin hafa komið í síðustu tveimur leikjum Peyton Manning mistókst að ná í annað met sem er metið yfir flesta sigurleiki. Þetta var annar leikurinn í röð sem honum mistókst að landa því. Vörnin hefur haldið Denver Broncos liðinu á floti á tímabilinu og hún á mestan þátt í þessum sjö sigrum liðsins. Peyton Manning er aftur á móti sá sem hefur kastað boltanum oftast frá sér af öllum leikstjórnendum deildarinnar eða 17 sinnum í 9 leikjum.
NFL Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Sjá meira