Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 12:00 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í körfubolta hefja leik í undankeppni EM 2017 á laugardaginn þegar þær mæta firnasterku liði Ungverja í Miskolc. Þær eiga einnig leik framundan gegn öðru mjög góðu liði, Slóvakíu, en bæði Ungverjar og Slóvakar voru með á síðasta Evrópumóti. „Fyrst og fremst erum við spenntar og þakklátar fyrir að fá að taka þátt í þessu. Við höfum ekki fengið að fara í svona mót í langan tíma þannig við erum spenntar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Vísi. Bæði Ungverjar og Slóvakar eru með hávaxnari lið en Ísland eins og þau eru nú flest. Í liði Ungverja er stelpa upp á 208 cm þannig varnarleikurinn þarf að vera öflugur.Pálína á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni.vísir/stefán„Við þurfum að einblína á vörnina og spá í hvað við ætlum að gera á móti þessum stóru stelpum sem við erum að fara að spila við,“ segir Pálína. „Ég hef alltaf sagt að maður þarf ekki að vera hár til að taka fráköst og ég held að ég sé sönnun fyrir því. Með baráttu og vilja eru þessu liði allir vegir færir.“ Stelpurnar hafa tekið þátt í C-deild Evrópumótsins undanfarin ár og Smáþjóðaleikunum en fá nú að mæta tveimur af sterkustu þjóðum Evrópu í undankeppni EM 2017. „Við erum búnar að vera á þessum litlu mótum en nú horfðum við á strákana gera gríðarlega flotta hluti í sumar. Við erum ótrúlega spenntar að fá að takast á við verðug verkefni,“ segir Pálína sem þráir að eiga „Ég er kominn heim“-stund eins og karlalandsliðið í Berlín. „Algjörlega. Þetta er ein stærsta stund á íþróttaferli þessara stráka og það yrði algjör draumur fyrir okkur stelpurnar að gera slíkt hið sama,“ segir hún. Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gömul er þessi magnaði leikmaður og mikli reynslubolti aldursforsetinn í liðinu. „Mér líður ekki þannig, alls ekki. Við erum allar á sama aldrinum. Hættu þessu, maður,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir hlægjandi að lokum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í körfubolta hefja leik í undankeppni EM 2017 á laugardaginn þegar þær mæta firnasterku liði Ungverja í Miskolc. Þær eiga einnig leik framundan gegn öðru mjög góðu liði, Slóvakíu, en bæði Ungverjar og Slóvakar voru með á síðasta Evrópumóti. „Fyrst og fremst erum við spenntar og þakklátar fyrir að fá að taka þátt í þessu. Við höfum ekki fengið að fara í svona mót í langan tíma þannig við erum spenntar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Vísi. Bæði Ungverjar og Slóvakar eru með hávaxnari lið en Ísland eins og þau eru nú flest. Í liði Ungverja er stelpa upp á 208 cm þannig varnarleikurinn þarf að vera öflugur.Pálína á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni.vísir/stefán„Við þurfum að einblína á vörnina og spá í hvað við ætlum að gera á móti þessum stóru stelpum sem við erum að fara að spila við,“ segir Pálína. „Ég hef alltaf sagt að maður þarf ekki að vera hár til að taka fráköst og ég held að ég sé sönnun fyrir því. Með baráttu og vilja eru þessu liði allir vegir færir.“ Stelpurnar hafa tekið þátt í C-deild Evrópumótsins undanfarin ár og Smáþjóðaleikunum en fá nú að mæta tveimur af sterkustu þjóðum Evrópu í undankeppni EM 2017. „Við erum búnar að vera á þessum litlu mótum en nú horfðum við á strákana gera gríðarlega flotta hluti í sumar. Við erum ótrúlega spenntar að fá að takast á við verðug verkefni,“ segir Pálína sem þráir að eiga „Ég er kominn heim“-stund eins og karlalandsliðið í Berlín. „Algjörlega. Þetta er ein stærsta stund á íþróttaferli þessara stráka og það yrði algjör draumur fyrir okkur stelpurnar að gera slíkt hið sama,“ segir hún. Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gömul er þessi magnaði leikmaður og mikli reynslubolti aldursforsetinn í liðinu. „Mér líður ekki þannig, alls ekki. Við erum allar á sama aldrinum. Hættu þessu, maður,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir hlægjandi að lokum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins