Peningurinn sem fer í handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2015 06:00 Róbert Gunnarsson í leik með PSG. Vísir/Getty Róbert Gunnarsson var kátur og brosmildur á æfingu landsliðsins í gær. Hann segir alltaf gott að koma heim og svo finnst honum eflaust gott að breyta um umhverfi þar sem hann er ekki að spila mikinn handbolta með liði sínu PSG. „Við segjumst alltaf vera glaðir að koma í landsliðið. Það stendur í öllum viðtölum síðustu 20 ár. Það var reyndar ekki alltaf gaman en það er það svo sannarlega núna,“ segir Róbert og hlær dátt. Róbert spilar með dýrasta handboltaliði sögunnar enda hafa verið keyptir menn eins og Nikola Karabatic og Mikkel Hansen til félagsins. Það er valinn maður í hverju rúmi og reyndar fleiri en einn um hvert einasta rúm. Á því hefur Róbert fengið að kenna. Hann er að keppa við franska landsliðsmanninn Luka Karabatic og króatíska landsliðsmanninn Igor Vori á línunni um mínútur á gólfinu. Þær mínútur hafa ekki verið margar upp á síðkastið og stundum engar.Róbert Gunnarsson ræðir við Daniel Narcisse.Vísir/GettyEr ekki með uppsteyt á æfingum „Það gefur augaleið að þegar maður er atvinnumaður þá vill maður spila. Auðvitað vil ég spila meira en ég er ekki með neinn uppsteyt á æfingum. Ég mæti á æfingar, tek vel á því og er tilbúinn ef ég fæ að spila. Ég er skáti, alltaf tilbúinn. Það verður bara að sjá hvert það leiðir mig,“ segir Róbert en hann verður eðlilega ekki jafn kátur er hann talar um ástand sitt hjá félagsliðinu þessa dagana. Þjálfari liðsins er hinn þrautreyndi Noka Serdarusic. Hann þjálfaði Kiel meðal annars í 15 ár áður en Alfreð Gíslason tók við af honum þar. „Ég er ekki með sömu reynslu í handboltaskák og hann. Ég mæti því bara í vinnuna og reyni að gera mitt besta. Ég fékk að spila í horninu gegn Flensburg í Meistaradeildinni og hef fengið einhverjar mínútur í deildinni en ekkert meira. Ég er í toppstandi en staðan er eins og hún er. Maður verður bara að njóta þess að vera í borginni og gera það besta úr þessu,“ segir Róbert en hann hefur ekkert rætt sína stöðu við þjálfarann.Svolítið íslenskt að halda bara áfram „Það er allur gangur á því hvað leikmenn gera í svona stöðu. Ég held að það sé svolítið íslenskt að halda bara áfram. Þjálfarinn spilar bara á þeim sem hann telur henta hverju sinni og maður verður bara að virða það. Þjálfarinn hefur alltaf rétt fyrir sér og ber ábyrgð á liðinu. Þeir sem spila sömu stöðu og ég spila bæði vörn og sókn á meðan ég spila bara sókn. Þjálfarinn vill engar varnarskiptingar og því er ekkert skrítið að hann spili frekar á hinum strákunum.“ Þó svo það sé hundfúlt að horfa á leiki af bekknum þá er ástandið þó ekki orðið þannig að Róbert hugsi sér til hreyfings. „Það er ekkert slíkt í gangi og ég held bara áfram.“ Róbert er á sínu fjórða ári með PSG og það hefur mikið breyst síðan Qatar Sports Investment keypti félagið og fór að dæla peningum bæði í fótboltann og handboltann.Róbert Gunnarsson fagnar titli á síðustu leiktíð.Vísir/GettyBara tveir á skrifstofu PSG þegar hann byrjaði „Þegar ég byrjaði hjá PSG þá voru tveir að vinna á skrifstofunni en núna er þetta orðið dýrasta handboltalið heims. Það er frábær umgjörð þarna og allt sem viðkemur liðinu er í hæsta klassa. Það er gaman að fá að upplifa þetta allt saman þó svo það séu blendnar tilfinningar þar sem ég vildi spila meira í dag,“ segir Róbert en ólíkt öðrum ofurliðum í handboltanum þá eru litlar líkur á því að þetta lið fari á hausinn. Í raun eru þær nánast engar. „Eigendurnir eru að setja mikinn pening í fótboltann og handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim. Ég held að fótboltinn hafi úr 500 milljónum evra að spila en handboltinn 16 milljónum þó svo þetta sé dýrasta lið allra tíma. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta er stórkostlegt fyrir okkur en það má spyrja sig hvort þessar 16 milljónir skipti þá einhverju máli.“ Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Zlatan hefur aldrei látið sjá sig Íslenski landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson spilar handbolta með franska liðinu Paris Saint-Germain og fylgist vel með knattspyrnuliði félagsins sem er að gera góða hluti bæði heima og í Meistaradeildinni. 4. nóvember 2015 06:30 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
Róbert Gunnarsson var kátur og brosmildur á æfingu landsliðsins í gær. Hann segir alltaf gott að koma heim og svo finnst honum eflaust gott að breyta um umhverfi þar sem hann er ekki að spila mikinn handbolta með liði sínu PSG. „Við segjumst alltaf vera glaðir að koma í landsliðið. Það stendur í öllum viðtölum síðustu 20 ár. Það var reyndar ekki alltaf gaman en það er það svo sannarlega núna,“ segir Róbert og hlær dátt. Róbert spilar með dýrasta handboltaliði sögunnar enda hafa verið keyptir menn eins og Nikola Karabatic og Mikkel Hansen til félagsins. Það er valinn maður í hverju rúmi og reyndar fleiri en einn um hvert einasta rúm. Á því hefur Róbert fengið að kenna. Hann er að keppa við franska landsliðsmanninn Luka Karabatic og króatíska landsliðsmanninn Igor Vori á línunni um mínútur á gólfinu. Þær mínútur hafa ekki verið margar upp á síðkastið og stundum engar.Róbert Gunnarsson ræðir við Daniel Narcisse.Vísir/GettyEr ekki með uppsteyt á æfingum „Það gefur augaleið að þegar maður er atvinnumaður þá vill maður spila. Auðvitað vil ég spila meira en ég er ekki með neinn uppsteyt á æfingum. Ég mæti á æfingar, tek vel á því og er tilbúinn ef ég fæ að spila. Ég er skáti, alltaf tilbúinn. Það verður bara að sjá hvert það leiðir mig,“ segir Róbert en hann verður eðlilega ekki jafn kátur er hann talar um ástand sitt hjá félagsliðinu þessa dagana. Þjálfari liðsins er hinn þrautreyndi Noka Serdarusic. Hann þjálfaði Kiel meðal annars í 15 ár áður en Alfreð Gíslason tók við af honum þar. „Ég er ekki með sömu reynslu í handboltaskák og hann. Ég mæti því bara í vinnuna og reyni að gera mitt besta. Ég fékk að spila í horninu gegn Flensburg í Meistaradeildinni og hef fengið einhverjar mínútur í deildinni en ekkert meira. Ég er í toppstandi en staðan er eins og hún er. Maður verður bara að njóta þess að vera í borginni og gera það besta úr þessu,“ segir Róbert en hann hefur ekkert rætt sína stöðu við þjálfarann.Svolítið íslenskt að halda bara áfram „Það er allur gangur á því hvað leikmenn gera í svona stöðu. Ég held að það sé svolítið íslenskt að halda bara áfram. Þjálfarinn spilar bara á þeim sem hann telur henta hverju sinni og maður verður bara að virða það. Þjálfarinn hefur alltaf rétt fyrir sér og ber ábyrgð á liðinu. Þeir sem spila sömu stöðu og ég spila bæði vörn og sókn á meðan ég spila bara sókn. Þjálfarinn vill engar varnarskiptingar og því er ekkert skrítið að hann spili frekar á hinum strákunum.“ Þó svo það sé hundfúlt að horfa á leiki af bekknum þá er ástandið þó ekki orðið þannig að Róbert hugsi sér til hreyfings. „Það er ekkert slíkt í gangi og ég held bara áfram.“ Róbert er á sínu fjórða ári með PSG og það hefur mikið breyst síðan Qatar Sports Investment keypti félagið og fór að dæla peningum bæði í fótboltann og handboltann.Róbert Gunnarsson fagnar titli á síðustu leiktíð.Vísir/GettyBara tveir á skrifstofu PSG þegar hann byrjaði „Þegar ég byrjaði hjá PSG þá voru tveir að vinna á skrifstofunni en núna er þetta orðið dýrasta handboltalið heims. Það er frábær umgjörð þarna og allt sem viðkemur liðinu er í hæsta klassa. Það er gaman að fá að upplifa þetta allt saman þó svo það séu blendnar tilfinningar þar sem ég vildi spila meira í dag,“ segir Róbert en ólíkt öðrum ofurliðum í handboltanum þá eru litlar líkur á því að þetta lið fari á hausinn. Í raun eru þær nánast engar. „Eigendurnir eru að setja mikinn pening í fótboltann og handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim. Ég held að fótboltinn hafi úr 500 milljónum evra að spila en handboltinn 16 milljónum þó svo þetta sé dýrasta lið allra tíma. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta er stórkostlegt fyrir okkur en það má spyrja sig hvort þessar 16 milljónir skipti þá einhverju máli.“
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Zlatan hefur aldrei látið sjá sig Íslenski landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson spilar handbolta með franska liðinu Paris Saint-Germain og fylgist vel með knattspyrnuliði félagsins sem er að gera góða hluti bæði heima og í Meistaradeildinni. 4. nóvember 2015 06:30 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
Zlatan hefur aldrei látið sjá sig Íslenski landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson spilar handbolta með franska liðinu Paris Saint-Germain og fylgist vel með knattspyrnuliði félagsins sem er að gera góða hluti bæði heima og í Meistaradeildinni. 4. nóvember 2015 06:30