Helena og Guðbjörg: Var svolítið spes Ingvi Þór Sæmundsson í Vodafone-höllinni skrifar 4. nóvember 2015 21:15 Helena hafði betur gegn Guðbjörgu í kvöld. vísir/anton Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mættust í fyrsta sinn í deildarleik þegar Valur og Haukar leiddu saman hesta sína í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar, með Helenu í broddi fylkingar, höfðu betur, 73-79, en sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. "Þetta var gaman en samt svolítið spes," sagði Helenu aðspurð hvernig það hafi verið að spila á móti litlu systur. "Ég hef alltaf haldið með henni og viljað að henni gangi vel þannig að það var pínu skrítið að þjálfa og spila á móti henni," sagði Helena sem er einn þriggja þjálfara Hauka, auk þess að spila með liðinu. Guðbjörg segir að stemmningin á vellinum hafi aldrei orðið vandræðaleg í kvöld. "Nei, alls ekki. Við kunnum alveg að vera vinkonur, hvort sem það er innan eða utan vallar. Það var auðvelt að skipta á milli," sagði Guðbjörg sem lauk leik með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 35-36, en í 3. leikhluta höfðu Haukar mikla yfirburði og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir ágætis endasprett hjá Val. "Þær komust einhverjum 10-15 stigum yfir og við gáfumst eiginlega upp og hættum að stíga út," sagði Guðbjörg. Helena var sammála blaðamanni um að 3. leikhlutinn í kvöld væri einn sá besti hjá Haukaliðinu í ár. "Við höfum ekki skotið vel en þegar þristarnir detta lítur þetta ótrúlega vel út. Við vorum duglegar að sækja inn í teiginn og setja boltann aftur út. Við sýndum líka frábæra baráttu og gerðum mjög vel í kvöld," sagði Helena en Haukar tóku 18 sóknarfráköst gegn átta hjá Val. "Mér fannst samt vera kaflar í 2. og 4. leikhluta þar sem við vorum alls ekki nógu góðar. Við viljum frekar vera stöðugar en upp og niður. En við erum alltaf að taka skref fram á við," sagði Helena var með þrennu í kvöld; 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. En er eitthvað lið sem getur stöðvað Haukahraðlestina? "Já, já. Þetta þarf að koma frá okkur og við þurfum að sækja þessa sigra. Þetta er ekki búið fyrr lokaflautið gellur," sagði Helena að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mættust í fyrsta sinn í deildarleik þegar Valur og Haukar leiddu saman hesta sína í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar, með Helenu í broddi fylkingar, höfðu betur, 73-79, en sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. "Þetta var gaman en samt svolítið spes," sagði Helenu aðspurð hvernig það hafi verið að spila á móti litlu systur. "Ég hef alltaf haldið með henni og viljað að henni gangi vel þannig að það var pínu skrítið að þjálfa og spila á móti henni," sagði Helena sem er einn þriggja þjálfara Hauka, auk þess að spila með liðinu. Guðbjörg segir að stemmningin á vellinum hafi aldrei orðið vandræðaleg í kvöld. "Nei, alls ekki. Við kunnum alveg að vera vinkonur, hvort sem það er innan eða utan vallar. Það var auðvelt að skipta á milli," sagði Guðbjörg sem lauk leik með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 35-36, en í 3. leikhluta höfðu Haukar mikla yfirburði og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir ágætis endasprett hjá Val. "Þær komust einhverjum 10-15 stigum yfir og við gáfumst eiginlega upp og hættum að stíga út," sagði Guðbjörg. Helena var sammála blaðamanni um að 3. leikhlutinn í kvöld væri einn sá besti hjá Haukaliðinu í ár. "Við höfum ekki skotið vel en þegar þristarnir detta lítur þetta ótrúlega vel út. Við vorum duglegar að sækja inn í teiginn og setja boltann aftur út. Við sýndum líka frábæra baráttu og gerðum mjög vel í kvöld," sagði Helena en Haukar tóku 18 sóknarfráköst gegn átta hjá Val. "Mér fannst samt vera kaflar í 2. og 4. leikhluta þar sem við vorum alls ekki nógu góðar. Við viljum frekar vera stöðugar en upp og niður. En við erum alltaf að taka skref fram á við," sagði Helena var með þrennu í kvöld; 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. En er eitthvað lið sem getur stöðvað Haukahraðlestina? "Já, já. Þetta þarf að koma frá okkur og við þurfum að sækja þessa sigra. Þetta er ekki búið fyrr lokaflautið gellur," sagði Helena að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum