Munurinn mælist í milljónum tonna Svavar Hávarðarson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Mælingar vísindamanna Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í lok október sýna að Eystri-Skaftárketill er allt að tvisvar sinnum stærri að flatarmáli en hann var sumarið 2010. Gríðarleg stækkun ketilsins skýrir hversu miklu stærra Skaftárhlaupið í október reyndist miðað við öll fyrri hlaup úr katlinum. Aukið vatnsmagn á milli hlaupanna 2010 og 2015 er mælt í mörgum milljónum tonna. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir bráðabirgðaniðurstöður mælinganna á stærð ketilsins sýna ótvírætt að hann hefur stækkað mjög mikið frá 2010, en 24. október tókst að mæla ketilinn með flughæðarmæli vélar Isavia, TF-FMS, þar sem lögun hans var kortlögð með því að fljúga níu ferðir yfir ketilinn. Við samanburð á niðurstöðum eldri mælinga kemur í ljós hvernig ketillinn hefur víkkað, og hefur sú víkkun nánast öll orðið eftir Skaftárhlaupið 2010. Eins og kunnugt er hefur verið beðið síðan 2013 eftir hlaupinu sem ruddist loks fram í síðasta mánuði, enda sýnir hlaupaannáll að hlaup úr eystri katlinum hafa ætíð komið með 2-3 ára millibili frá árinu 1955, en þá kom fyrsta verulega Skaftárhlaupið. Fyrir þann tíma fóru þau út í Langasjó og hvort tveggja flóðtoppur og aurburður var miklu minni. Áður en tókst að mæla ketilinn 24. október lágu fyrir skýr merki um stækkun ketilsins til vesturs, austurs, og suðurs. Þá hafði yfirborð jökulsins risið á hefðbundinn hátt fyrst eftir hlaupið 2010 en frá og með 2011 var það hægara en áður hafði sést og hætti með öllu 2013 – en þá hófst bið vísinda- og heimamanna eftir hefðbundnu Skaftárhlaupi. Nú liggur fyrir að jarðhitinn undir jöklinum hefur færst til, en ekki aukist, og útreikningar Jarðvísindastofnunar Háskólans eru sláandi. Eins og fyrri gögn sýna var flatarmál ketilsins talið um fjórir ferkílómetrar en er núna 7-10 ferkílómetrar – en það er ákveðið matsatriði hvar skuli setja útmörk ketilsins. Mesta sig mældist 120 metrar í norðvesturhluta hans. Rúmmál ketilsins með sprungum meðfram jöðrum hans mælist u.þ.b. 340 milljónir rúmmetra. Því er áætlað hlaupvatn 366 milljónir rúmmetra vatns með 44 milljóna rúmmetra skekkjumörkum í báðar áttir. Til skýringar jafngildir það því að 366 milljónir tonna af vatni hafi runnið til sjávar dagana sem hlaupið stóð yfir. Magnús Tumi Guðmundsson Magnús Tumi sagði í erindi sínu og í umræðum ráðstefnugesta á ráðstefnu FutureVolc-verkefnisins á fimmtudag að haldi þessi þróun áfram sé það mjög mikið áhyggjuefni. „Það er áhugavert en jafnframt alvarlegt ef þessi þróun heldur áfram. Ef hlaupin stækka jafnvel enn meira frá því sem nú var þýðir það að eyðilegging af völdum þeirra verður mun meiri en verið hefur hingað til í Skaftárhlaupum.“ Í viðtali við Fréttablaðið segir Magnús Tumi ekkert liggja fyrir um þróun næstu ára. Kannski færist jarðhitinn aftur á þann stað undir jöklinum sem þekktur var, en það sé heldur ekki hægt að útiloka þann möguleika að ketillinn stækki enn – biðin verði enn lengri en fimm ár eftir næsta flóði sem yrði þá mögulega enn stærra en menn urðu vitni að í október. Hlaup í Skaftá Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Mælingar vísindamanna Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands í lok október sýna að Eystri-Skaftárketill er allt að tvisvar sinnum stærri að flatarmáli en hann var sumarið 2010. Gríðarleg stækkun ketilsins skýrir hversu miklu stærra Skaftárhlaupið í október reyndist miðað við öll fyrri hlaup úr katlinum. Aukið vatnsmagn á milli hlaupanna 2010 og 2015 er mælt í mörgum milljónum tonna. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir bráðabirgðaniðurstöður mælinganna á stærð ketilsins sýna ótvírætt að hann hefur stækkað mjög mikið frá 2010, en 24. október tókst að mæla ketilinn með flughæðarmæli vélar Isavia, TF-FMS, þar sem lögun hans var kortlögð með því að fljúga níu ferðir yfir ketilinn. Við samanburð á niðurstöðum eldri mælinga kemur í ljós hvernig ketillinn hefur víkkað, og hefur sú víkkun nánast öll orðið eftir Skaftárhlaupið 2010. Eins og kunnugt er hefur verið beðið síðan 2013 eftir hlaupinu sem ruddist loks fram í síðasta mánuði, enda sýnir hlaupaannáll að hlaup úr eystri katlinum hafa ætíð komið með 2-3 ára millibili frá árinu 1955, en þá kom fyrsta verulega Skaftárhlaupið. Fyrir þann tíma fóru þau út í Langasjó og hvort tveggja flóðtoppur og aurburður var miklu minni. Áður en tókst að mæla ketilinn 24. október lágu fyrir skýr merki um stækkun ketilsins til vesturs, austurs, og suðurs. Þá hafði yfirborð jökulsins risið á hefðbundinn hátt fyrst eftir hlaupið 2010 en frá og með 2011 var það hægara en áður hafði sést og hætti með öllu 2013 – en þá hófst bið vísinda- og heimamanna eftir hefðbundnu Skaftárhlaupi. Nú liggur fyrir að jarðhitinn undir jöklinum hefur færst til, en ekki aukist, og útreikningar Jarðvísindastofnunar Háskólans eru sláandi. Eins og fyrri gögn sýna var flatarmál ketilsins talið um fjórir ferkílómetrar en er núna 7-10 ferkílómetrar – en það er ákveðið matsatriði hvar skuli setja útmörk ketilsins. Mesta sig mældist 120 metrar í norðvesturhluta hans. Rúmmál ketilsins með sprungum meðfram jöðrum hans mælist u.þ.b. 340 milljónir rúmmetra. Því er áætlað hlaupvatn 366 milljónir rúmmetra vatns með 44 milljóna rúmmetra skekkjumörkum í báðar áttir. Til skýringar jafngildir það því að 366 milljónir tonna af vatni hafi runnið til sjávar dagana sem hlaupið stóð yfir. Magnús Tumi Guðmundsson Magnús Tumi sagði í erindi sínu og í umræðum ráðstefnugesta á ráðstefnu FutureVolc-verkefnisins á fimmtudag að haldi þessi þróun áfram sé það mjög mikið áhyggjuefni. „Það er áhugavert en jafnframt alvarlegt ef þessi þróun heldur áfram. Ef hlaupin stækka jafnvel enn meira frá því sem nú var þýðir það að eyðilegging af völdum þeirra verður mun meiri en verið hefur hingað til í Skaftárhlaupum.“ Í viðtali við Fréttablaðið segir Magnús Tumi ekkert liggja fyrir um þróun næstu ára. Kannski færist jarðhitinn aftur á þann stað undir jöklinum sem þekktur var, en það sé heldur ekki hægt að útiloka þann möguleika að ketillinn stækki enn – biðin verði enn lengri en fimm ár eftir næsta flóði sem yrði þá mögulega enn stærra en menn urðu vitni að í október.
Hlaup í Skaftá Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira