Stálu og kveiktu í 330 milljóna Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2015 11:40 Ferrari Daytona bíllinn sem kveikt var í. Jalopnik Ferrari Daytona bíl af árgerð 1972 var stolið af verkstæði í Ástralíu í síðustu viku og þjófarnir kveiktu svo í dýrgripnum af einhverjum ástæðum. Það sem gerir þennan voðaverknað enn grátlegri er að bíllinn hafði verið gerður gersamlega upp fáeinum vikum áður og var eins og nýr. Þessi bíll var metinn á 2,5 milljónir dollara, eða um 330 milljónir króna og tjónið því gríðarlegt. Þjófnaðurinn átti sér stað í Melbourne og er bíllinn nú gerónýtur. Þjófar bílsins hafa ekki ennþá fundist en lögreglan í Melbourne leitar þeirra. Þessi tiltekni Ferrari bíll hefur verið í eigu margra frægra einstaklinga, meðal annars formúluökumanninum James Hunt, Roger Waters meðlims Pink Floyd og Dodi Fayed, fyrrum ástmanns Diönu prinsessu.Svona var bíllinn útleikinn eftir brunann. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent
Ferrari Daytona bíl af árgerð 1972 var stolið af verkstæði í Ástralíu í síðustu viku og þjófarnir kveiktu svo í dýrgripnum af einhverjum ástæðum. Það sem gerir þennan voðaverknað enn grátlegri er að bíllinn hafði verið gerður gersamlega upp fáeinum vikum áður og var eins og nýr. Þessi bíll var metinn á 2,5 milljónir dollara, eða um 330 milljónir króna og tjónið því gríðarlegt. Þjófnaðurinn átti sér stað í Melbourne og er bíllinn nú gerónýtur. Þjófar bílsins hafa ekki ennþá fundist en lögreglan í Melbourne leitar þeirra. Þessi tiltekni Ferrari bíll hefur verið í eigu margra frægra einstaklinga, meðal annars formúluökumanninum James Hunt, Roger Waters meðlims Pink Floyd og Dodi Fayed, fyrrum ástmanns Diönu prinsessu.Svona var bíllinn útleikinn eftir brunann.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent