Söluaukning Volkswagen í Bandaríkjunum í október Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 11:31 Volkswagen Passat. Volkswagen Þrátt fyrir hið umtalaða dísilvélasvindl Volkswagen sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum mun Volkswagen ná söluaukningu þar í þessum mánuði, líklega á bilinu 1-5%. Volkswagen býður reyndar viðskiptavinum vestanhafs góð kjör á bílum Volkswagen um þessar mundir. Volkswagen náði einnig söluaukningu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, þó lítil væri, en hún nam 0,6% og seldi Volkswagen 26.141 bíla þá. Kaupendur Volkswagen bíla í þessum mánuði hafa mest fjárfest í Passat og Jetta bílum og margir þeirra hafa sett Volkswagen dísilbíla sína uppí nýja bensíndrifna bíla. Volkswagen seldi alls 366.970 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og voru 22% þeirra knúnir dísilvélum. Það er mun hærra hlutfall en almennt gerist í bílasölu í Bandaríkjunum, en aðeins 4% nýrra seldra bíla þar eru dísildrifnir. Hætt er við því að það hlutfall muni enn minnka með uppgötvun dísilvélasvindlsins og þeirri staðreynd að flestir dísilbílar annarra bílaframleiðenda menga miklu meira en uppgefin mengun þeirra frá framleiðendunum sjálfum. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent
Þrátt fyrir hið umtalaða dísilvélasvindl Volkswagen sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum mun Volkswagen ná söluaukningu þar í þessum mánuði, líklega á bilinu 1-5%. Volkswagen býður reyndar viðskiptavinum vestanhafs góð kjör á bílum Volkswagen um þessar mundir. Volkswagen náði einnig söluaukningu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, þó lítil væri, en hún nam 0,6% og seldi Volkswagen 26.141 bíla þá. Kaupendur Volkswagen bíla í þessum mánuði hafa mest fjárfest í Passat og Jetta bílum og margir þeirra hafa sett Volkswagen dísilbíla sína uppí nýja bensíndrifna bíla. Volkswagen seldi alls 366.970 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og voru 22% þeirra knúnir dísilvélum. Það er mun hærra hlutfall en almennt gerist í bílasölu í Bandaríkjunum, en aðeins 4% nýrra seldra bíla þar eru dísildrifnir. Hætt er við því að það hlutfall muni enn minnka með uppgötvun dísilvélasvindlsins og þeirri staðreynd að flestir dísilbílar annarra bílaframleiðenda menga miklu meira en uppgefin mengun þeirra frá framleiðendunum sjálfum.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent