Bryndís hafði betur gegn Margréti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2015 18:30 Bryndís skoraði 11 stig fyrir Snæfell í dag. mynd/snæfell Íslandsmeistarar Snæfells unnu öruggan sigur á Keflavík, 84-56, í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Fyrir leikinn beindist athyglin að Bryndísi Guðmundsdóttur og Margréti Sturlaugsdóttir en sú fyrrnefnda yfirgaf Keflavík vegna ósættis við Margréti sem er þjálfari Suðurnesjaliðsins. Bryndís skoraði 11 stig en fimm leikmenn Snæfells voru með 10 stig eða meira. Haiden Palmer var þeirra stigahæst með 29 stig en hún tók einnig 13 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Melissa Zorning var stigahæst í liði Keflavíkur með 21 stig og Thelma Dís Ágústsdóttir skilaði 17 stigum af bekknum. Meistararnir hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld en 11 af 25 skotum liðsins þaðan rötuðu rétta leið (44%). Heimakonur höfðu auk þess yfirburði í frákastabaráttunni sem þær unnu 55-43. Snæfell leiddi með sjö stigum, 21-14, eftir 1. leikhluta en í hálfleik munaði níu stigum á liðunum, 40-31. Munurinn var kominn upp í 11 stig, 58-47, fyrir 4. leikhlutann sem var eign Snæfells. Hólmarar hreinlega völtuðu yfir Keflvíkinga og unnu leikhlutann 26-9 og leikinn 84-56. Með sigrinum komst Snæfell upp að hlið Grindavíkur og Vals með sex stig en Haukar sitja á toppi deildarinnar með átta stig. Keflavík hefur hins vegar tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og er aðeins með tvö stig í 6. og næstneðsta sæti deildarinnar.Snæfell-Keflavík 84-56 (21-14, 19-17, 18-16, 26-9)Snæfell: Haiden Denise Palmer 29/13 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11, Berglind Gunnarsdóttir 10/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 10, Anna Soffía Lárusdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Kristín Birna Sigfúsdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/5 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0.Keflavík: Melissa Zorning 21, Thelma Dís Ágústsdóttir 17/4 fráköst, Elfa Falsdottir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/6 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 2/11 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 0. Dominos-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Íslandsmeistarar Snæfells unnu öruggan sigur á Keflavík, 84-56, í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Fyrir leikinn beindist athyglin að Bryndísi Guðmundsdóttur og Margréti Sturlaugsdóttir en sú fyrrnefnda yfirgaf Keflavík vegna ósættis við Margréti sem er þjálfari Suðurnesjaliðsins. Bryndís skoraði 11 stig en fimm leikmenn Snæfells voru með 10 stig eða meira. Haiden Palmer var þeirra stigahæst með 29 stig en hún tók einnig 13 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Melissa Zorning var stigahæst í liði Keflavíkur með 21 stig og Thelma Dís Ágústsdóttir skilaði 17 stigum af bekknum. Meistararnir hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld en 11 af 25 skotum liðsins þaðan rötuðu rétta leið (44%). Heimakonur höfðu auk þess yfirburði í frákastabaráttunni sem þær unnu 55-43. Snæfell leiddi með sjö stigum, 21-14, eftir 1. leikhluta en í hálfleik munaði níu stigum á liðunum, 40-31. Munurinn var kominn upp í 11 stig, 58-47, fyrir 4. leikhlutann sem var eign Snæfells. Hólmarar hreinlega völtuðu yfir Keflvíkinga og unnu leikhlutann 26-9 og leikinn 84-56. Með sigrinum komst Snæfell upp að hlið Grindavíkur og Vals með sex stig en Haukar sitja á toppi deildarinnar með átta stig. Keflavík hefur hins vegar tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og er aðeins með tvö stig í 6. og næstneðsta sæti deildarinnar.Snæfell-Keflavík 84-56 (21-14, 19-17, 18-16, 26-9)Snæfell: Haiden Denise Palmer 29/13 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11, Berglind Gunnarsdóttir 10/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 10, Anna Soffía Lárusdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Kristín Birna Sigfúsdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/5 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0.Keflavík: Melissa Zorning 21, Thelma Dís Ágústsdóttir 17/4 fráköst, Elfa Falsdottir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 4/6 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 2/11 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum