Solskjær aftur kominn heim til Molde Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2015 09:00 Ole Gunnar Solskjær gerði Molde að Noregsmeisturum tvö ár í röð. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherji Manchester United, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Molde, en hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við uppeldisfélag sitt. Þetta er í annað sinn sem Solkskjær tekur við Molde, en hann stýrði liðinu til síns fyrsta meistaratitils á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari árið 2011. Hann vann deildina svo aftur ári síðar. Velgengni hans í Noregi og leikmannaferill á Englandi varð til þess að hann fékk knattspyrnustjóra starfið hjá Cardiff þegar velska liðið spilaði í ensku úrvalsdeildinni 2014. Norðmaðurinn átti dapra tíma hjá Cardiff þar sem hann féll með liðið og var svo rekinn snemma á næstu leiktíð þegar Cardiff byrjaði illa í B-deildinni. Solkskjær tók því rólega eftir það og fór að þjálfa unglingalið Clausenengen þar sem sonur hans spilar. Clausenengen kom til Íslands til að spila á Rey Cup í sumar og var Solskjær með í för. Solskjær tekur við starfinu af Erling Moe sem hefur stýrt Molde síðan Tor Ole Skullerud var rekinn í byrjun mánaðarins. Skullerud gerði eins og Solskjær og vann deildina í fyrstu tilraun á síðustu leiktíð og bætti bikarnum við. Molde er í sjöunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar, en árangur liðsins þykir ekki nógu góður og var Skullerud því látinn fara. Solskjær fer strax af stað með Molde-liðið, en hann stýrir því í Evrópudeildinni gegn Celtic á heimavelli annað kvöld. Molde byrjar vel í Evrópudeildinni, en liðið er í fyrsta sæti með fjögur stig í ansi erfiðum riðli. Það er búið að gera 1-1 jafntefli við Ajax á útivelli og vinna Fenerbache á útivelli. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherji Manchester United, var í dag kynntur sem nýr þjálfari Molde, en hann skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við uppeldisfélag sitt. Þetta er í annað sinn sem Solkskjær tekur við Molde, en hann stýrði liðinu til síns fyrsta meistaratitils á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari árið 2011. Hann vann deildina svo aftur ári síðar. Velgengni hans í Noregi og leikmannaferill á Englandi varð til þess að hann fékk knattspyrnustjóra starfið hjá Cardiff þegar velska liðið spilaði í ensku úrvalsdeildinni 2014. Norðmaðurinn átti dapra tíma hjá Cardiff þar sem hann féll með liðið og var svo rekinn snemma á næstu leiktíð þegar Cardiff byrjaði illa í B-deildinni. Solkskjær tók því rólega eftir það og fór að þjálfa unglingalið Clausenengen þar sem sonur hans spilar. Clausenengen kom til Íslands til að spila á Rey Cup í sumar og var Solskjær með í för. Solskjær tekur við starfinu af Erling Moe sem hefur stýrt Molde síðan Tor Ole Skullerud var rekinn í byrjun mánaðarins. Skullerud gerði eins og Solskjær og vann deildina í fyrstu tilraun á síðustu leiktíð og bætti bikarnum við. Molde er í sjöunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar, en árangur liðsins þykir ekki nógu góður og var Skullerud því látinn fara. Solskjær fer strax af stað með Molde-liðið, en hann stýrir því í Evrópudeildinni gegn Celtic á heimavelli annað kvöld. Molde byrjar vel í Evrópudeildinni, en liðið er í fyrsta sæti með fjögur stig í ansi erfiðum riðli. Það er búið að gera 1-1 jafntefli við Ajax á útivelli og vinna Fenerbache á útivelli.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira